Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022
Þaufiska sem róa!
Sjávarútvegsdagurinn 2022
Dagskrá
Setning og fundarstjórn
Ásta Dís Óladóttir
Dósent við Háskóla Íslands
Samantekt og lokaorð
Ásta Dís Óladóttir
Dósent við Háskóla Íslands
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja
ogfiskeldis árið 2021
Jónas Gestur Jónasson
Löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte
Verðumvið 3%?
ÞorsteinnMár Baldvinsson
Forstjóri Samherja
Ávarp
Svandís Svavarsdóttir
Matvælaráðherra
Sjávarútvegsdagurinn, í samstarfiDeloitte, Samtaka
fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtaka atvinnulífsins,
verður haldinn áHiltonNordica þriðjudaginn
25. október kl. 8:00–10:00. Boðið verður upp
ámorgunverð til kl. 8:30. Skráningargjald er
3.900 kr. og skráning fer fram á deloitte.is.
Í
sland hefur náttúrulega eiginleika sem styrkja stöðu þess
sem ákjósanlegs staðar fyrir landeldi og örþörungarækt. Í
því samhengi má nefna aðgengi að fersku vatni, saltvatni,
sjó, jarðvarma og ekki síst grænni orku á samkeppnishæfu
verði. Lega landsins er einnig talin vera mikilvægur
hlekkur til að geta tengst mörkuðum bæði austan- og vestan-
hafs.
Örþörungar hafa hátt hlutfall af próteinum og omega-3-
fitusýrum sem nýtast vel í fæðubótarefni, en einnig eru tæki-
færi í slíkri rækt sem vinnur með sjókvía- og landeldi þar sem
þessi næringarefni eru nauðsynleg í fiskafóður, eins og bent var
meðal annars á í skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávar-
útvegi og fiskeldi sem birt var í maí 2021.
Bæði örþörungarækt og landeldi eru ungar greinar og er þó
nokkuð þar til þær gefa af sér þau afköst sem áform eru um.
Hins vegar er ljóst að háleit áform um stóraukna framleiðslu í
þessum greinum sýna að aðstæður hér á landi setja Ísland í
fremstu línu í þróun matvælaiðnaðar framtíðarinnar.
Auðlindir landsins gefa einnig sjókvíaeldi tækifæri til að stór-
eflast þar sem vaxtarhraði seiða ræðst af hitastigi vatnsins og
aðgengi að jarðvarma getur því flýtt vaxtartíma seiðanna. Með
útsetningu stærri seiða sem vaxið hafa hraðar er hægt að ná
betri nýtingu á þeim eldisleyfum sem gefin eru út.
Það er því ljóst að kjöraðstæður eru til frekari uppbyggingar
greina innan lagareldis hér á landi því allt vinnur þetta saman í
átt að aukinni verðmætasköpun og velmegun íslensks sam-
félags. gso@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Ísland
náttúrulega
ákjósanlegt