Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 26

Morgunblaðið - 18.10.2022, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 2022 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is U m 50 starfsmenn eru nú við fiskeldi í Kelduhverfi og Öxarfirði og fer fjölgandi með uppbyggingu stöðva á svæðinu. Miðað við tölur úr öðrum fiskeldishéruðum má reikna með 30 óbeinum eða afleidd- um störfum til viðbótar og að alls hafi nokkuð á annað hundrað fjölskyldur að hluta til afkomu af fiskeldinu. Fyrir utan fasta starfsmenn eru hliðaráhrif starfseminnar mikil. Á það bæði við stöðvarnar í Öxarfirði og Kelduhverfi. Þannig vinnur fjöldi verktaka á svæðinu, frá Húsavík, bæði við uppbyggingu og rekstur. Búast má við að svo verði áfram því þó uppbyggingunni ljúki þarf áfram að sinna viðhaldi og leita eftir ýmiss konar þjónustu. Hugsjónamenn í forystu Nokkuð löng hefð er fyrir fiskeldi í Kelduhverfi og Öxarfirði þar sem góðar aðstæður frá náttúrunnar hendi eru nýttar til atvinnusköpunar. Ísnó var stofnað að frumkvæði Eyj- ólfs Konráðs Jónssonr alþingismanns á árinu 1981 og hóf matfiskeldi og seiðaframleiðslu í Lónum í Keldu- hverfi. Stöðin komst síðar í eigu heimamanna eftir gjaldþrot Ísnó og fékk nafnið Rifós. Eftir að Fiskeldi Austfjarða, nú Ice Fish Farm, eign- aðist fyrirtækið hefur stöðin í Keldu- hverfi verið byggð upp og ný stór- seiðastöð reist á Kópaskeri. Bændur í Öxarfirði undir forystu Björns Benediktssonar, oddvita í Sandfellshaga, létu bora eftir vatni í landi jarðarinnar Núps í Öxarfirði á seinni hluta níunda áratugarins og hófu með fleirum uppbyggingu land- eldisstöðvar undir merkjum Silfur- stjörnunnar á árinu 1988. Seiðaeld- isstöð var byggð í Sigtúnum. Alinn var lax í upphafi en síðar tekist á við ýmsar aðrar tegundir, bleikju og flat- fisk, en síðustu árin hefur áherslan aftur færst yfir á lax. Eru nú fram- leidd 1.500 til 1.600 tonn af laxi á ári. Samherji eignaðist meirihluta hluta- fjár við hlutafjáraukningu fyrir alda- mót og hefur fjárfest mikið í stöðinni síðan. Aðstæður til að vera með fiskeldi á landi eru ákjósanlegar þar sem Silfurstjarnan var sett niður. Nægt vatn er á staðnum, ferskt vatn, salt vatn, sjór og jarðhiti. „Það gefur okk- ur kost á kjörhita fyrir laxinn allt ár- ið,“ segir Thomas Helmig stöðvar- stjóri. Þessar auðlindir eru ástæða þess að stöðin var byggð á sínum tíma. Sú mikla uppbygging sem nú stendur yfir með byggingu stórra kera við stöðina og tilheyrandi inn- viðum er einmitt liður í undirbúningi Samherja fiskeldis hf. fyrir enn stærri áform um landeldi á Reykja- nesi. Lætur nærri að framleiðslan tvöfaldist við stækkunina. Tryggari undirstaða Uppbygging fiskeldisins skiptir sköpum fyrir Öxarfjörð og Keldu- hverfi og þar með sveitarfélagið Norðurþing í heild, að sögn Katrínar Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra Norð- urþings. Hún segir að sú staðreynd að fyrirtækin hafa verið og eru að leggja mikla fjármuni í uppbygg- inguna tryggi fyrirtækin í sessi til framtíðar. Það skipti höfuðmáli fyrir byggðirnar og fólkið á svæðinu. Katrín minnir á að þessi hluti sveitar- félagsins sé mikið landbúnaðarsvæði og það auki fjölbreytni starfa að hafa þar einnig matfiskeldi og seiðafram- leiðslu. Katrín bendir á að Silfurstjarnan flytji afurðir beint á markað erlendis og nýti meðal annars nýjan Detti- fossveg til þess. Segir hún að notkun vegarins hafi verið að aukast og það styrki samfélögin sem hann tengir saman. „Við erum að berjast fyrir því að koma upp heilsársþjónustu fyrir veginn. Það skiptir miklu máli að snjór sé mokaður reglulega yfir vet- urinn og honum haldið opnum ákveðna daga vikunnar. Það þarf að tryggja fjármagn til þess að hægt sé að nýta þessa miklu fjárfestingu sem ríkið lagði í með lagningu Dettifoss- vegar,“ segir Katrín. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gríðarlega stór eldisker eru í byggingu í stöð Silfurstjörnunnar. Vatn og seiði verða sett í nýju kerin í byrjun næsta árs og starfsfólkið er að búa sig undir ný og krefjandi verkefni. Fiskeldi orðið burðarás í atvinnulífinu Samherji fiskeldi og Ice Fish Farm byggja upp gamalgrónar fiskeldisstöðvar í Öxarfirði og Kelduhverfi. Á annað hundrað fjöl- skyldur hafa hluta af tekjum sínum af eldi. Nýju kerin eru stór og vatnsleiðslurnar eftir því. Thomas Helmig er Þjóðverji sem kom fyrst til Ís- lands haustið 2001 og segist hafa strandað á þessu svæði. Hann vann fyrst í sláturhúsi á Kópaskeri, síðan í vinnslunni hjá Silfurstjörnunni, sem vaktmaður á eftirlitsvöktum og verkstjóri í eldinu og loks sem eldisstjóri. „Ég var í gönguferð og lenti í vondu veðri við Dettifoss svo tjaldið fauk ofan af mér. Ég fékk far niður í Ásbyrgi og var að jafna mig þar yfir kaffibolla þegar ég hitti þáverandi framkvæmdastjóra Fjallalambs. Það vantaði starfsfólk í sláturhúsið og ég þáði vinnu hjá honum. Ég kom svo aftur og aftur og kynntist fólk- inu í sveitinni og ákvað að lokum að flytja hingað haustið 2004 og hef verið hjá Silfurstjörnunni frá því eft- ir sláturtíð það haust,“ segir Thom- as. Hann býr með fjölskyldu sinni á Kópaskeri og segir að sér falli það vel að búa á þessu svæði enda komi hann úr þýskri sveit. Thomas kveðst bjartsýnn á fram- tíðina í Silfurstjörnunni sem er hluti af rekstri Samherja fiskeldis hf. Starfsmenn hafi þekkingu og reynslu til að takast á við það mikla verkefni sem unnið er að. „Ég hlakka mjög til þess að fylgjast með því verða að veruleika og langar að keyra eldið af stað með vatni og fiski,“ segir Thomas. Strandaði í Öxarfirði Thomas Helmig Saga er að segja frá því hvernig Olga Gísladóttir, vinnslu- og gæðastjóri hjá Samherja fiskeldi hf., end- aði í Öxarfirði. „Ég fór á Smithfield-landbúnaðarsýn- inguna í London 1987 og kynntist þar manni, Guð- mundi Ólafssyni frá Núpi. Hann hjálpaði mér við að gera við ofnana í herberginu mínu og hefur ekki far- ið út síðan,“ segir Olga. Þegar Olga kom með Guðmundi í Öxarfjörðinn tveimur árum seinna fór hún á fund Björns Bene- diktssonar, oddvita í Sandfellshaga, sem var að koma Silfurstjörnunni á fót, og fékk vinnu. Hún hóf störf í eldhúsi, fór síðan út á plan, leysti af í seiðaeldinu í Sigtúnum, vann í vinnslunni, aftur í eldhúsinu og endaði í vinnslunni sem hún stýr- ir nú. „Ég segi stundum að ég hafi gegnt öllum störfum nema fram- kvæmdastjórastarfinu,“ segir Olga en viðurkennir jafnframt að hún hafi aldrei unnið á verkstæði stöðvarinnar. Henni hefur líkað vel að starfa hjá Silfurstjörnunni. Þetta sé mikilvægur vinnustaður og hún bendir á að ef þetta fyrirtæki hefði ekki verið byggt upp væri öðruvísi umhorfs í byggðinni. Olga fullyrðir án þess að blikna að besti lax í heimi sé framleiddur í Silfurstjörnunni og slegist sé um hvern sporð, bæði á innanlandsmark- aði og erlendis. Olga sér einnig um ferðaþjónustu sem þau hjónin reka og Guðmundur er verktaki. Þau eru því með mörg járn í eldinum. Unnið flest störf í stöðinni Olga Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.