Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Qupperneq 2
Af hverju heitir hljómsveitin ADHD? Hún var stofnuð um 2009 og þá var allt samfélagið að tala um greiningar og þetta var aðalgreiningin. Við erum nokkrir kolof- virkir í hljómsveitinni en erum of gamlir til að hafa fengið grein- ingar. Við náum að virkja orkuna á réttan hátt og fáum útrás í tónlist. Varstu smápolli þegar þú byrjaðir að spila á saxófón? Ég byrjaði fyrst að búa til trommusett úr kökudósum og berja á þær. Ég þurfti að fá útrás fyrir sköpunarkraft og vildi læra á saxó- fón ellefu ára gamall og lét engan í friði fyrr en ég fékk saxófón í hendurnar. Nú er áttunda platan að koma út, hvað heitir hún? ADHD 8! Það er mjög rökrétt. Segðu mér frá nýju plötunni. Við fórum svolítið á byrjunarreit því við fórum aftur í fæðingarbæ hljómsveitarinnar, sem er Höfn í Hornafirði. Þetta byrjaði allt með því að við bræður voru beðnir um að koma þangað á djass- og blúshátíð með hljómsveit. Og úr því varð til ADHD. Það er rosalegur sprengikraftur í bandinu núna. Var þá nýja platan tekin upp á Höfn? Já, við fylltum nokkra bíla af græjum, keyrðum austur árið 2020 og tókum upp í kirkjunni. Svo kom Covid og því er platan að koma út núna. Við túr- um alltaf erlendis eftir að nýjar plötur koma út en gátum það ekki í Covid. Nú byrjum við á Húrra þann 13. október og frumsýnum um leið okkar fyrsta tónlistarmyndband. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÓSKAR GUÐJÓNSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Rosalegur sprengikraftur Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga. innlifun.is Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Útvarpsauglýsingar eru frekar hvimleiðar og ein helsta ástæðan fyrir því að ég skipti oft yfir á Spotify þegar ég er að keyra. Mikið er auglýst af alls kyns vörum fyrir fólk sem vill fegra heimili sín eða stendur í stórræðum heima fyrir. Vaskar og ofnar, parket og heitir pottar. Gæðahurðir. Svo er auðvitað verið að auglýsa eitthvað gott í gogginn. Sem gerir mann ofsalega svangan þegar maður keyrir heim úr vinnunni. Greinilega hafa fyrirtæki hag af því að auglýsa í útvarpi því sumar aug- lýsingar glymja í eyrum dag eftir dag. (Áður en ég fæ nóg og skipti yfir í tónlist án auglýsinga). En sumar auglýsingar skil ég ekki því mark- hópurinn getur ekki verið svo stór. Eða hvað? Ein slík auglýsing hljómar ein- hvern veginn svona: Startarar og alternatorar, start- arar og alternatorar, eigum gott úr- val af startöruum og alternatorum í allar gerðir bíla. Ég veit ekki af hverju þeir aug- lýsa stanslaust; er mikil eftirspurn eftir startörum og alternatorum? Og er svakaleg samkeppni á mark- aðinum? Ég veit ekki einu sinni hvað þetta er! Mig grunar að startari sé „sviss- inn“ í bíl en ekki veit ég hvað alternator er. Ekki hugmynd. Og þá enn síður að ég þurfi að fjárfesta í einum slíkum. Eru alternatorar annars alltaf að bila? Ég gúgglaði þetta og fyrir ykkur sem ekki vitið þá er riðstraumsrafall annað og íslenskara orð yfir alternator. Ég er ekkert miklu nær, en þetta kostar um fimmtíu þúsund kall og tengist víst rafgeyminum. Nú hafið þið mörg hver lært eitthvað nýtt eins og ég. Þið sjáið að hinn grái hversdagsleiki hefur heltekið líf mitt fyrst ég er farin að velta fyrir mér útvarpsauglýsingum. Og bílapörtum. Ó já, allt sumarfrí er búið og framundan er hrímkalt haust og enn kaldari vetur. Talandi um auglýsingar, þá dynja stanslausar megrunarauglýsingar á samfélagsmiðlunum mínum en virðast hafa lítil áhrif á mig. Og greinilega heilla útvarpsauglýsingar mig ekki heldur sem neytanda. Ég kaupi mér nefnilega hvorki megrunarpillur né alternatora. Startarar og alternatorar Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Ég veit ekki af hverju þeir auglýsa stans- laust; er mikil eftirspurn eftir startörum og alternatorum? Og er svakaleg samkeppni á markaðinum? Alma Tryggvadóttir Mig dreymdi ekki neitt en heyrði af draumförum annarra. SPURNING DAGSINS Hvað dreymdi þig í nótt? Einar Páll Einarsson Mig dreymdi að ég rændi banka og Villi Neto væri að elta mig. Andy Sofia Fontaine Ég man það ekki en síðast dreymdi mig að ég væri á Ítalíu, í risastóru hótelherbergi við sjóinn. Stefan Wlodzimierz Mig dreymdi elskhuga minn. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon Útgáfutónleikar plötunnar ADHD 8 fara fram 13. október á Húrra í Tryggva- götu. Húsið opnar klukkan 19:30 og tónleikar hefjast 20.30. Hljómsveitina skipa Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson og Magnús Trygvason Eliassen. Miðar fást á tix.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.