Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 8
KNATTSPYRNA
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022
Þ
au eru mörg og ólík metin í ensku
knattspyrnunni. Og misjafnlega
aðgengileg fyrir dauðlega menn.
Eitt það öruggasta, að því er talið
hefur verið í áratugi, er markamet
hins fræga miðherja Dixies Deans sem gerði
hvorki fleiri né færri en 60 deildarmörk fyrir
Everton í því sem þá hét 1. deild meistaravet-
urinn 1927-28. Þá voru leikirnir í efstu deild 42
en Dixie missti af þremur, þannig að mörkin
60 komu í aðeins 39 leikjum; sumsé 1,5 mörk
að meðaltali í leik. Alls gerði Everton 102
mörk í deildinni þennan eftirminnilega vetur,
þannig að Dixie var með 59% þeirra. Til sam-
anburðar má nefna að 13 af 20 liðum náðu ekki
að gera 60 mörk í ensku úrvalsdeildinni á lið-
inni leiktíð. Hver einasti maður og mús með-
talin.
Þetta er gjörsamlega sturluð tölfræði enda
hefur ekki nokkur maður höggvið nærri þessu
síðan. Tom Waring, miðherji Aston Villa, komst
næst því 1930-31, þegar hann skoraði 49 mörk.
Dixie á sjálfur bronsið, sett’ann 44 sinnum fyrir
Everton leiktíðina 1931-32. Þetta voru í raun
einu tvö skiptin sem hann varð markakóngur á
Englandi sem segir okkur sitthvað um almenna
markheppni manna á þessum árum.
Fimm til viðbótar hafa rofið 40 marka múr-
inn í efstu deild í 134 ára sögu ensku knatt-
spyrnunnar: Ted Harper, Blacburn Rovers, 43
mörk 1925-26, Vic Watson, West Ham United,
41 mark 1929-30, Dave Halliday, Sunderland,
43 mörk 1928-29, Ted Drake, Arsenal, 42 mörk
1934-35 og Jimmy Greaves, Chelsea, 41 mark
1960-61.
Þar sem sumt af okkar yngsta og sprækasta
fólki er sannfært um að Englendingar hafi
ekki byrjað að sparka í bolta fyrr en úrvals-
deildin var sett á laggirnar 1992 ber að geta
þess að markametið í þeirri ágætu deild eiga
þeir félagar Andy Cole, sem gerði 34 mörk
fyrir Newcastle United 1993-94, og Alan
Shearer, sem skoraði 34 mörk fyrir Black-
burn Rovers 1994-95.
Nær tveimur mörkum í leik
Hvers vegna er ég að þylja upp öll þessi
nöfn og allar þessar tölur fyrir ykkur nú,
lesendur góðir? Jú, þið eruð auðvitað löngu
búin að átta ykkur á því; fram á sjónarsviðið
er nefnilega kominn maður sem er búinn að
setja þetta allt, þar með talið metið hans Dixi-
es, í bullandi uppnám. Hann heitir Erling
Braut Haaland og leikur með Englandsmeist-
urum Manchester City.
14 mörk hefur þetta norska sparkundur
gert í fyrstu átta deildarleikjum sínum. Það
gera 1,75 mörk að meðaltali í leik. Maðurinn er
sumsé nær tveimur mörkum í leik en einu.
Hvurslax bull er þetta eiginlega? Nú er mótið
auðvitað rétt að byrja en haldi Haaland upp-
teknum hætti, það er að skora 1,75 mörk að
meðaltali í leik, þá mun hann enda með 66
mörk og hálfu betur. Að því gefnu að hann nái
að leika alla 38 leiki City á tímabilinu. Eftir að
hafa verið vakinn og sofinn yfir ensku knatt-
spyrnunni í meira en fjóra áratugi þá verð ég
að viðurkenna að ég bjóst aldrei við að segja
þetta en markametið hans Dixies Deans er í
raunverulegu uppnámi!
Enska úrvalsdeildin er þekkt fyrir meiri
hraða og hörku en aðrar stórar deildir í Evr-
ópu og margir frábærir leikmenn hafa þurft
tíma til að laga sig að atganginum. Að ekki sé
talað um að venjast nýjum samherjum og leik-
stíl liðsins. En ekki okkar maður. Strax frá
fyrsta leik leit Haaland út
fyrir að hafa spilað ár-
um saman í framlínu
meistaranna.
Jú, jú, hann er
með Kevin De
Bruyne, Bernardo
Silva, Phil Foden
og alla þessa kappa
fyrir aftan sig en
það skýrir árangur
hans ekki nema að
hluta. Eins og menn þekkja hefur City ráðið
lögum og lofum í úrvalsdeildinni undanfarinn
áratug og að jafnaði teflt fram betri leik-
mönnum en önnur lið. Eigi að síður hefur eng-
inn leikmaður liðsins náð að skora meira en 26
deildarmörk á vetri; Sergio Kun
Agüero gerði það 2014-15.
Þurfti til þess 33 leiki.
Dixie skelfur ekki,
svo vitað sé
Það eina sem getur mögulega
komið í veg fyrir að Haaland verði
kominn með 26 deildarmörk strax
um jólin er HM í Katar sem klýfur
tímabilið í Englandi í herðar niður.
Þið sjáið bara hversu galið þetta
allt saman er. Nú og svo auðvitað
meiðsli. Skyldi engan undra að
Pep Guardiola stjóri City láti
teymi sjúkraþjálfara fylgja pilt-
inum hvert fótmál. Það var
smá meiðsla-
klafs á honum
hjá Dortmund, þaðan
sem hann kom í sumar, og Haa-
land náði ekki nema 26 deildar-
leikjum að meðaltali á síðustu
tveimur leiktíðum í Búndeslíg-
unni. Það vinnur með Dixie
Dean, langi hann á annað borð að
halda metinu. Ekki svo að skilja
að goðsögnin sé með skjálfta í
hnjánum út af þessu, hún lést ár-
ið 1980. En hvað veit maður svo
sem? Í öllu falli vonar sá er hér
heldur á penna og treystir á að
enska knattspyrnan verði áfram í
boði fyrir handan.
En hvað er raunhæft í þessu
sambandi? Hefur Haaland
burði til að skora 60 deildar-
mörk í vetur? Tja, svari nú
hver fyrir sig. Fyrir mitt
leyti segi ég já, eftir að hafa
fylgst með honum á þess-
um fyrstu metrum móts-
ins. Allt þarf að vísu að
ganga upp og hann helst
að ná að leika alla leikina
38. Það verður erfitt
enda álagið mikið;
City mun berjast á þrennum öðrum víg-
stöðvum, í bikar, deildarbikar og sjálfri Meist-
aradeildinni. Dixie lék bara tvo aukaleiki 1927-
28, í bikarnum, og gerði í þeim þrjú mörk.
Heildarskor hans var sumsé 63 mörk. Haaland
hefur þegar gert fimm mörk í þremur Meist-
aradeildarleikjum og komist City langt í öllum
þessum bikarkeppnum, sem vel má trúa liðinu
til, gætu hæglega beðið okkar manns 20-30
mörk þar að auki.
Því lengra sem City kemst á öðrum mótum,
ekki síst Meistaradeildinni, þeim mun meiri
líkur eru á því að Haaland verði hvíldur í deild-
arleikjum en City hefur aldrei orðið Evrópu-
meistari og stefnir að vonum leynt og ljóst að
því – sem allra fyrst. Flestir sparkspekingar
eru á því að liðið eigi Englandsmeistaratitil-
inn vísan í vetur. Álagið í Evrópu gæti fyrir
vikið átt eftir að koma niður á möguleikum
Haalands að slá met Dixies í deildinni en um
leið auka vonir hans um að fara upp fyrir
hann samanlagt, það er skora fleiri mörk en
63 í öllum keppnum.
Messi á best 50 deildarmörk
Ef við kíkjum á aðrar stórar deildir á seinni ár-
um þá náði Lionel Messi einu sinni að skora 50
mörk fyrir Barcelona í 37 leikjum, 2011-12.
Cristiano Ronaldo á best 48 mörk í 35 leikjum
fyrir Real Madríd, 2014-15. Robert Lewan-
dowski sló áratugagamalt met Gerds „þjóðar-
sleggju“ Müllers í Þýskalandi 2020-21, þegar
hann setti 41 mark fyrir Bayern München, í
aðeins 29 leikjum. Besti árangur Messis í öll-
um keppnum á sama leikárinu er 73 mörk, téð-
an vetur, 2011-12. Leikirnir voru 60.
Þið sjáið í hvaða samhengi við erum að setja
Haaland.
En gott og vel. Gefum okkur að Norðmaður-
inn haldist heill þá mun úrvalsdeildarmetið, 34
mörk, án efa falla eins og spilaborg. 40 marka
múrinn ætti heldur ekki að vera vandamál. 50
mörk verður torsóttara markmið en alls ekki
úr augsýn. 60 mörk er vitaskuld þrítugur ham-
ar en ekki ókleifur.
Stilli ég sjálfum mér upp við vegg þá á ég síð-
ur von á því að Haaland vinni þetta ótrúlega af-
rek strax í fyrstu atrennu, það er að skora 60
deildarmörk. Ætli hann endi ekki einhvers
staðar á bilinu 40 til 50 mörk. Klóri kannski í
bakið á Tom Waring en láti Dixie karlinn vera
að sinni. Að sinni, segi ég. Haaland á ábyggi-
lega eftir að staldra við í einhver ár á Etihad,
innan um marga af bestu leikmönnum í heimi
og hjá einum af bestu þjálfurunum, ef ekki
þeim besta. Hann er ekki nema 22 ára og á bara
eftir að bæta sig. Hver þorir að taka að sér að
segja varnarmönnum úrvalsdeildarinnar það?
Erling, Braut þín er greið!
Erling Braut Haaland er eitt
mesta undur sem reimað hef-
ur á sig takkaskó á Englandi.
Það sjá allar sparkelskar sálir
sem á annað borð eru með
augun opin. 14 mörk eru
komin í aðeins átta deildar-
leikjum fyrir Manchester City.
Hvað gætu þau orðið mörg í
vetur: 40, 50, 60? Þarf Dixie
heitinn Dean jafnvel að óttast
um lygilegt met sitt sem átti
ekki að geta fallið?
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
AFP/Paul Ellis
Menn eru hættir að velta
fyrir sér hvort Erling
Haaland skori í næsta
leik, spurningin er fremur
hvað hann komi til með
að skora mörg mörk.
Það er að sjálfsögðu stytta af
Dixie Dean fyrir utan Goodi-
son Park, heimavöll Everton.
AFP/Lindsey Parnaby