Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Qupperneq 12
Dmytro við hús í þorpinu Kamjanka. Á hliðinu hefur verið skrifað Hér búa Z. Einnig má sjá
stafinn V, sem einnig er tákn innrásarinnar. Skammstöfun Sovétríkjanna, SSSR, er líka sjáanleg.
Rússneskir hermenn höfðust við í húsinu.
ina, enda voru stanslausar sprengjuárásir á
borgina. Okkar blokk hrundi ekki og því kom-
umst við lífs af.“
Tetjana sýnir okkur íbúðina sína á annarri
hæð. Útveggirnir hafa hrunið og hluti af innbúi
er sjáanlegur. „Ég bý núna í sumarhúsinu
mínu skammt frá.“ Árásin var gerð 9. mars um
kl. 7 að kvöldi. Þeir sem höfðu leitað skjóls í
kjallara þess hluta blokkarinnar sem varð fyr-
ir beinni árás grófust undir. Átta manns úr
einni fjölskyldu, Stolpakov-fjölskyldunni, fjór-
ir ættliðir, létust í árásinni. „Við höfðum ekki
einu sinni ráðrúm til að grafa fólk undan rúst-
unum. Skotárás stórskotaliðs hélt áfram eftir
árás flughersins,“ segir Tetjana okkur. Hvaða
árásir óttast þú mest?, spyr ég. Árásir skrið-
dreka, stórskotaliðs eða flughers? „Flughers-
árásir eru þær skelfilegustu. Þú sérð flugvél-
ina og heyrir háværar drunur þegar hún
flýgur yfir, en þú veist ekki hvert hún snýr og
hvar hún gerir árás. Sprengjuvélarnar bera
500 kílóa sprengjur sem valda gífurlegri eyði-
leggingu.“
Hvergi annars staðar vil ég búa
Við gistum um nóttina ásamt tíu sjálf-
boðaliðum í stóru húsi í Ísjúm. Við borðum
kvöldmat, svínakjöt úr niðursuðudósum, við
kertaljós og sofum í bakpokum á köldu gólfinu.
Um morguninn förum við með skipuleggjanda
hjálparstarfsins, Dmytro Sentsjúk, til þorps-
ins Kamjanka, 2 kílómetra frá Ísjúm. Dmytro
er 26 ára og starfaði sem viðskiptafræðingur
fyrir stríð. Við ætlum að vitja fjölskylduhúss
hans í þorpinu, sem taldi fyrir stríð um 1000
íbúa og 600 hús. Dmytro hefur ekki dvalið í
þorpinu í sex mánuði, eða síðan hernámið
hófst. Fjölskylda hans flúði á síðustu stundu
þegar Rússar voru við útjaðar þorpsins.
Dmytro er svartsýnn á að húsið sé óskemmt,
en því næst öll hús í þorpinu hafa orðið fyrir
tjóni og eru flest fullkomlega óíbúðarhæf.
Harðir bardagar geisuðu um þorpið. Rússar
beittu stórskotaliði, flugher og þyrlum og náðu
þorpinu á sitt vald í byrjun apríl. Dmytro ólst
upp í Kamjanka, en flutti síðar til Karkív.
Hann reyndi að fara allar helgar heim til fjöl-
skyldunnar og segist hvergi annars staðar
vilja verja frítíma sínum.
Við sjáum yfirgefna skriðdreka og bryn-
vagna á leiðinni til Kamjanka, frekari vitnis-
burður um óskipulagðan flótta rússneska
hersins. Á eftirlitsstöð í útjaðri Ísjúm erum
við vöruð við því að sprengjuleitarsveitir hafi
ekki farið til þorpsins. Við þurfum að passa
okkur sérstaklega á sprengjugildrum (e.
booby-trap) og „fiðrildum“. Sprengjugildrur
eru oft lagðar við sakleysislega hluti eins og
leikföng, hurðar og skápa. Þú opnar t.d. skáp
eða hurð og vír dregur öryggispinna úr hand-
sprengju. „Fiðrildi“ eru litlar jarðsprengjur
sem dreift er úr lofti. Þær eru grænar eða
brúnar á litinn til að samlagast gróðri og rusli
á vegum. Ef þú stígur á eina slíka missir þú
fótinn upp að ökkla.
Við keyrum um holóttar malargötur þorps-
ins. Á víð og dreif eru græn viðarbox utan af
skothylkjum stórskotaliðs rússneska hersins.
Hvert einasta hús ber merki sprengjuárása.
Við komum að húsi ömmu Dmytros. Húsið er
hálfhrunið. Innanstokks eru húsmunir, skáp-
ar, bækur og fatnaður á víð og dreif. Dmytro
finnur leikfang, bangsa, úr bernsku sinni,
lyftir honum varlega upp og horfir á hann
angurværum augum. „Mamma mín gaf mér
þennan bangsa þegar ég var fimm ára. Ég hef
ekki séð hann í mörg ár, en nú finn ég hann
hér.“
Við höldum för okkar áfram og keyrum að
húsi Dmytros. Þakið og húsveggir eru ekki
sýnileg handan hliðs. Dmytro opnar hliðið og
við blasa rústir einar. Það eina sem er heillegt
er múrsteinshlaðinn arinn. Dmytro stendur
fyrir framan rústirnar og tárast. Hann gengur
út um hliðið til að eiga stund með sjálfum sér.
Þegar hann kemur aftur segir hann okkur að
fjölskyldan hafi rétt fyrir stríð lokið meirihátt-
ar viðgerðum á húsinu. „Ég ólst upp hérna og
tók virkan þátt í samfélagi þorpsins. Ég söng
hérna á hátíðardögum í menningarhúsinu. Ég
kom hingað eins oft og ég gat. Nú þarf að
bretta upp ermarnar og endurbyggja.“
Þetta er viðhorf sem við heyrum oft í Úkra-
ínu. Fólk er ekki reiðubúið að leggja árar í
bát. Það er bjartsýnt á sigur í þessu stríði,
jafnvel þótt fólk viti ekki á þessari stundu
hvaðan peningarnir koma til að endurreisa
fyrra líf. Við heyrum oft viðkvæðið: „Við lifð-
um góðu lífi.“ Þetta heyrir maður, jafnvel frá
fátæku fólki sem hefur glatað því litla sem
það átti.
Við stöndum við rústir heimilis Dmytros.
Vindurinn blæs að okkur. Nálykt leggur að vit-
um okkar, annað hvort frá dýrum eða mönn-
um, sem eru grafin undir rústunum. Sam-
kvæmt þorpsbúum bjuggu rússneskir
hermenn í húsi Dmytros. Mögulegt er að úkra-
ínski herinn hafi skotið á húsið í leiftursókn-
inni og að rússneskur hermaður eða hermenn
hafi fallið og liggi undir rústunum.
Það eru engir nasistar hér
Við höldum ferð okkar áfram um þorpið Kamj-
anka. Við rekumst á Vasíl, sem er að safna
heyi. Hann var allt hernámið í Kamjanka, seg-
ir hann okkur. Um 1000 manns bjuggu í þorp-
inu fyrir stríð, en aðeins 11 höfðust við þorpinu
allt hernámið. Aðrir flúðu þegar árás Rússa
hófst. „Ég ætlaði líka að yfirgefa þorpið ásamt
eiginkonu minni, rak kýrnar mínar og svín úr
fjósinu út á akur. Morguninn eftir voru dýrin
komin aftur heim og ég ákvað að fara ekki
neitt, ég gat einfaldlega ekki skilið dýrin eftir.“
Vasíl er fyrrverandi ökukennari á landbún-
aðartæki og vann sem slíkur í 25 ár. Hann er
kominn á eftirlaun, 64 ára að aldri. Hann og
eiginkona hans, Tetjana, stunda núna bú-
skap. Húsið þeirra hefur orðið fyrir spreng-
juskaða. Það stendur enn, en þakið er hrip-
lekt og allir gluggar eru brotnir. Tetjana er
jafngömul eiginmanni sínum og vann áður
sem kennari í landbúnaðarskóla. Hún brest-
ur í grát þegar hún sýnir okkur ástand húss-
ins innandyra. Það eru skálar úti um allt þar
sem þakið lekur á mörgum stöðum. Húsið er
óíbúðarhæft. Tetjana hefur sofið í húsi
frænku sinnar skammt frá. Vasíl sefur í kjall-
ara við húsið.
Hann segir að hernámið hafi tekið á hann,
hann hafi orðið gráhærður á meðan á því stóð.
„Þeir spurðu mig hvar nasistarnir væru í fel-
um. Ég sagði þeim að það hefðu ekki verið
neinir nasistar í þorpinu síðan 1943.“ En
hvernig kom rússneski herinn fram við
íbúana? „Verstir voru hermennirnir frá Lúg-
ansk-héraði (LDNR – hluti Lúgansk-héraðs
hefur verið á valdi aðskilnaðarsinna síðan
2014). Þeir stálu öllum verðmætum, þvotta-
vélum, örbylgjuofnum, ísskápum. Aðrir her-
menn tóku símann minn og skiluðu honum
ekki. Þeir tóku einnig vatnspumpuna við
brunninn okkar. Almennt var lítill heragi.“
Rússneskir hermenn stálu og drápu sér til
matar, yfir 120 nautgripi og svín, sem voru
skilin eftir í þorpinu. „Þetta var ekki vegna
matarskorts, þeir höfðu yfirleitt nóg að bíta og
brenna, en þá langaði að grilla teinasteikur.“
Þeir tóku svín Vasíls, en létu nautgripina hans
vera, sex að tölu. Þær töluverðu matarbirgðir
sem bárust frá Rússlandi seldu hermennirnir í
Ísjúm. Síðan komu þeir til Vasíls og báðu um
mat og heimabruggaðan vodka. „Ég skipti á
Konur að spjalli á torgi í Ísjúm við eyðilagt stórskotaliðskerfi Rússlands, TOS-1A Solntsepjok
(Sólarbjarmi). Kerfið er eitt hið nýjasta og fullkomnasta í vopnabúri Rússa, stolt rússneska
stórskotaliðsins. Eyðilögð og yfirgefin hergögn eru víðs vegar um borgina.
Herprestur heldur guðþjónustu við fjöldagrafirnar.
Hann er fyrir framan leiði Stolpakov-fjölskyldunnar.
Fjórir ættliðir hennar, átta manns, létust í loftárás
rússneska hersins á íbúðarblokk í Ísjúm í mars.
STRÍÐ Í EVRÓPU
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022