Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Side 13
heimabruggi fyrir díselolíu fyrir traktorinn minn. Þeir drukku sig oft fulla á kvöldin og skutu úr Kalasnikov-rifflunum upp í loftið. En þetta var misleitur hópur. Það komu til mín hermenn og spurðu mig hvar hestarnir væru. Ég brosti og sagði þeim að ég þyrfti ekki hesta þar sem ég notaði traktor til að plægja ak- urinn. Þeir sögðu mér að þetta væri greinilega ríkt þorp því það væri rennandi vatn, gas og salerni í flestum húsum. Tetjana segir okkur að til hennar hafi komið hermenn sem krupu á hné fyrir framan hana og báðust afsökunar á hernáminu og eyðilegg- ingunni. Þeir báðu um fyrirgefningu. Þeir sögðust hafa haldið að þeir væru að fara á her- æfingu. Það sagði þeim enginn að þeir væru að fara í stríð. „ Í annað skipti kom hermaður og bað um mat,“ segir Vasíl okkur. „Ég sagði honum að ég væri ekki aflögufær með neitt og þá sló hann mig í höfuðið með byssuskeftinu og ég hálfrotaðist.“ Sú mynd sem Vasíl dregur upp af hernáminu í Kamjanka endurspeglar um margt hinn rúss- neska heim á hernumdum svæðum Úkraínu. Annars vegar skepnuskap og fávisku, hins veg- ar þörf fyrir játningu og fyrirgefningu. En þetta er sá heimur sem Úkraínumenn hafa hafnað, enda önnur þjóð með önnur gildi. Það sem greinir þessar þjóðir að er fyrst og fremst afstaðan til frelsis. Rússar eru tilbúnir að af- sala sér frelsi fyrir betri lífskjör og stöðugleika, en Úkraínumenn hætta lífi sínu til að varðveita frelsi sitt, eins og þeir sýndu í byltingunum 2004-2005, 2013-2014 og nú í þessu stríði. Vasíl og Tetjana gefa okkur fimm lítra af ferskri kúamjólk þegar við kveðjum þau. Þau eru mjög stolt af því að þrátt fyrir hernámið hafi kýrnar borið 2 kálfum. Hundar hlupu á brott með útlimi fólks Við snúum aftur til Ísjúm til fundar við Rom- an. Þrír skriðdrekar keyra á móti okkur á víg- stöðvarnar fyrir austan borgina. Roman er 27 ára sjálfboðaliði sem var allt hernámið í Ísj- úm. Hann bauð sig fram til að safna saman lík- um þeirra sem féllu í sprengjuárásum þegar árásir Rússa stóðu sem hæst. Hann segist hafa, ásamt föður sínum og vini, safnað í lík- poka um 100 líkum, sem voru síðan flutt í fjöldagröf skammt frá borginni. Ég spyr hvort læknir hafi verið með í för til að staðfesta dauða. „Það þurfti ekki lækni til að staðfesta eitt né neitt. Ef það vantar höfuð á manneskju þá er hún látin. Líkin voru flest illa farin eftir sprengjuárásir. Útlimi vantaði, stundum fund- um við þá, stundum ekki. Stundum fundum við ekki neitt nema helming af búk. Við þurftum að vinna hratt því hungraðir götuhundar lögð- ust á líkin og hlupu á brott með útlimi. Í einu tilvikinu hafði andlit verið étið af líkinu því við sáum hunda að verki þegar við komum á vett- vang.“ Ég spyr hvaða áhrif þetta starf hafi haft á hann, hvort þetta hafi ekki verið það erfiðasta sem hann hafi tekið sér fyrir hendur. „Ég hef marga fjöruna sopið, en ég sæki styrk í trúna. Ég er baptisti og biðst fyrir kvölds og morgna. Ég leit á það sem skyldu mína að hjálpa til í þessum skelfilegu kringumstæðum. Það veitir mér huggun.“ Nafnlausar grafir Við nálgumst fjöldagröf í furuskógi skammt frá borginni. Dauf nálykt berst að vitum okk- ar. Við heyrum laufþyt og sólstafir lýsa upp fjöldagröfina. Nályktin er yfirþyrmandi þegar við komum að henni. „Þetta er þefur hins rúss- neska heims“, segir Svetlana, miðaldra kona við okkur. Hún er ein af aðstandendum þeirra látnu og er að gefa erfðaefnissýni í hvítu tjaldi. Almannavarnir Úkraínu eru að grafa upp lík um 450 manns, sem féllu í árásum rússneska hersins á Ísjúm. Flestir voru óbreyttir borg- arar, en einnig úkraínskir hermenn, sem voru flestir grafnir í fjöldagröf. Á einum stað hvíla fjórar kynslóðir einnar fjölskyldu, sem þurrk- aðar voru út í loftárás rússneska hersins á íbúðarblokk í mars. Markmiðið með uppgreftrinum er að bera kennsl á líkin og greina dánarorsök. Fólkið er í flestum tilvikum grafið undir einföldum tré- krossum sem eru nafnlausir, en númeraðir. Fulltrúar stríðsglæpasaksóknara Úkraínu taka myndir af líkunum og gera frumrannsókn á þeim. Allajafna eru líkin hvorki í kistum né líkpokum og í þeim fötum sem fólkið var í þeg- ar það lést. Samkvæmt úkraínskum stjórn- völdum bera 30 líkanna ummerki pyntinga og aftöku, einkum lík hermanna. Hendur bundn- ar fyrir aftan bak, reipi um hálsinn, brotnir út- limir og skotsár. Á nokkrum líkanna sé ljóst að kynfæri karlmanna hafa verið skorin af, merki um þann hrylling sem átti sér stað undir her- námi Rússa. Flest lík í fjöldagröfinni voru fórnarlömb sprengjuárása, en inn á milli hafa fundist lík eldri borgara sem virðast hafa dáið af náttúrulegum orsökum, margir líklega vegna skorts á lyfjum. Líkin eru illa farin eftir að hafa legið í jörðinni óvarin í vikur og mánuði. Mökkur af flugum er á sveimi og setjast á lík- in. Þegar maður kemur nálægt líkunum þekja flugurnar handarbökin og sveima fyrir vit- unum. Eftir frumrannsókn eru líkin sett í hvíta eða svarta líkpoka og borin í flutningabifreiðar sem flytja þau til Karkív til frekari rannsókna. Um 100 manns eru að störfum á svæðinu í hvítum hlífðargöllum og flestir eru með and- litsgrímur. Úkraínsk stjórnvöld segja að fleiri fjöldagrafir hafi fundist í kringum Ísjúm, en verið sé að aftengja sprengjur á þeim svæðum og því ekki aðgangur að þeim enn sem komið er. Ég spyr yfirmann lögreglunnar á svæðinu, Oleksandr, hvaða sjón hafi verið sú erfiðasta í uppgreftrinum. „Við opnuðum gröf í gær. Það voru einungis líkamshlutar þar. Fótur af kornabarni er það hryllilegasta sem ég hef séð til þessa.“ Við höldum frá Ísjúm við sólsetur. Nályktin er enn í vitum okkar. Í fjarska heyrist í kirkju- klukkum borgarinnar. Á móti okkur í ryk- mekki keyra skriðdrekar úkraínska hersins á leið á vígstöðvarnar. Hermennirnir eru víg- reifir eftir leiftursóknina í Karkív-héraði, sókn sem hvergi nærri er lokið. Úkraínski herinn er það eina sem gefur Úkraínumönnum von um að hryllingnum ljúki. Tetjana bendir á íbúð sína á 2. hæð. 47 manns féllu í loftárás á íbúðarblokkina, þ.m.t. fjórir ættliðir einnar fjölskyldu. Tetjana var í kjallara blokkarinnar þegar árásin var gerð, sem bjarg- aði lífi hennar. Blokkin hennar hrundi ekki, annars hefði hún grafist undir. ’ Sú mynd sem Vasíl dregur upp af hernáminu í Kamj- anka endurspeglar um margt hinn rússneska heim á her- numdum svæðum Úkraínu. Annars vegar skepnuskap og fávisku, hins vegar þörf fyrir játningu og fyrirgefningu. Vasíl og Tetjana í þorpinu Kamjanka. Sprengja sprakk skammt frá húsinu og olli tjóni á þaki og gluggum. Þakið er hriplekt og húsið er óíbúðarhæft. 9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.