Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Side 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022
H
ittumst við ekki bara á miðri
leið?“ spyr Helgi Björnsson
þegar við mælum okkur mót
gegnum símann. Það held ég
nú, segi ég á móti, enda eigum
við heiminn og allt sem í honum er. Allar hljóð-
rásir sumsé komnar í gang í höfðinu á mér.
Hver veit nema við klifrum jafnvel upp á regn-
bogann og syndum í tunglsljósinu. Svona fyrst
við erum á annað borð byrjaðir.
Létt er yfir Helga þegar fundum okkar ber
saman daginn eftir og hann bregður á leik fyrir
Kristin ljósmyndara enda veitir ekki af að dusta
rykið af gömlu sviðshreyfingunum; það eru
stórtónleikar á næsta leiti. Hann tengir eins og
skot við salinn, það er mig og Kristin, og gömlu
góðu vúdú-áhrifin eru greinilega enn til staðar.
Öllum þessum árum síðar.
Síðan skein sól, eða SSSól eins og hún kallaði
sig síðar, er á leið á svið í Háskólabíói á laug-
ardaginn eftir viku, ekki bara einu sinni heldur
tvisvar, kl. 19 og 22, og tilefnið er ekki hvers-
dagslegt, 35 ára afmæli þessarar sívinsælu
hljómsveitar sem Helgi hefur farið fyrir frá
upphafi.
Flestir sem komið hafa við sögu sveitarinnar
gegnum tíðina verða á svæðinu og Helgi lofar
fleiri en einni uppstillingu á sviðinu. Þá er ekki
útilokað að gestir líti við. Allir hittararnir verða
að sjálfsögðu í farteskinu en líka lög sem ekki
hafa heyrst lengi. Helgi tekur upp símann og
leikur fyrir mig brot úr laginu Ljóshærður.
„Þetta hefur ábyggilega ekki heyrst í þrjátíu
ár,“ segir hann dansandi í sæti sínu og lofar
fleiri óvæntum númerum.
Síðan skein sól kemur ekki saman á hverjum
degi en Helgi óttast ekki að ryð verði í mann-
skapnum. Öðru nær. „Við vorum einmitt á æf-
ingu áðan og það er merkilegt hvað þetta situr
djúpt í tilfinningaminninu. Þetta er eins og með
hjólið og skíðin. Þegar maður er einu sinni bú-
inn að læra á þetta þá kemur það fljótt aftur, al-
veg sama þó langur tími sé liðinn.“
Sá oft sömu andlitin á böllunum
Spurður hverjir komi til með að mæta á tón-
leikana svarar Helgi: „Kjarninn verður ábyggi-
lega aðdáendur okkar sem voru á böllunum í
gamla daga, ætli sá hópur sé ekki um fimmtugt
í dag. Það er svo merkilegt að maður sá oft
sömu andlitin á böllunum, hvort sem maður var
fyrir sunnan eða norðan. Ég man til dæmis eftir
hópum frá Grindavík annars vegar og Selfossi
hins vegar sem keyrðu reglulega þvert yfir
landið til að sjá okkur.“
– Áttu von á yngra fólki líka?
„Já, það er alveg viðbúið. Það verða kannski
ekki margir unglingar þarna en sjálfsagt fólk
niður í svona 25 ára gamalt og allt upp í sjötugt,
vona ég. Það er alltaf einhver endurnýjun í hópi
aðdáenda.“
Eins og við munum þá gerði Helgi fyrst garð-
inn frægan með hljómsveitinni Grafík á níunda
áratugnum. Er á leið skapaðist aftur á móti tog-
streita vegna annríkis hans í leikhúsum lands-
ins. Hann er jú menntaður leikari. „Það var
mikið að gera í leiklistinni og ég til dæmis að
leika sex kvöld í viku í Land míns föður í Iðnó.
Þetta fór illa saman við tónlistarferilinn og það
var eiginlega sjálfhætt í Grafík sumarið 1986.
Ég fann ekki flöt á því að sinna hvoru tveggja
svo sómi væri að,“ rifjar hann upp.
Músíkin togaði þó áfram í Helga og ekki liðu
margir mánuðir þangað til hann var búinn að
setja á laggirnar nýja sveit, Síðan skein sól.
Með honum í blábyrjun voru Jakob Smári
Magnússon, bassaleikari sem einnig hafði verið
í Grafík, Eyjólfur Jóhannsson gítarleikari og
Pétur Grétarsson trymbill. Ingólfur Sigurðsson
tók þó snemma við kjuðunum af honum. „Þetta
var mjög skemmtilega samsettur hópur en við
komum hver úr sinni áttinni. Jakob er mikill
Stranglersmaður, Eyjó heldur upp á Ritchie
Blackmore og þannig gítarhetjur og Pétur er
djassari og Stónsari eins og ég. Allt litaði þetta
tónlistina og við sóttum einnig innblástur til
vinsælla hljómsveita á þessum tíma, svo sem
U2, REM, Green on Red, The Replacements,
The Waterboys og hvað þetta nú allt hét. Það
var dálítið rokk í þessu.“
– Var stefnan strax sett á sveitaballamark-
aðinn?
„Nei, alls ekki. Fyrstu tónleikarnir fóru fram
í Hlaðvarpanum í Kvosinni í þykkri snjókomu í
mars 1987. Lítið sveitaball í því,“ svarar hann
hlæjandi. „Til að byrja með spiluðum við á öll-
um helstu tónleikastöðum Reykjavíkur. Síðan
fékk ég þá hugmynd að gera samning við ÍTR
um að spila í öllum félagsmiðstöðvum borgar-
innar fyrir ein fasta upphæð, sem mig minnir að
hafi verið 250 þúsund krónur. Fyrir þann pen-
ing keypti ég hljóðkerfi.“
Fyrsta platan, sem bar nafn sveitarinnar,
kom út 1988 og Ég stend á skýi ári síðar. Sama
ár fór Síðan skein sól í hringferð um landið í
svokallaðan kassatúr, þar sem þeir léku að
mestu órafmagnað.
„Okkur gekk vel að kynna okkur og eftir-
spurnin jókst jafnt og þétt; til dæmis í fram-
haldsskólunum sem fóru að biðja okkur um
böll. Þannig að við urðum bæði að tónleika- og
ballhljómsveit.“
Stökk út í gamla Volvóinn
Helgi var enn af fullum krafti í leikhúsunum en
náði fyrst um sinn að sameina þetta tvennt. Það
gat þó verið snúið. „Blessaður vertu, strax eftir
uppklapp í leikhúsinu stökk ég oftar en ekki út í
gamla Volvóinn minn og brunaði af stað til að
spila á Akranesi, í Keflavík eða á Selfossi. Það
var ekki eins og að bílstjóri biði eftir mér.“
Hann hlær.
„Þetta var gert í öllum mögulegum veðrum
og stundum stóð tæpt að ég næði í tæka tíð á
svið. En maður var ungur og taldi þetta ekki
eftir sér.“
Fyrsti sveitaballatúrinn var farinn sumarið
1990 en þá stóðu félagsheimili eins og Frey-
vangur, Miðgarður, Njálsbúð og Ýdalir í blóma.
Ég get svo svarið að ég fæ gæsahúð meðan
Helgi telur þetta upp. Gott ef það sækir ekki
hreinlega að mér sviti, ég er nefnilega af kyn-
slóðinni sem sótti þessi böll. Og ekki þurfti allt-
af að fara af mölinni til að sjá Síðan skein sól og
þessi bönd; ég man til dæmis eftir löður-
sveittum böllum í Sjallanum og skemmtistaðn-
um 1929 við Ráðhústorgið á Akureyri. Hver
man ekki eftir honum? Í gamla Nýja bíói.
„Þetta var frábær tími og alls staðar fullt út
úr dyrum,“ rifjar Helgi upp. „Það komu til
dæmis 700 manns á fyrsta ballið okkar í Njáls-
búð. Stemningin var mjög dínamísk.“
– Gaf þetta þá ekki vel í aðra hönd?
„Þú getur ímyndað þér. Það var fullt af pen-
ingum.“
Hann brosir.
Fyrst um sinn var túrað á sumrin en fljótlega
dugði það ekki til að svala ballþorsta íslenskra
ungmenna. „Þegar mest var spiluðum við þrisv-
ar til fjórum sinnum í viku og tókum bara frí
þrjár helgar í janúar og svo aftur helgina eftir
verslunarmannahelgi. Þetta var rosaleg
keyrsla.“
Það sem meira var, Síðan skein sól lék svo til
eingöngu eigið efni. Eitt og eitt tökulag slædd-
ist með.
Sólin var þekkt fyrir líflega framkomu og að
skilja allt eftir á sviðinu, eins og sagt er í bolt-
anum. „Já, við vorum þekktir fyrir grenjandi
stemningu og lögðum mikið upp úr því að ná
góðu sambandi við salinn. Það er vúdúmaster-
elementið,“ segir hann og glottir. „Það er engu
líkt að vera með 700 til þúsund manns fyrir
framan sig og stjórna mannskapnum að vild.
Það þarf að nálgast svona böll með meiri ákafa
en tónleikana, hafa pensildrættina stærri á
striganum, og við kunnum það.“
– Sjálfur hélst þú ekkert aftur af þér?
„Nei, það er alveg rétt,“ svarar hann hlæj-
andi. „Ég var alveg hamslaus á köflum, klifr-
andi upp um allt og þar fram eftir götunum.
Maður þurfti að vera í góðu formi.“
Inn á milli voru haldnir tónleikar á stöðum
eins og Tunglinu, Safarí, Tónabæ og Hótel
Borg. Nasa kom seinna. Þá var Gaukur á Stöng
alltaf vinsæll tónleikastaður.
Samhliða tónleikahaldinu og ballstússinu
voru gefnar úr plötur árlega fram til 1994,
þannig að lagabankinn óx jafnt og þétt. Þið
þekkið þetta vafalaust en við getum svo sem al-
veg nefnt nokkur: Blautar varir, Geta pabbar
ekki grátið, Ég verð að fá að skjóta þig, Halló
ég elska þig, Nóttin, hún er yndisleg og Ég
stend á skýi.
Bara heilbrigð samkeppni
Síðan skein sól sat fráleitt ein að sveitaballa-
markaðnum. Þar voru líka málsmetandi sveitir
á borð við Sálina hans Jóns míns, Nýdönsk og
Stjórnina. Spurður hvort rígur hafi verið á milli
þessara banda svarar Helgi:
„Nei, ekki rígur, bara heilbrigð samkeppni.
Bara eins og milli Fram og KR. Allir vildu vera
á toppnum. Þegar komið var heim úr túrunum á
sunnudögum hittust menn gjarnan á Gauknum
um kvöldið og báru saman bækur sínar. Þá var
talað um „gaukstölur“.“
Hann brosir.
„Það var meira rokk í okkur en hinum og það
fíluðu sumir vel, aðrir síður. Eins og gengur.
Ég held að fáir hafi bara hlustað á Sólina og alls
ekki á Sálina og öfugt. Flestir höfðu örugglega
gaman af öllum þessum böndum.“
– Var lífsstíllinn rokkaður?
„Til allrar hamingju var bjórinn kominn á
þessum tíma, þannig að menn þurftu ekki að
drekka sterkt,“ segir hann hlæjandi. „Auðvitað
var sullað og maður mætti stundum illa sofinn í
sunnudagssteikina en þetta var ekkert fram úr
hófi. Á daginn vorum við yfirleitt duglegir að
finna okkur eitthvað að gera, eins og að fara á
hestbak, sjóstöng eða þotuskíði, eftir því hvað
var í boði hverju sinni. Í Vestmannaeyjum var
sprangað. Það var líka fastur liður að henda sér
í jökulá þegar þær urðu á vegi okkar – auðvitað
allsnaktir. Síðan kom fyrir að við stóðum uppi á
rútunni á eftir og létum vindinn þurrka okkur –
auðvitað allsnaktir. Það kallaðist autosurf.“
Hann skellihlær.
„Það var frábær mórall í hljómsveitinni og
krúvinu öllu og við kynntumst landinu auðvitað
mjög vel og eignuðumst vini víða. Við töluðum
um fósturfjölskyldur í því sambandi sem buðu
okkur yfirleitt í mat þegar við vorum á svæðinu,
eins og Stjáni og Emma í Eyjum.“
Það segir sig sjálft að Helgi gat ekki sinnt
leiklistinni af fullum þunga með allri þessari
spilamennsku. Að því kom að hann þurfti að
velja á milli. „Ég man vel eftir því augnabliki,“
segir hann. „Þórhallur Sigurðsson leikstjóri
bauð mér þá að vera með í sýningunni Kæra Je-
lena í Þjóðleikhúsinu sem átti eftir að ganga
rosalega vel en ég varð að segja nei. Fann að nú
yrði ég að gefa tónlistinni meira vægi. Við vor-
um í meikhugleiðingum á þessum tíma og ég
gat ekki gert strákunum það að hætta í hljóm-
sveitinni við þær aðstæður. Það er líka erfiðara
að taka poppferilinn upp einhvern tíma síðar;
það er hins vegar hægt að detta inn í eitt og eitt
verkefni í leiklistinni, eins og ég hef gert, mest í
kvikmyndum og sjónvarpi.“
Árið 1992 spilaði Síðan skein sól talsvert í
klúbbum í Lundúnum og var þar við upptökur.
„Við vorum með umboðsmann og spiluðum
mikið til að byrja með. En á endanum gekk
þetta ekki, eins og í flestum tilvikum. Fyrir-
tækið hrundi hjá umboðsmanninum og við höfð-
um ekki úthald til að byrja upp á nýtt. En við
snerum heim reynslunni ríkari; höfðum í öllu
falli látið á þetta reyna.“
Hugsar til baka með hlýju
Árið 1996 lauk svo þeysireið Síðan skein sól um
Ísland og Helgi flutti til Ítalíu. „Eins yndislegur
tími og þetta var þá var þetta eiginlega bara
orðið gott og tímabært að setja punktinn aftan
við. Við hættum hins vegar aldrei og höfum allt-
af komið annað slagið saman til að spila. Meðan
ég bjó í Berlín, í fimm eða sex ár, þá kom ég
alltaf nokkrum sinnum heim til að spila.“
– Saknarðu þessa tímabils þegar þið túruðuð
um landið?
„Það er kannski ekki rétta orðið, að sakna, en
ég hugsa á hinn bóginn með mikilli hlýju til
þessa tíma. En eins og ég segi, þetta var orðið
ágætt.“
– Hvað með framhaldið, sjáum við Síðan
skein sól næst á fertugsafmælinu eftir fimm ár?
„Það eru svo sem ekki stórar framtíðarpæl-
ingar í gangi en við höfum samt alltaf gaman af
því að hittast og leyfa fólki að sjá okkur. Við
höfum lengi talað um að drífa okkur í hljóðver
og taka upp nýtt efni og ætlum loksins að láta
verða af því á næstunni. Ætli megi ekki gera
ráð fyrir eins og tveimur lögum frá SSSól á
næsta ári. Það er ágætt í bili enda enginn mark-
aður fyrir heilar plötur lengur. Allt snýst um
smáskífur eins og á sjötta áratugnum. Þetta fer
allt í hringi, eins og við þekkjum.“
Jæja, núna er allt að lokast
Eins og við öll þekkjum þá lék Helgi stórt hlut-
verk í lífi margra landsmanna meðan á heims-
faraldri kórónuveirunnar stóð, með tónleika-
haldi í Sjónvarpi Símans á sama tíma og
Á valdi vúdúsins
Helgi Björnsson dustar rykið af gamla góða vúdúmeistaranum á 35 ára afmælistónleikum Síðan
skein sól um næstu helgi. Þættirnir Það er komin Helgi hafa runnið sitt skeið á enda í Sjónvarpi
Símans en Helgi er djúpt snortinn yfir viðtökum fólks og langar að vinna meira í sjónvarpi.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is