Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Side 15
9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
samkomubönn voru við lýði í landinu. Fyrst
undir nafninu Heima með Helga en síðan Það
er komin Helgi.
Hugmyndina að þeim þáttum fékk hann á
leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur í byrjun
mars 2020. Hann hafði þá verið fyrir norðan að
spila á Græna hattinum og átti líka að troða upp
á árshátíð lögregluembættisins nyrðra en henni
var aflýst vegna stöðunnar á faraldrinum. „Þá
hugsaði ég með mér: Jæja, núna er allt að
lokast. Faraldurinn í Evrópu byrjaði á Ítalíu og
við höfðum séð myndir af fólki úti á svölum að
syngja hvert fyrir annað. Eins vissi ég af því
gegnum vini okkar Vilborgar á Ítalíu að tónlist-
armenn voru farnir að senda út tónleika á Face-
book. Það var fyrirmyndin, nema hvað mér
fannst upplagt að gera þetta í sjónvarpinu en
ekki á Facebook. Ég hafði strax samband við
Pálma Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans og
bókaði fund. Honum leist vel á hugmyndina og
nokkrum dögum eftir að öllu var lokað vorum
við komin í loftið.“
Lagt var upp með heimilislega stemningu og
til tals kom að halda tónleikana heima hjá
Helga og Vilborgu Halldórsdóttur, eiginkonu
hans. Það var hins vegar of flókið, bæði tækni-
lega og út af fjöldatakmörkunum, þannig að
skónum var stefnt í Hlégarð í Mosfellsbæ.
„Hins vegar var hálf búslóðin og mikið af per-
sónulegum munum okkar Vilborgar komið
þangað, þannig að okkur leið hálfpartinn eins
og við værum heima hjá okkur. Markmiðið var
að tengja fólk saman. Allir áttu að horfa saman,
hver í sinni stofu og ímynda sér að við værum
að spila úti í horni. Ég held að fólk hafi upplifað
þetta sterkar fyrir þær sakir að það vissi að
fólkið í næsta húsi var líka að horfa. Ég veit að
sumir klæddu sig upp fyrir tónleikana og fjöl-
skyldur grilluðu.“
Ekki veitti af að lyfta þjóðinni upp á þessum
fordæmalausu tímum og viðbrögðin voru strax
mjög sterk. „Þakklætið var mikið, ég skynjaði
það mjög fljótt. Það er enn þá að koma fólk upp
að mér á götu sem segist ekki þekkja mig en
megi til að þakka mér fyrir að hafa bjargað lífi
sínu í Covid. Maður fer bara hjá sér og verður
feiminn þegar maður heyrir svona lagað. Við
vissum ekkert út í hvað við vorum að fara enda
óvissan um framhald faraldursins algjört;
markmiðið var bara að létta fólki lífið, ef þess
væri nokkur kostur. Þessi viðbrögð hafa snert
mig djúpt.“
Samkomubönn komu og fóru næstu mánuði
en ljóst var um haustið að þjóðin vildi meira af
Helga, Vilborgu, Reiðmönnum vindanna og
gestum þeirra. „Áhorfið fór upp úr þakinu og
sjálfsagt að bregðast við kallinu,“ segir Helgi
en þegar upp var staðið, tveimur árum síðar,
voru þættirnir orðnir 45 og gestasöngvarar á
annað hundrað. Þar af komu sumir oftar en
einu sinni. Þess utan var svo til eingöngu flutt
íslenskt efni og Helgi áætlar að á sjötta hundr-
að lög hafi hljómað í þáttunum, sum hver oftar
en einu sinni.
Kalli selló lífrænt ræktaður
„Stemningin var strax með okkur og allir boðn-
ir og búnir að koma og leggja okkur lið, ungir
sem aldnir. Pródúksjónin vatt líka upp á sig og
þátturinn þróaðist jafnt og þétt. Það var til
dæmis mjög gaman af fá Halla melló [Hallgrím
Ólafsson leikara] inn í þetta með kómískt ele-
ment; við þróuðum karakter hans, Kalla selló,
saman. Segja má að hann hafi verið lífrænt
ræktaður og komið beint úr eldhúsinu. Það var
gaman að vinna sketsana með Halla, enda sam-
einaði það margt af því sem ég hef gert gegnum
tíðina,“ segir Helgi sem leikstýrði þáttunum,
framleiddi þá, valdi lögin og sitthvað fleira.
– Sástu fyrir þér að þátturinn myndi ganga
svona lengi?
„Nei, ertu frá þér? Ég var vongóður um að
hægt væri að gera þetta nokkrum sinnum en
hugsaði ekki lengra. Snjóboltinn hélt bara
áfram að rúlla.“
Það er komin Helgi verður ekki á dagskrá í
vetur. „Þetta er orðið ágætt, alla vega í bili.
Hvað sem síðar verður. Það hefur verið mikið
framboð af okkur og ágætt að taka sér smá
hvíld. Þetta var líka rosaleg vinna. Þátturinn
var varla búinn þegar maður var kominn á fullt
að huga að þeim næsta; fá gesti, velja lög, semja
sketsa og þar fram eftir götunum.“
– En hefurðu áhuga á að vinna meira við
sjónvarp, jafnvel að öðrum skemmtiþætti?
„Já, ég gæti vel hugsað mér það. Það er gam-
an að fást við þetta form. Ekkert er fast í hendi
en ég er með hugmyndir sem ekki er tímabært
að fara út í hér.“
Hann segir Heima með Helga og Það er
komin Helgi hafa sýnt og sannað að línuleg
dagskrá sé fráleitt að dauða komin. „Það er
engin spurning. Það fara ekki allir út að
djamma á laugardagskvöldum, sumum finnst
bara ljómandi huggulegt að koma sér vel fyrir í
sófanum og horfa á skemmtilegt efni í sjón-
varpinu og ekki skemmir fyrir ef það er ís-
lenskt. Auðvitað byrjuðum við í Covid og allt
það en það var mjög áhugavert að fylgjast með
því hvernig þetta þróaðist er á leið.“
Ný tónlist á næsta ári
Spurður hvað sé nú framundan svarar Helgi því
til að hann hlakki til að senda frá sér nýja tón-
list; til þess hafi ekki gefist tími í tvö og hálft ár
vegna skuldbindinga við þáttagerð. „Maður er
svolítið að endurstilla sig eftir þessa miklu törn
en núna er ég að byrja að fara yfir sólóefni sem
ég hef verið að semja og vinsa úr því ásamt
Hrafni Thoroddsen. Það ætti að bera ávöxt á
næsta ári. Það er alltaf nóg á skrifborðinu.“
Helgi og Reiðmenn vindanna voru með beint
streymi um verslunarmannahelgina sem lukk-
aðist vel og hann hefur áhuga á að halda því
áfram; næst um páskana og svo aftur um versl-
unarmannahelgina 2023. „Það er greinilega
markaður fyrir það enda ekki allir sem fara á
útihátíðir. Ég sé líka fyrir mér að vera með alla
vega eina stóra tónleika á ári. Svo verð ég gest-
ur á einhverjum jólatónleikum og mín bíður lít-
ið hlutverk í sjónvarpsseríu. Það leggst alltaf
eitthvað til.“
Ekki er komin nægileg fjarlægð á heimsfar-
aldurinn og áhrif hans til að gera það allt saman
upp, hvorki fyrir Helga Björnsson né okkur
hin. Hann gerir sér þó grein fyrir því að hann
var þátttakandi í einhverju alveg sérstöku.
„Mér þykir þegar mjög vænt um þetta tímabil
og þegar frá líður á sú væntumþykja ábyggi-
lega bara eftir að aukast. Þetta var rosalega
sérstakt og stórkostlegt að hafa upplifað þetta
og að geta fært fólki einhverja smá birtu í öllu
myrkrinu. Ég er þannig gerður að ég reyni allt-
af að gera mitt besta og nái maður að hrífa ein-
hvern um leið er það bara blessun. Tónlistin er í
eðli sínu sáluhjálp sem tengir okkur mannfólkið
saman í gleði og sorg. Þegar við byrjuðum með
þættina var algjör óvissa fram undan og það
hefur ábyggilega hjálpað fólki að heyra öll
gömlu góðu lögin og því fyrir vikið liðið aðeins
betur. Við höfum greinilega hitt á einhvern
streng og fyrir það er ég óendanlega þakklátur.
Það er gjöf að geta gefið!“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’
Við vissum ekkert út í hvað
við vorum að fara enda
óvissan um framhald faraldurs-
ins algjört; markmiðið var bara
að létta fólki lífið, ef þess væri
nokkur kostur. Þessi viðbrögð
hafa snert mig djúpt.
Helgi Björnsson rifjar upp
gamla takta fyrir Kristin ljós-
myndara. Hann hefur alla tíð
verið ólíkindatól á sviði.
Morgumblaðið/Golli
Helgi í banastuði með
SSSól á sveitaballi í
Njálsbúð sumarið 1994.
Morgunblaðið/Þorkell
Hljómsveitin Síðan
skein sól eins og hún
birtist okkur í árdaga.