Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022
Þ
að eru mörg stríðin og misjöfn.
Margir hafa upplifað, í mis-
stórum stíl þó, að leggjast óvænt
um lengri eða skemmri tíma í innri
baráttu, sem ekki er auðvelt að út-
kljá. Þvert á það sem ætla mætti,
þegar liðin eru færri, en að jafnaði dugar til átaka,
getur þessi eini uppreisnarmaður verið þverari en
„andskotinn“ og ekkert viljað við sig tala svo vit sé
í og blæs á sátt og frið, enda telur hann að ekki sé
við mann að eiga þar sem hann er sjálfur og hann
fer nærri um það.
Alls ekki er útilokað að slíku stríði ljúki með bitr-
um ósigri sem eimir eftir. Tækifæri hafi tapast og
stríðsgarpurinn eigi í bullandi vandræðum með að
horfast í augu við sjálfan sig í heimilisspeglinum.
Það var auðvitað hann sem klúðraði þessu, því ekki
er um neinn annan að ræða.
Á við víðar?
Í alvöru stríðum hljóta lögmálin að vera önnur. En
þó kemur fyrir að stríð með fullgildum foringjum
og tindátum af ýmsum gerðum og háskalegum her-
tólum virðist að mestu leyti vera í höfðinu á þeim
sem einn stillti til ófriðar, megi nota það orðalag.
Síðustu vikurnar hefur ævigreifinn Kim Jong-un,
sem öllu ræður í Norður-Kóreu, lotið svipuðu
stríðslögmáli og ónafngreindur, sem kom fyrir í
upphafi bréfsins í dálítið óljósri mynd. Kim hefur
síðustu vikurnar sent frá sér eldflaugar, sem sumar
hafa náð lengra en nokkrar flaugar hans áður og er
þá verið að tala um þúsundir kílómetra. Seinasta
flaugin fór yfir Japan, og íbúum þar, sem vita ekki
annað en að þeir lifi á friðartímum, var illa brugðið
þegar loftvarnaflautur öskruðu víða um landið, sem
áminning um að leita skjóls.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkj-
anna, gerði nokkrar tilraunir til að sýna Kim Jong-
un sína bestu hlið. Þeir kappar hittust við hin
frægu landamæri á milli Kóreulandanna í norðri og
suðri og síðan á ný í Víetnam, þar sem stjórnin í
Hanoi skaut yfir þá skjólshúsi.
Á sjöunda áratug síðustu aldar hefði það í besta
falli þótt óráðshjal hefði einhver giskað á að hálfri
öld síðar myndi forseti Bandaríkjanna óska eftir að
fá að halda friðarfund með leiðtoga Norður-Kóreu í
borg sem Bandaríkin höfðu haft orð um að rétt
væri að sprengja aftur á steinöld, eins og Lyndon
Johnson, þáverandi forseti, orðað það. Þegar
Trump, heimkominn frá Hanoi, var spurður um
mat sit á Kim Jong-un, svaraði forsetinn og endur-
tók það: „I love him!“ Einhverjir hefðu talið að Kim
hefði þar með fengið góða ástæðu til að senda sína
langdrægustu eldflaug eitthvað út í buskann, en
hann gerði það ekki, enda sterkasta hlið einræðis-
herra að vera talinn óútreiknanlegur.
Elon hrærir hressilega í
Elon Musk er frægur fyrir margt, en samheitið í
ljómanum um hann virðist helst vera það, að „hann
er ríkastur maður í heimi“. Á undan honum voru
þeir frægastir fyrir ríkidæmi Jeff Bezos, forstjóri
Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Musk
er sagður eiga 230 milljarða dollara, Bezos og Bill
Gates í kringum 130 milljarða (eftir hjónaskilnaði)
og Warren gamli Buffett því sem næst 100 millj-
arða og því óvíst að hann geti vel við unað. En
hann er á tíræðisaldri og er enn að safna, svo það
er ekki öll von úti. Allir þessir milljarðamæringar
hafa verið sagðir styðja flokk demókrata í Banda-
ríkjunum. Musk sagði að vísu nýverið að hann hefði
hingað til jafnan kosið demókrata en vel gæti farið
svo að hann styddi repúblikana að þessu sinni. Be-
zos á, til viðbótar aurunum sínum,Washington
Post, sem rétt eins og NYT hefur jafnan stutt
demókrata af öllu afli, en eru þess utan, að eigin
sögn, algjörlega hlutlausir fjölmiðlar, þó ekki eins
svakalega hlutlausir og „RÚV“ hér uppi á Íslandi.
En hver er ástæðan sem Elon Musk gaf fyrir því
að hann myndi sennilega halla sér að repúblikönum
í þessum kosningum? Þeir Donald Trump og Musk
eru ekki gagnkvæmir aðdáendur, nema síður sé,
svo þessi hugmynd Musks er bundin við þingkosn-
ingar í byrjun nóvember, en ekki er víst að hún
haldi verði Trump í framboði 2024, sem ekki er úti-
lokað.
Verulegur órói varð þegar Elon Musk sýndi
áhuga á að kaupa „samfélagsmiðilinn“ Twitter.
Ekki síst eftir að hann fullyrti að upplýsingar mið-
ilsins um fjölda þátttakenda þar væru blásnar upp.
Risarnir verða sífellt hættulegri
Í framhaldinu hófust umræður um pólitíska mis-
notkun vinstrisinnaðra harðlínumanna á þessu
fyrirbæri og færðist umræðan þaðan yfir á aðra
tölvurisa. Smám saman er orðið ljóst að Twitter,
Facebook, Google og allir þessir „risar“ hafa verið
stórlega misnotaðir í þágu Demókrataflokksins og
einnig í þágu þeirra hugmynda sem nýttar hafa
verið síðustu árin til að vekja ótta og skelfingu hjá
almenningi, eins og loftslagsógnarinnar, sem svo er
kölluð. Ekki var tryllingurinn minni í kringum
veirufárið, þar sem upplýsingastjórnun opinberra
aðila fór út yfir öll skynsamleg og leyfileg mörk.
Sláandi ábendingar
Í ritstjórnargrein í Wall Street Journal, sem hefur
síðustu árin skotið Washington Post og NYT ræki-
lega aftur fyrir sig í mælingum um traust og
ábyrgð, var bent á að Elon Musk hefði nú á nýjan
leik ákveðið að láta slag standa og kaupa Twitter
og vonirnar sem bundnar væru við umræður á net-
inu tengdust ekki síst óhefðbundnum hugmyndum
Musks sem er opinn fyrir hvers kyns óvæntum eld-
glæringum, og yrði því svarið við öllu því sem er að
drepa niður alla „félagslega“ umræðu.
Elon Musk verður ekki gert það auðvelt að ná
þessu fram.
Síðastliðinn þriðjudag brugðust á annan tug um-
hverfis-herdeilda hart við og þar með talin Green-
peace og „Union of Concerned Scientists“, þegar
þær fundu að því harðlega við tæknirisana að þeir
mögnuðu upp og viðhéldu ranghugmyndum um
loftslagsmálin! Innihald þessara erinda virtist við
fyrstu sýn hæverskt tal, en í gegn skein hitt sem lá
undir.
Ný ákvörðuð reglusetning ESB „The Digital
Services Act“ felur í sér gagnsæisreglur og „græna
fylkingin“ vill að „Silicon Valley“ skuldbindi sig til
að hafa „loftslagsrangfærslur“ sem sérmerktan og
viðurkenndan flokk í skrifum sínum. Þar með væri
hægt að halda áfram að finna rækilega að, stæðu
tæknirisarnir sig ekki nægjanlega vel í nauðsyn-
legri ritskoðun. Þessum bréfum var beint til Twitt-
er, Facebook, Google, YouTube, TikTok og Pinte-
rest.
Þetta getur almenningur þó kynnt sér. En
Ritskoðun sækir
fast fram
Reykjavíkurbréf07.10.22