Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022
MATUR
O
rðið trattoria á ítölsku þýðir veitinga-
staður sem er ekki formlegur, heldur
frekar persónulegur og notalegur. Á
slíkum stöðum er áhersla lögð á góðan og ein-
faldan mat, búinn til úr eðalhráefnum. Mat
eins og ítölsk mamma gæti búið til í eldhúsinu
heima. Grazie Trattoria, nýr veitingastaður á
Hverfisgötu, er einmitt í þessum anda, enda
eru kokkarnir þar einmitt tvær ítalskar
mömmur. Þær galdra fram pasta, pítsur og
kjötrétti og vita fátt skemmtilegra. Blaðamað-
ur lagði leið sína í miðbæinn og hitti fyrir eig-
andann og rekstrarstjórann sem bjóða upp á
kaffi einn rólegan morgun áður en staðurinn
fyllist af svöngum viðskiptavinum.
Hér var fullt öll kvöld
„Við opnuðum fyrsta apríl og það hefur gengið
mjög vel. Sumarið var mjög gott og haustið fer
vel af stað,“ segir Kristján Nói Sæmundsson
rekstrarstjórinn og eigandinn, Jón Arnar Guð-
brandsson, sem er enginn nýgræðingur í
bransanum, tekur undir það. Hann segir fleiri
Íslendinga sækja staðinn en ferðamenn.
„Staðurinn var mikið í fréttum í vor þegar
ég réð fólk yfir sextugt í þjónustustörf hér.
Það vakti svo gríðarlega mikla athygli í þjóð-
félaginu að útlendingurinn komst ekki að.
Hér var fullt öll kvöld og erlendir ferðamenn
sem hingað gengu inn af götunni fengu ekki
borð. En svo fóru þeir þá að bóka borð
kannski fyrir næsta dag,“ segir Jón Arnar og
segir erlenda ferðamenn gjarnan borða
snemma kvölds.
„Oft detta hér inn 30 til 50 útlendingar milli
fimm og sex. Hingað kemur mikið af Amerík-
önum sem eru þreyttir eftir daginn eftir ferðir
um landið. Ameríkanar eru þyrstir í ítalskt.
Þeir eru þá búnir að smakka lambakjötið,“
segir Kristján og brosir.
Þetta er þessi týpa!
Grazie Trattoria tekur rúmlega hundrað
manns í sæti, en þrátt fyrir að vera stór veit-
ingastaður, er sjarmi yfir honum.
„Hér er stór matseðill og eiginlega allt í
boði. Hér eru engin formlegheit, heldur létt
yfir. Stemningin hér á kvöldin er alveg geggj-
uð! Maturinn er gerður frá grunni, en við erum
svo heppnir að við fengum í eldhúsið tvær
ítalskar mömmur. Þær hafa eldað mat í tutt-
Morgunblaðið/Ásdís
Stemningin
alveg
geggjuð!
Jón Arnar og Kristján
Nói standa vaktina á
veitingastaðnum Grazie
Trattoria á Hverfisgötu.
Á Grazie Trattoria er áhersla lögð á al-
vöru ítalskan mat og notalegheit. Fljót-
lega verður þar opnaður pítsuskóli,
enda eru Íslendingar sjúkir í pítsur.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Hlaðborð í hádeginu
Nýjung á Grazie Trattoria er hádegishlaðborð
þar sem finna má pasta, pítsu, brúsettur og
annað góðgæti.
„Það verða breytingar frá degi til dags en
alltaf sami grunnurinn. Þær í eldhúsinu eru of-
boðslega duglegar og lifa fyrir þetta,“ segir
Jón Arnar og segir hádegin oft fámenn á
sumrin en gestagangur eykst á veturna.
„Á sumrin eru túristarnir úti á landi að
ferðast og Íslendingar líka í sumarfríum. En
við höfðum samt opið í hádeginu því við
ákváðum að hafa svo hlaðborð með haustinu.
Við sjáum þar tækifæri því við erum nálægt
Borgartúni,“ segir Jón Arnar og á við að í
þeirri götu starfi fjöldi manns sem geti brugðið
sér niður á Hverfisgötu í hádeginu.
„Þegar fólk hefur ekki mikinn tíma er gott
að koma hingað og það er allt tilbúið; súpa,
pasta og pítsur dagsins,“ segir Kristján.
„Við erum að fara að gera ótrúlega mikið af
spennandi hlutum. Við erum að fara að opna
búð hérna með vörunum okkar og alls kyns
olíum og fleira frá Ítalíu. Við erum að fara af
stað með pítsuskóla sem að ég veit að verður
fullbókaður strax. Svo erum við að skipuleggja
jólamatseðilinn okkar og svo er alls kyns
spennandi að gerast eftir áramót,“ segir Jón
Arnar.
Pítsuæði hjá Íslendingum
Jón Arnar segir pítsuskólann hafa verið
draumur hjá sér lengi.
„Þetta er sturluð hugmynd. Það er búið að
vera pítsuæði hjá Íslendingum síðustu tvö,
þrjú ár og komnir pítsuofnar á annað hvert
heimili. Það eru allir að baka pítsur. Hér verð-
um við með mann að nafni Fernando sem er
ótrúlega góður í pítsum. Skólinn verður hér á
milli fjögur og hálf sex á daginn og komast
þrjátíu manns á hvert námskeið. Það byrjar á
sýnikennslu en hér er kennt að gera Napólí-
pítsu. Hann kennir að gera deig og sósuna og
hvernig á að gera pítsuna flotta. Hver og einn
fær svo að búa til sína eigin pítsu,“ segir Jón
Arnar og segir fólk svo fá að setjast niður og
gæða sér á afrakstrinum. Hann nefnir að
pítsuskólinn muni byrja um miðjan október en
síðar hyggst hann einnig vera með pasta-
námskeið.
„Það eru allir að fara að mæta!“
Á einum vegg er
flennistór mynd sem
máluð er eftir frægu
verki frá 1838 eftir
ítalska málarann
Giuseppe Molteni.
Viðarhúsgögn virka
vel inn á þennan
notalega stað.
ugu, þrjátíu ár,“ segir Jón Arnar og segir þau
hafa fengið ótrúlega góða dóma á Tripadvisor.
Blaðamaður ákvað að kanna málið og það er
ekki ofsögum sagt; fólk er almennt yfir sig
hrifið.
„Íslendingarnar sem koma hingað eru líka
hrifnir og segja að það sé ekta ítalskt bragð af
matnum. Við lögðum upp með ákveðin matseð-
il en ítölsku konurnar í eldhúsinu hafa snúið
þessu öllu við og hafa sett sitt fingrafar á
þetta,“ segir Kristján og hlær.
Jón Arnar segist hafa auglýst eftir kokkum
og ítölsk kona mætti í viðtal og sagði að systir
sín væri líka nýflutt hingað.
„Hún spurði hvort þær tvær gætu ekki
fengið vinnu. Hún fór að skoða eldhúsið og var
strax farin að snúa hugmyndafræðinni við. Ég
hugsaði, ok, þetta er þessi týpa!“ segir Jón
Arnar og skellihlær.
„Hér eru Napólí-pítsur og pasta og geggjað
carbonara, gert með guanciale, sem er svína-
kinn hanteruð eins og beikon. Fitan af svína-
kinn er svo góð,“ segir Kristján og Jón Arnar
nefnir að einnig megi finna á matseðlinum osso
buco og kálfakjöt Milanese, en kálfakjötið er
sérinnflutt frá Bologna.
„Ítölsk matargerð er í grunninn svo einföld,
en ofboðslega góð. Það eru engar froður eða
óþarfa skraut,“ segir Kristján.