Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Side 21
9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21
eru þeir margir orðnir fullir grunsemda í garð
valdastéttarinnar í Brussel, sem margir telja
að gangi eigin erinda og í þágu Þjóðverja og
Frakka. Meloni tönnlast á því að Ítalir þurfi
aftur að vera hreyknir af því að vera Ítalir
(endurómur af kjörorðum Donalds Trumps),
en þó að það gangi vel í Ítali þá fer það þvert í
liðið í Brussel. Sem Meloni og kjósendum
hennar finnst auðvitað bara betra.
Það er varla hægt að gera of mikið úr djúp-
stæðri andúð Ítala á árangursríkum tilraunum
framkvæmdastjórnar ESB til þess að ráðskast
með þá og sniðganga lýðræðið. Mario Draghi
nýtur vissulega talsverðrar virðingar, en hann
er umboðslaus frá ítölskum kjósendum og
margir líta beinlínis á hann sem útsendara
Brussel, sem hann auðvitað hefur verið í fleiri
en einum skilningi. Hann er ekki heldur við al-
þýðuskap, en það er Meloni svo sannarlega og
jafnvel ýmsir andstæðingar hennar hafa orð á
því að öfugt við helstu keppinauta sé hún ekta.
Það er athyglisvert að sjá að hinn 86 ára
gamli gleðipinni Silvio Berlusconi er á leið í
ríkisstjórn á ný, en flokkur hans er í bandalagi
með Bræðrum Ítalíu. Meloni á frama sinn að
einhverju leyti honum að þakka, en hann skip-
aði hana æskulýðsráðherra þegar hún var 31
árs. Nú kemur það í hennar hlut að leiða Ber-
lusconi að ráðherraborðinu á ný. Þrátt fyrir að
Berlusconi hafi unnið
kosningasigur 2008
þröngvaði Evrópusam-
bandið honum úr for-
sætisráðherrastóli 2011
og beitti til þess ýmsum
bellibrögðum, en kom
Mario Monti, fyrrverandi
framkvæmda-
stjórnarmanni ESB, fyr-
ir í hans stað. Það dregur
varla úr gremjunni í
Brussel að sjá hann kom-
inn á kreik í stjórnarráðinu í Róm á ný.
Hverjir stjórna Ítalíu?
Það er út í bláinn að ætla Ítölum að þar í landi
sé einhver hreyfing fyrir eins flokks stjórn,
hvað þá einræði. Þar í landi ríkir raunar veru-
legt frjálslyndi og umburðarlyndi, en þrátt fyr-
ir að margir vilji hefja gömul og góð gildi til
vegs og virðingar á ný verður ekki séð að þeir
vilji þröngva þeim upp á aðra. Og þeir vita vel
að það þarf engan Mussolini til þess að lest-
irnar gangi á réttum tíma. En sennilega ræður
hitt miklu, að þeir vilja losna undan forræði
ókjörins og andlitslauss embættismannavalds í
öðru landi, vilja ekki lúta ofríki Frakka og
Þjóðverja.
Það á ekki aðeins við stjórnvöld í París og
Brussel, sem ráða því sem þau vilja í Evrópu-
sambandinu, heldur nær einnig til fjármálalífs-
ins. Margir Ítalir upplifa það sem svo, að er-
lendir bankar hafi fjármál og efnahagslíf
landsins í hendi sér, en það er helsta ástæða
þess hvað Meloni talar harkalega gegn kapítal-
ismanum.
Á hinn bóginn má vel segja að erlendir bank-
ar hafi lánað allt of mikið til Ítalíu og að líf
þeirra og mögulega fjármálakerfis Evrópu eigi
allt undir því að þar verði engar kollsteypur.
Sem er ein helsta ástæða þess að Evrópusam-
bandið hefur lagt svo mikið á sig til þess að
halda í stjórnartaumana í Róm með óbeinum
hætti, þvert á allar lýðræðishefðir og grundvöll
Evrópuhugsjónarinnar.
Ekki á leið úr evrusvæði eða ESB
Þrátt fyrir að hafa bæði hornin í síðu Brussel
hefur Meloni aldrei mælt fyrir úrgöngu Ítalíu
úr ESB og hún hefur ekki haft uppi sömu efa-
semdir um evruna og sumir aðrir ítalskir pó-
púlistar, sennilega af því hún sér tæplega
hvernig Ítalíu eigi að vera það fært næstu árin.
Hún hefur einnig nefnt að heimsfaraldurinn
hafi breytt stöðunni í Evrópu og hið sama má
segja um Úkraínustríðið, þar sem Meloni hefur
(sumum að óvörum) tekið eindregna afstöðu
með Úkraínu og hún er einarður stuðnings-
maður Atlantshafsbandalagsins (NATO).
Að því leyti er ósennilegt að Meloni troði ill-
sakir við ESB að óþörfu, en hún hefur nokkrar
veigamiklar umkvartanir, sem kunna að reyna
mjög á samskiptin við Brussel. Þar verða mál-
efni farandfólks vafalaust efst á blaði, en þau
voru fyrirferðarmesta kosningamálið á dög-
unum.
Meloni mun krefjast þess að ESB stuðli að
almennilegu eftirliti með strandlengju Ítalíu og
eftirláti ekki viðtökulöndunum einum að bera
kostnaðinn af þeim. Talið er að á Ítalíu búi hátt
í milljón innflytjenda, sem komið hafa ólöglega
til landsins, en Meloni minnir á að þegar
straumur sýrlenskra flóttamanna til Þýska-
lands hafi orðið óbærilegur fyrir ríkisstjórn
Angelu Merkel hafi ESB umsvifalaust mútað
Tyrkjum til þess að loka landamærunum sín
megin. Brussel hefur ekkert gert til þess að
hvetja Líbíumenn til samskonar aðgerða, en
þaðan kemur flest farandfólk til Ítalíu.
Evrópusambandið hefur þegar, í einhvers
konar varúðarskyni, hótað að fresta 200 millj-
arða evra endurreisnarpakka lána og niður-
greiðslna vegna heimsfaraldursins, ef hin nýja
ríkisstjórn Meloni hagar sér ekki. Hún lætur
það sem vind um eyru þjóta, en ESB vex ekki í
áliti við það meðal hins almenna Ítala, sem er
minnugur þess að ESB skorti aldrei fé til þess
að púkka upp á ríkisstjórn Draghis.
Umboð almennings
Valdastéttin í Brussel ætti hvorki að vanmeta
djúpstæða og réttláta gremju Ítala í sinn garð,
né staðfestu Meloni, sem er bæði klár og frökk,
mjög læs á almenning og
hefur enga minnimátt-
arkennd gagnvart hinum
ókjörnu embættismönnum
í Brussel.
Sennilega er þetta síð-
astnefnda lykilatriði því að
senn tekur við völdum
fyrsta heilsteypta ríkis-
stjórn á Ítalíu frá árinu
2011, sem hefur traust um-
boð kjósenda að baki sér.
Vel má vera að í Brussel
þyki mönnum fnykur af pópúlistaveislunni í
Róm, en á móti kemur að hún verður traustur
vestrænn bandamaður í utanríkis- og öryggis-
málum. Fyrir Brussel skiptir þó sennilega
meira máli að hún mun halda sig innan vé-
banda Evrópusambandsins og leika samkvæmt
leikreglum þess, þar á meðal í ríkisfjármálum,
sem mest er um vert.
Hvað sem mönnum kann að þykja um yfir-
lýsta stefnu Meloni í stöku málum, án þess að
gert skuli lítið úr mikilvægi þeirra, þá kann rík-
isstjórn hennar að koma á meiri stöðugleika og
stjórnfestu í ítölskum stjórnmálum, einmitt
vegna þess að hún er með umboð kjósenda.
Það kann jafnvel að leiða til þess að loks megi
jafna ágreining milli Evrópusambandsins og
ítalsks almennings.
Lýðræðið á lokasvar
Rétt er að hafa í huga að vinstriflokkarnir á
Ítalíu hafa látið mikið undan, en gervöll vinstri-
blokkin fékk minna fylgi en Bræður Ítalíu ein-
ir. Þeir flokkar, sem hallastir hafa verið undir
Evrópusambandið hafa einnig misst mikinn
trúverðugleika og fylgi. Að því leyti er ekki um
neina pólitíska forystu að ræða nema af hálfu
Meloni og hægriblokkarinnar og þeir sem von-
ast eftir falli ómyndaðrar stjórnar hennar eru
þannig að vonast eftir enn einni „ópólitískri“
embættismannastjórninni á snærum yfirþjóð-
legs en erlends valds, gersneyddri pólitísku
umboði þjóðarinnar.
Með öðrum orðum ólýðræðisleg.
Það er því hálfankannalegt að heyra sömu
raddir tala um Meloni sem fasista og að lýð-
ræðinu standi ógn af henni. Ef henni gengur
illa og kjósendur snúa við henni baki mun hún
bara fara frá völdum, sem enginn þvottekta
fasisti myndi gera. En ef andstæðingum henn-
ar skyldi nú af einhverjum ástæðum verða að
ósk sinni og stjórn ESB þóknanleg taka við,
yrði það aðeins til þess að staðfesta þann grun
að Ítalía sé ekki lengur lýðræðisríki, heldur
einhvers konar nýlenda Brussel. Þá fyrst yrði
ástæða til þess að hafa áhyggjur af Ítalíu, bæði
því hvernig komið væri, en þó ekki síður þeirri
réttmætu ólgu sem af myndi hljótast. Það er
einmitt við slíkar aðstæður sem „sterku menn-
irnir“ sigla fram á öldum og boðaföllum pópúl-
isma og ef valdhafar í Brussel, París og Berlín
hirða ekki um lýðræðið í Róm, af hverju skyldu
þeir gera það?
’
Valdastéttin í Brussel
ætti hvorki að vanmeta
gremju Ítala í sinn garð, né
staðfestu Meloni, sem er
klár og frökk, læs á almenn-
ing og hefur enga minni-
máttarkennd gagnvart hin-
um ókjörnu embættis-
mönnum í Brussel.
Það hefur lengi tíðkast að kalla fasisma og
nasisma hægri-öfgastefnur og undanfarin
ár hefur mjög færst í vöxt að nota sams
konar stimpil á alls kyns stefnur og illa
þokkaða menn, mjög óháð því hvaða hug-
myndir búa þar í raun að baki. Þannig
hika fáir við að benda á pópúlistaflokka í
Evrópu og nefna einu orði hægri-
öfgaflokka, þó þeir geti verið mjög ólíkrar
gerðar.
Þannig eru Framfaraflokkurinn í Nor-
egi og Þjóðfylking
Marine Le Pen í
Frakklandi sett undir
sama hatt, þó þeir
flokkar eigi nánast
ekkert sameiginlegt.
Framfaraflokkurinn
hneigist til frjáls-
hyggju, en Þjóðfylk-
ingin alls ekki, á sjálf-
sagt meira
sameiginlegt með
Sósíalistaflokknum ís-
lenska í efnahags-
málum.
Það er raunar al-
gengt meðal flokka
eða hreyfinga, sem
hafa þjóðernishyggju að meginstefnu, að
þeir eru hallir undir sterkara ríkisvald, að
allar ákvarðanir séu teknar á einum stað –
í þjóðarhag auðvitað – svo það er óhjá-
kvæmilegt að efnahagslífið sé allt á for-
ræði hins opinbera og einstaklingsfrelsið
þoki fyrir hagsmunum fjöldans, sem flokk-
urinn eða foringinn ákveður.
Hugtakið hægri-öfgar er svo ekki aðeins
notað í stjórnmálafræðilegum skilningi.
Það þekkja menn af fréttaflutningi af
ódæðismanninum Breivik í Noregi, nú eða
getgátum um hvað hinum grunuðu í
hryðjuverkamálinu íslenska gekk til.
Bendir þó ekkert til þess að þeir hafi verið
sérstakir áhugamenn um aðhald í rík-
isfjármálum, athafnafrelsi eða annað það,
sem hægrimönnum er jafnan hugleiknast.
Borgaralegum hægrimönnum svíður
skiljanlega að vera spyrtir við rasista eða
barnamorðingja, en sennilega finnst ýms-
um pólitískum andstæðingum þeirra það
ekki verra. Eins og Eiríkur Bergmann
stjórnmálafræðiprófessor benti á er það
ekki gagnlegur merkimiði í alvarlegri um-
ræðu um stjórnmál, lýðræðið og óvini þess.
Samt sem áður er þetta svo algengt, að
heita má viðtekin venja. Hugsanlega láta
menn ráðast að einhverju leyti af því að
þeir sem fá þann merkimiða eru jafnan á
öndverðum meiði við þá flokka, sem lengst
standa til vinstri, jafnvel þó svo þeir eigi
oft miklu meira sameiginlegt.
Orsakanna er sennilega að leita í flokka-
dráttum sósíalískra hreyfinga fyrir liðlega
100 árum. Það gleymist oft að sósíalískar
hreyfingar voru eldri en Karl Marx og
þegar marxískar hreyfingar fóru að ryðja
sér rúms í upphafi 20. aldar var heiftar-
lega tekist á um það hverjir skyldu leiða
hina sósíalísku hreyf-
ingu, hvort hún væri
alþjóðleg eða þjóðleg
og þar fram eftir göt-
um. Þetta reyndist
sérstaklega viðkvæm
deila á stríðstímum.
Marx-lenínistar vissu
vel hver óvinurinn
væri, auðvaldið sjálft,
en verri voru þó þeir
sem vildu ná fram
sósíalískum mark-
miðum með lýðræð-
islegum leiðum, þeir
voru ekki aðeins óvin-
ir heldur svikarar.
Á þeim dögum
skipti hins vegar miklu máli fyrir marx-
istana að benda á að kratarnir og endur-
skoðunarsinnarnir væru ekki jafnmiklir
sósíalistar; að þeir stæðu ekki aðeins til
hægri við marxista, heldur væru þeir bein-
línis til hægri og í raun þý auðvaldsins.
Þegar fram komu nýjar og pópúlískar
hreyfingar sósíalista var þeim óhikað skip-
að á þann bás og gott betur, þær væru
öfga-hægrið.
Þar á meðal voru fasistar á Ítalíu, sem
spruttu beinlínis upp úr sósíalískum jarð-
vegi, en Mussolini var duglegur áróðurs-
maður þeirra, þar til honum tók að renna
hið ítalska blóð til skyldunnar í fyrri
heimsstyrjöld. Stefnumálin voru velflest
fengin að láni þaðan og áherslan á ægivald
ríkisheildarinnar yfir einstaklingnum féll
þar vel að. Síðar komu fram þjóðernis-
sósíalistar í Þýskalandi, sem kölluðu sjálfa
sig svo. Lengi má deila um það hverjir séu
í raun sósíalistar, það er enn vinsælt sport
í vinstrihreyfingu víða um lönd. Fasistar
og nasistar hirtu þannig ekki um eigna-
upptöku atvinnutækja, en forræðið og ráð-
stöfun afurðanna var að sjálfsögðu á valdi
hins opinbera, svo niðurstaðan var hin
sama. – Svo já, hægri-öfgarnar eru svo
öfgafullar að þær eru í raun til vinstri.
Af hverju er fasismi
hægri-öfgar?
Fasistar voru alræðissinnar þar sem einstaklingurinn mátti
sín einskis gegn ríkinu og þeir hötuðu frelsi og kapítalisma.
Benito Mussolini var sósíalisti sem skipti
um búning og gerðist fasisti.
400
fulltrúadeildarþingmenn
■ Hófsamir 7
■ Forza Italia 45
■ Bandalagið 66
■ Bræður Ítalíu 119
■ Borgaraskylda 1
■Meiri Evrópa 2
■ Demókratar 69
■ Vinstri græn 12
■ Einmenningar 3
■ Azione (Evrópusinnar) 21
■ S-Týrólar 3
■ 5 stjörnuhreyfing 52
V I N ST R I B LOKK HÆGR I B LOKK
Flokkaskipan á Ítalska þinginu
Eftir kosningar í september 2022 Heimild: Eligendo
237
85
43,8% atkvæða
26,1% atkvæða