Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9.10. 2022 BÆKUR D rottinn blessi heimilið stend- ur á mynd sem hangir fyrir ofan eldhúsborðið heima hjá rithöfundinum Guðrúnu Guð- laugsdóttur í Kópavogi, á heimili hennar til fjörutíu ára. Hún hefur lagt á borð góðgæti; kex, vínber og konfekt og eftir að skenkt hefur ver- ið í bollana er okkur ekkert að van- búnaði. Við ræðum líf rithöfundarins en níunda bókin um blaðamanninn Ölmu, Mannsmyndin, er nú komin út, bæði sem bók og hljóðbók á Storytel. Enn á ný þarf Alma að komast til botns í ráðgátu sem varð- ar dularfullt mannslát. Svo verður dauðsfall „Meginstefið í þessari bók er ein- manaleiki sem fólk lendir í vegna ytri aðstæðna, uppeldis og fjölskyldusögu. Bækurnar um Ölmu eru um blaðamann sem missir vinn- una og reynir ýmislegt. Það er kannski ekki eðlilegt að ein mann- eskja verði vitni að svona mörgum morðum og drápum, en hún lendir í því aftur og aftur,“ segir Guðrún og segir Ölmu nú vera komna í hljóðver að búa til hlaðvarpsþætti. ÍMannsmyndinnierAlmakominfastaðsex- tugu,endaeldisthúneinsogaðrir,enGuðrúnhef- urgefiðúteinabókááriumÖlmusíðanárið2014. Er eitthvað af þér í Ölmu? hún og vill ekki gefa upp meira. „Þegar ég hætti störfum á Mogg- anum, rétt eftir hrun, hitti ég vin- konu mína sem var deildarstjóri á Alzheimerdeild. Hún sagði mér að það vantaði svo manneskjur til að tala við vistfólkið á Alzheim- erdeildinni. Ég sagði það vera lítið mál, ég gæti mætt tvisvar í viku. Mér fannst þetta svo merkilegt um- hverfi og þarna sá ég sláandi ein- manaleika hjá sumum, á meðan að aðrir voru umvafðir hlýju og ástúð frá sínum nánustu. En maðurinn í bókinni er alveg klár í kollinum,“ segir Guðrún og segist hafa notað reynslu sína frá þessum heimsókn- um til að skapa gamla manninn. Eftir situr tilfinningin Í nýju bókinni kemur Guðrún inn á dulrænar sýnir en hún hefur áður notað þær sem efnivið í bækur sínar. „Það sprettur úr blaðamennsk- unni, en ég hef tekið fjölda viðtala við fólk út um allt land og það kom mjög gjarnan fyrir að fólk sagði mér frá alls konar dulrænni reynslu. Fólki fannst það sjá eða heyra eitt- hvað. Ég held að myrkrið hér hafi al- ið á þessu hjá okkur Íslendingum,“ segir Guðrún og segir að hún hafi sjálf stundum skynjað eitthvað yf- irnáttúrulegt. „Mér finnst ég hafa einhverja innri rödd, en kannski er þetta allt ímyndun,“ segir hún og brosir. „Eitt get ég sagt þó, ég les hugs- anir. Þegar ég er í bílnum með manninum mínum veit ég stundum hvað hann er að hugsa og þetta kem- ur ískyggilega oft fyrir. Maður tekur við hugskeytum og ég geri það í rík- um mæli,“ segir Guðrún og segist spá í bolla, sér og öðrum til gamans. „Ofninn inni í stofu er reglulega í kaffitaumum,“ segir hún kímin. Nú eru skilin milli raunveruleika og ímyndunar hjá sögupersónunni svolítið á reiki. Finnst þér það spennandi efni að fást við? „Já, ég held að þessi skil séu mjög á reiki hjá fólki almennt; hvers vegna maður gerir hluti er stundum óskýrt og á sér oft rætur í nið- urbældum tilfinningum. Ef tilfinn- ingar bælast, geta þær komið fram síðar einhvers staðar allt annars staðar. Margt gleymist en eftir situr tilfinningin.“ Að varpa ljósi á samtímann Guðrún segir að um leið og hún segi sögur um Ölmu, sé hún að skrifa um samtímann. „Á hverju ári verða breytingar og ég hef augu og eyru opin. Alma teng- ist oft málum sem eru efst á baugi hverju sinni,“ segir hún og ræðir einnig aðra bók sem hún hefur skrif- að og kemur út á 125 ára afmæli Blaðamannafélagsins í haust. Þar ræðir Guðrún við fjölmiðlafólk og þær breytingar sem það hefur upp- lifað á sínum ferli, en Guðrún á að baki 25 ára feril í blaðamennsku á Morgunblaðinu að viðbættri langri reynslu úr ljósvakamiðlum. „Í þessu bindi eru tólf viðtöl. Í bland við persónulegar sögur er ég að kortleggja vinnubrögð á fjöl- miðlum. Því er þetta mikilvæg heim- ild um það hvernig fólk vann. Í þetta sinn beindist ljósið að fólki sem hefur unnið í sjónvarpi og útvarpi,“ segir Guðrún, sem í raun skrifar bæði skáldsögur og viðtalsbækur sem varpa ljósi á sögu þjóðar og breyt- ingar sem verða með tímanum. „Þetta er saga tækninnar; það kom mér mest á óvart hvað tæknin hefur breyst mikið og kannski án þess að maður taki beint eftir því.“ Leiðir fólk á villigötur „Ég er skorpumanneskja,“ segir Guðrún þegar hún er spurð út í vinnubrögð sín sem rithöfundar. „Ég er óreiðumanneskja en hef þó einhverja reiðu. Ég vakna stundum um miðjar nætur, stekk fram og skrifa kafla. Ef ég skrifa ekki strax, fer þessi hugljómun. Það er eins og hugurinn vinni á nóttunni og stund- um verður eitthvað kýrskýrt um miðja nótt. Maður býr til heim og áð- ur en maður veit af býr maður í þess- um hliðarveruleika,“ segir hún og segist aldrei setja sér reglur um hversu lengi hún skrifi daglega. Guðrún skrifar reglulega greinar og viðtöl fyrir Virk og Lifðu núna, þannig að enn fær hún útrás sem blaðamaður í bland við skáldskapinn. „Það er einn grundvallarmunur á því að vera rithöfundur og blaðamað- ur. Sem blaðamanni ber manni að upplýsa fólk og hafa allt satt og rétt. En rithöfundurinn leitast við að leiða lesandann á villigötur,“ segir hún og brosir. Guðrún viðurkennir að finna fyrir tómleika þegar hún lætur frá sér bók. „Þá þarf maður að fara úr þessum hliðarveruleika, en einhvern tímann verður maður að sleppa.“ Nú, þegar Guðrún hefur skilað af sér þessum tveimur bókum, nýtur hún lífsins með vinum og fjölskyldu, en Guðrún segist heimakær og alls ekki gefin fyrir ferðalög. Þú ert þá ekki ævintýragjörn? „Ævintýri lífsins liggja ekki endi- lega í ferðalögum heldur geta gerst úti á næsta götuhorni. Þú getur ekki keypt þér ævintýri.“ Ævintýrin gerast á næsta götuhorni Mannsmyndin er níunda bók Guðrúnar Guðlaugsdóttur um blaðamanninn Ölmu, sem nú fæst við hlað- varpsgerð. Guðrún seg- ir bækurnar samtíma- heimildir og að Alma eldist eins og aðrir. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Ég vakna stundum um miðjar nætur og stekk fram og skrifa kafla. Ef ég skrifa það ekki strax, fer þessi hugljómum,“ segir Guðrún Guðlaugsdóttir. ’ Eitt get ég sagt þó, ég les hugsanir. Þegar ég er í bílnum með mann- inum mínum veit ég stundum hvað hann er að hugsa og þetta kemur ískyggilega oft fyrir. „Það er alltaf eitthvað af höfundi í öllum persónum því ekkert verður til úr engu. Maður nýtir sér alls kon- ar reynslu en hún umbreytist,“ segir hún og segir frá sögunni. „Alma fær það verkefni að taka viðtal við gamlan mann á hjúkr- unarheimili sem á sérkennilega sögu að baki. Svo verður dauðsfall,“ segir Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.