Morgunblaðið - Sunnudagur - 09.10.2022, Page 29
með ólæknandi mótorhjóladellu. Árið
2000 upplýsti hún tímaritið Las Veg-
as Review-Journal um að henni liði
hvergi betur en á baki stálfáki. „Mað-
ur er berskjaldaður – en ofboðslega
lifandi,“ sagði hún.
Sama ár hlekktist henni á þegar
hún brunaði á 160 km hraða á hjóli
sínu á ríkjamærum Arizona og Ne-
vada með þeim afleiðingum að hún
margbrotnaði á handleggjum og fót-
leggjum og gat kom á lunga. Höfuðið
slapp betur en skömmu áður hafði
einn meðreiðarsveina hennar, leik-
arinn Jeremy Irons, látið hana hafa
betri hjálm en hún mætti með til reið-
arinnar. „Þú hlýtur að vera að grín-
ast?“ mun hann hafa sagt þegar hann
sá hjálminn. Hutton gréri sára sinna.
Hún var um árabil varaformaður
Mótorhjólaklúbbs Guggenheimsafns-
ins. Hver vissi ekki að hann væri til?
Madaman hans Geres
Madömuna hans Geres í myndinni
leikur önnur áhugaverð leikkona sem
ég man raunar ekki eftir að hafa
heyrt nefnda áður, Nina, barónessa
van Pallandt. Sú hamast við að kenna
Gere sænsku í myndinni og fær með-
al annars upp úr honum hina kostu-
legu setningu: „Nei, takk!“ Það er
skondið í ljósi þess að Nina þessi er
dönsk. Var gefið nafnið Nina Magde-
lena Møller á því herrans ári 1932
sem þýðir að hún stendur á níræðu.
Barónessan, sem sest er í helgan
stein, var jafnvíg á söng og leik með-
an hún starfaði. Hún lék til dæmis í
þremur Robert Altman-myndum á
áttunda áratugnum, The Long Good-
bye, A Wedding og Quintet. Á söng-
hliðinni er hún sennilega þekktust
fyrir flutning sinn á lagi Johns Bar-
rys og Hals Davids, Do You Know
How Christmas Trees Are Grown? í
James Bond-myndinni On Her Maj-
esty’s Secret Service 1969.
Barónessan var um tíma tengda-
dóttir ensku söngkonunnar Denise
Orme sem gerði garðinn frægan í
upphafi síðustu aldar á sviðum leik-
húsa á borð við Alhambra og Gaiety í
Lundúnum. Fáránlega gott nafn,
Denise Orme. Sú góða kona var vand-
lát til karla en eiginmenn hennar þrír
voru enskur barón, danskur auðkýf-
ingur og írskur hertogi.
Þaðan kemur þó ekki barónessutit-
ill Ninu en annar eiginmaður hennar
var Frederik, barón van Pallandt,
dansk/hollenskur söngvari og starf-
ræktu þau hjónin um tíma dúett á
sjöunda áratugnum. Þau skildu 1976
en Nina gaf ekki frá sér barónessutit-
ilinn sem dætur þeirra tvær bera
einnig í dag.
Síðar átti barónessan í ástarsam-
bandi við bandaríska rithöfundinn og
rannsóknarblaðamanninn Clifford
Irving. Hann er vitaskuld frægastur
fyrir að hafa skáldað upp ævisögu
auðkýfingsins sérlundaða Howards
Hughes á áttunda áratugnum. Hann
þurfti að sitja til skamms tíma inni
fyrir þau svik.
Loks ber að geta þess að banda-
ríski skapgerðarleikarinn Héctor Eli-
zondo kemur einnig við sögu í Am-
erican Gigolo; leikur
rannsóknarlögreglumanninn Sunday
sem skipt hefur um kyn í þáttunum
og er þar í höndum Rosie O’Donnell.
Sunday eltir Gere á röndum í mynd-
inni og vill koma honum bak við lás og
slá fyrir morð. Hann neglir þetta allt-
af, Héctor Elizondo.
Lauren Hutton er enn með
annan fótinn á rauða dregl-
inum, orðin 78 ára.
AFP/Angela Weiss
Nina, barónessa van Pallandt var jafn-
víg á söng og leik meðan hún starfaði.
Wikimedia
9.10. 2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is
K 7 Premium
Smart Control
Háþrýstidæla
PÆLINGAR Serj Tankian, söngvari
málmbandsins System of a Down,
vinnur um þessar mundir að eins
konar endurminningum sínum í bók-
arformi. Ekki mun vera um hefð-
bundna frásögn af lífi hans og störf-
um að ræða, enda fléttar hann alls
kyns pælingar, sem leitað hafa á
huga hans gegnum tíðina, inn í verk-
ið. „Þannig að þetta eru, ef vill, heim-
spekilegar endurminningar,“ segir
kappinn í samtali við tímaritið Revol-
ver. „Við útgefandinn sammæltumst
um að hafa þetta blending.“
Heimspekilegar endurminningar
Tankian glímir við áleitnar hugsanir.
AFP/Kevin Winter
BÓKSALA Í SEPTEMBER
Tekið saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1
Skólaslit
Ævar Þór / Ari H.G.Yates
2
Systirin í skugganum
Lucinda Riley
3
Það síðasta sem hann
sagði mér
Laura Dave
4
Elspa – saga konu
Guðrún Frímannsdóttir
5
Mamma kaka
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
6
Dagbók Kidda Klaufa 16
– meistarinn
Jeff Kinney
7
Sjöl og teppi
Auður Björt Skúladóttir
8
Krossgátur 10
Morgunblaðið
9
Leyndarmálið
Kathyrn Hughes
10
Hva – gargandi fyndin saga
David Walliams
11
Leitin að Lúru
MargrétTryggvad. /Anna C.Leplar
12
Risaeðlugengið 4
– fjársjóðsleit
Lars Mæhle / Lars Rudebjer
13
Bakað með Evu Laufey
Eva Laufey Kjaran Hermannsd.
14
Binna B Bjarna & Heyrðu,
Jónsi! – lestrarkeppnin
Sally Rippin
15
Gjöf hjúskaparmiðlarans
Lynda Cohen Loigman
16
Stórstreymi
Cilla & Rolf Börjlind
17
Heimurinn eins og hann er
Stefán Jón Hafstein
18
Handbók fyrir ofurhetjur 7
– endurheimt
EliasVahlund
19
Frjáls – æska í skugga
járntjaldsins
LeaYpi
20
Snjóflygsur á næturhimni
Sigrún Alba Sigurðardóttir
Allar bækur
Bækur eru mitt líf og yndi og hafa
verið frá því pabbi las með mér
Gagn og gaman upp úr 1980. Það
er alltaf stafli á náttborðinu og ég
er óendanlega þakklát fyrir Amts-
bókasafnið sem er uppáhalds-
staðurinn minn á Akureyri. Ég
kenni í framhalds-
skóla þannig að það
flæðir inn í yndis-
lesturinn minn. Ég
les mikið af ung-
mennabókum og
reyni þannig að
veiða upp nýtt les-
efni fyrir nemendur
mína. Ég les líka Animal Farm og
To Kill a Mockingbird með nem-
endum á hverju ári og leiðist aldr-
ei. Mér þykir erfitt að velja á milli
bóka en ég mæli hiklaust með
bókum hins hnyttna og beitta
David Sedaris sem er bandarískur
rithöfundur og húmoristi. Bæk-
urnar hans fá mig
alltaf til að skella
upp úr og stundum
klökkna. Því miður
hefur hann ekkert
verið þýddur á ís-
lensku, vonandi
grípur einhver bolt-
ann. Gott væri að
byrja á Calypso eða Me Talk
Pretty One Day. Dásamlegar
bækur. Ég sleppi aldrei góðum
ævisögum og í sumar las ég Re-
memberings, þar sem Sinéad
O‘Connor fer yfir skrautlegt lífs-
hlaup sitt. Þessi írska, tætta sál og
stórkostlega listakona er óáreið-
anlegur en afar hressandi sögu-
maður. Mæli með! Ég var að ljúka
við Drag plóg þinn yfir bein hinna
dauðu eftir nóbelsverðlaunahaf-
ann Olgu Tokarczuk í þýðingu
Árna Óskarssonar. Frábær skáld-
saga og falleg teng-
ing við enska skáld-
ið William Blake.
Ein eftirminnileg-
asta bókin sem ég
las í farsóttinni var
An American Mar-
riage eftir banda-
rísku skáldkonuna Tayari Jones. Ég
hlustaði nýlega á viðtal við hana
þar sem hún benti á að skáldsaga
verði til þegar tvær manneskjur
verða ósammála en báðar hafa
rétt fyrir sér. Bókin tekur á erfið-
um málum þegar ungur maður er
dæmdur og afplánar dóm fyrir
glæp sem hann
framdi ekki. Næst á
dagskrá er Aldrei
nema vinnukona
eftir Sveinbjörgu
Sveinbjörnsdóttur
og ævisaga Sylviu
Plath, Red Comet,
skráð af Heather
Clark. Tilhlökkunarefni.
Að lokum vil ég þakka öllum ís-
lenskum höfundum barna- og
ungmennabóka
fyrir þeirra mik-
ilvæga framlag.
Páll Vilhjálmsson
eftir Guðrúnu
Helgadóttur á
sinn stað í bóka-
hillunni. Palli hef-
ur oft bjargað deginum og mér
þykir óendanlega vænt um hann:
H Z vantar á bát. Tímalaus snilld.
HILDUR HAUKSDÓTTIR LES
Amtsbókasafnið er
uppáhaldsstaðurinn
Hildur Hauks-
dóttir er kenn-
ari í ensku og
faggreinastjóri
í MA.