Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
Í FÓKUS
SPURNING
DAGSINS
Hvað er
það besta
við jólin?
Þorvaldur F. Jónsson
Samvera með fjölskyldunni.
Selma Þorgeirsdóttir
Pakkarnir!
Ísak Jónsson
Að hitta alla fjölskyldumeðlimina.
Þórunn Klara Símonardóttir
Að vera saman með fjölskyldunni.
Ertu mikið jólabarn?
Ég er rosalega mikið jólabarn og það hefur aðeins auk-
ist með árunum. Ég giftist miklu jólabarni þannig að
það var ekki um annað að ræða. Mér finnst jólin mjög
skemmtileg hátíð. Í ár verða jólin tekin alla leið enda
lágum við með covid öll síðustu jól.
Hvað er á döfinni hjá ykkur Gunna á næstunni?
Við ætluðum alltaf að vera með stóra afmælistónleika
því við áttum 25 ára samstarfsafmæli en covid át þá.
Eftir að við vorum búnir að fresta fjórum sinnum
gáfumst við upp. En við lofuðum fólki að við myndum
gera eitthvað annað og ákváðum því að setja upp jóla-
sýningu Gunna og Felix. Við lögðum upp með að búa
til klukkutíma langa sýningu ætlaða öllum frá tveggja
ára og upp úr. Það verður mikil tónlist, galdrahurð og
ýmsar uppákomur.
V
bak við hana. Jafnvel fékk maður vatnsgusu í andlitið.
Og nú ætlum við að endurvekja galdrahurðina og í
þetta sinn galdrast út úr henni meðal annars píanó-
leikarinn Karl Olgeirsson sem spilar fyrir okkur lifandi
tónlist.
Hvað mun gerast á sýningunni?
Sýningin fjallar um síðasta klukkutímann í aðdraganda
jólanna og við munum tala um jólahefðir, jólamat og
góð gildi í samfélaginu. Það verður líka mikil spenna því
það er jólapakki á leiðinni með póstinum og krakkarnir
í salnum munu hjálpa okkur að missa ekki af þegar
póstmaðurinn bankar, en hann mun aðeins banka einu
sinni vegna mikilla anna. Gunni segist nefnilega vera
búinn að finna handa mér bestu jólagjöf allra tíma eftir
frekar slakar gjafir síðustu ára.
Verðið þið á jólanáttfötum?
ef einhver
vera kósí
að fara á
og skella sér
FELIX BERGSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Kósí jólastund
jög
að
alið
ni
ði.
H
S
Þ
vað er galdrahurð?
ið vorum með galdrahurð í
tundinni okkar árið 1994.
að leyndist alls konar á
Það kemur í ljós! En við gleðjumst m
mætir á náttfötum því þetta á
ólastund. Svo er auðvitað tilv
ýningu hjá okkur á aðventun
svo í Jólaþorpið og Hellisger
Gunni og
Felix bjóða
öllum börnum
og fylgdarfólki
á dásamlega
jólastund í Gafl-
araleikhúsinu. Þar
verður söngur,
gleði, kósíheit,
jólasiðir, grín og
spenna. Sýnt er
alla sunnudaga á
aðventunni, frá
27. nóvember
til 29. desember.
Miðar fást á tix.is.
Sími 552 2018
info@tasport.is
Nánari
upplýsingar á
eða552 2018
tasport.is
Golf og skóli verð frá kr. 247.800Golf og skóli verð frá kr. 277.800
HeilsuferðGolfskóli
Heilsu & sjálfsræktarferð
Kvenheilsa, sjálfsrækt og gleðimeðMelkorku
Á. Kvaran ogHöllu B. Lárusdóttur!
4. – 11. júní 2023
Verð frá 248.800 ámann í tvíbýli.
Empordá Golf
Frábært golfsvæði við strendur
Costa Brava sembýður upp á tvo
18 holu golfvelli, links og skógarvöll.
Cluc de Golf Barcelona
Einn rótgrónasti og þekktasti
golfvöllur Katalóníu héraðsins
á Spáni.
Hádegismóum 2
110 Reykjavík
Sími 569 1100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Prentun
Landsprent hf.
Forsíðumyndina tók
Baldur Arnarson
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Eitt af því sem ég skemmti mér við þessa dagana er að smella á „Minn-
ingar“ á Facebook og lesa þar gamla statusa. Þar má lesa algjörlega
snilldarvel samdar setningar þar sem upplýsingagildið er gasalegt og
hnyttnin ekki síður.
Nei, nefnilega alls ekki. Því er einmitt þveröfugt farið! Statusar eins og : …
er andvaka! voru algengir. Eða: Var einhver að banka? (Ég hef greinilega ekki
nennt til dyra.) Svo voru statusar til að láta vorkenna sér, eins og: úff, var að
muna rótarfylling í dag!
Til að sýna listhneigð mína lét ég alla vita að ég: bjó til kúrekahatt í
morgun. Og annar var hannaður til að sýna vinunum að ég læsi heimspeki,
sem ég geri alls ekki nema þarna
var ég í kúrs í háskólanum og skrif-
aði: er komin upp á kant við Kant.
Snilldin ein.
Allt hefur þetta verið sérlega gef-
andi fyrir fésbókarvini manns, eða
hitt þó heldur, en bót í máli að þeir
voru líklega bara 35. Ég var sem
betur fer ekki ein um að „skemmta“
vinum mínum með drepleiðinlegum
færslum í gamla daga. Ég á vinkonu
sem hefur einmitt gaman af því
að rifja upp þetta geysispennandi
líf sem við vildum endilega deila
með öllum. Hún skrifaði til dæmis
á föstudegi einum árið 2008: ætla
í Kolaportið um helgina. Svo bætti
hún um betur á mánudeginum og
lét alla vita að hún: fór í Kolaportið um helgina. Eitt sinn sló hún um sig á
ensku svo erlendir vinir gætu vitað að hún væri: At home working.
Mögulega ættum við að efna til samkeppni um leiðinlegustu fésbókar-
færslur allra tíma og veita verðlaun í nokkrum flokkum. Flokkurinn Daglegt
líf til dæmis væri fínn fyrir: fór í strætó í morgun-færslur. Íþróttaflokkurinn
gæti innhaldið snilldarsetningar á borð við: hljóp alla leið út í sjoppu. Einn
flokkurinn gæti heitið Ferðir erlendis og þar væru sjálfsagt statusar á borð
við: erum í París. Ljúfa lífið! Matarflokkurinn gæti orðið nokkuð stór með
statusum á borð við: bjó til geggjaðan pastarétt! Nammi namm.
Svo má nú nefnda notkun á Messenger í árdaga fésbókarinnar. Ekki voru
allir að kveikja á því strax. Ég sendi til að mynda mömmu skilaboð þar þann
11. október 2012 seint um kvöld og spurði hana hvort hún væri vakandi. Hún
svaraði annan júní árið eftir með einu orði: já.
Fésbókarfærslur
fortíðarinnar
Hún skrifaði til
dæmis á föstudegi
einum árið 2008: ætla í
Kolaportið um helgina.
Svo bætti hún um betur á
mánudeginum og lét alla
vita að hún: fór í Kola-
portið um helgina
Pistill
Ásdís Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is