Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 10
10 VIÐTAL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022 Erna Mist í vinnurými sínu í skólanum.Verk- in eru eftir hana. Málverkið eins og röntgenmynd Listmálarinn Erna Mist gerir það gott í London. Hún byrjaði ung að selja málverk á netinu og hafa safnarar víða um heim veitt henni athygli. Þegar blaðamaður heimsótti Ernu í byrjun mánaðarins var hún að undirbúa sýningu í Miami. Texti og myndir: Baldur Arnarson baldura@mbl.is R igningin ljær rauða skólahúsinu við University College í London ævintýralegan blæ. Virðuleiki og drungi í bland við eitthvað sem minnir á Harry Potter. Við erum stödd í Bloomsbury-hverfinu, ekki langt frá Oxford Street, og listmálarinn Erna Mist er hvergi sjáanleg. Eftir svolitla stund birtist ung kona með slæðu fyrir framan gömlu aðalbygginguna með grísku súlunum. Eftir smá hik okkar beggja veifar hún til baka. Erna er meðal fárra Íslendinga sem hafa fengið inngöngu í hinn virta Slade School of Fine Art við University College í London. Fáir nemendur komast árlega í málaradeild skól- ans og er samkeppnin um skólavist mikil. „Ég táraðist þegar mér var tilkynnt að ég hefði fengið inngöngu. Ég skal viðurkenna það,“ segir Erna þegar við göngum inn í hliðarbyggingu sem hýsir málaradeildina. Byggingin er frá 19. öld og er allur aðbúnað- ur látlaus og eins og frá fyrri tíð. Vinnustofur nemenda snúa eftir hefðinni til norðurs og það rifjast upp að þessa ganga gengu gekk eitt sinn Lucian Freud og Paula Rego, svo einhverjir séu nefndir. Velja sér ekki litina Rýmið hennar Ernu er auðfundið en bláu litirnir minna á sýningu hennar í Portfolio galleríi í haust. – En hvaðan koma þessir bláu litir? „Ég held að listmálarar velji ekki sína litapallettu. Hún kemur náttúrulega, eins og tónlistarsmekkur og fatastíll. Hún er persónubundin þótt aðstæður og hugarástand framkalli ákveðinn blæbrigðamun.“ – Það er þá ekki meðvitað að nú málir þú bláar myndir en kannski bleikar á næsta ári? Þetta er ekki stíll eða sería? Bundið persónuleikanum „Nei. Ég held að þetta sé bundið persónuleika manns og ég held að hann breyt- ist lítið milli ára. Auðvitað er maður íblandinn umhverfinu og smitast af fólkinu í kringum sig hverju sinni, en í grunninn hefur maður ákveðna skapgerð og sett af gildum sem kjarna þann sem maður er. En sjáum til, ég er bara 24 ára og hver veit nema framtíðarút- gáfurnar af mér ákveði að hafna þeirri útgáfu sem ég er í dag,“ segir Erna. Leið okkar liggur næst á The National Gallery en á leiðinni setjumst við niður á veitingahúsinu Farzi og ræðum feril Ernu en margir lesendur Morgunblaðsins kannast eflaust við pistla hennar í blaðinu. Fór í sviðshöfundanám Erna reynist heita fullu nafni Erna Mist Yamagata en hún á ættir að rekja til Japans. „Ég er fædd og uppalin á Íslandi og hef verið að mála síðan ég var mjög ung. Eft- ir menntaskóla fór ég hins vegar í sviðshöfundanám í Listaháskóla Íslands og var þar í tvö ár áður en ég áttaði mig á því að mig langaði heldur að mála. Og flyt þá til London til að læra listmálun við Slade og þess vegna er ég hér í dag. Og starfa sem listmálari með- fram náminu.“ – Af hverju valdirðu Slade? „Sögulega séð er Slade mjög virðulegur skóli. Mörg stór nöfn úr listasögunni hafa komið úr þessum skóla. Bæði nemendur og kennarar. Og þetta er mjög rótgróinn skóli með góða tengingu við söfn og gallerí og list- markaðinn hér í London og víðar. Mér finnst aðlaðandi tilhugsun að vera í slíkri nálægð við möguleikana sem listheimurinn hefur upp á að bjóða. Því fylgja margir kostir að vera í Listaháskólanum heima á Íslandi en að sama skapi er hann svolítið aftengdur umheimin- um, við erum náttúrlega á eyju. En hér í London er ég í árgangi með fólki sem kemur hvaðanæva úr heiminum og allir eru með ólíkan bakgrunn. Það gefur manni ákveðið samhengi.“ Byrjaði ung að selja myndir – En sýningarsagan þín. Hver er hún? „Ég hef verið að selja verk mín frá því að ég var krakki, kannski 10 til 12 ára. En það var ekki að fyrra bragði. Það var kannski heldur þannig að kennarar mínir í grunnskóla spurðu hvort þeir mættu kaupa myndina sem ég var að teikna eða sögðu: „Ég skal leyfa þér að teikna í tímanum gegn því að ég megi eiga myndina eða hengja hana upp á vegg.“ Það var upphafið, þegar ég áttaði mig á að aðrir sáu eitthvert virði í því sem ég var að gera. Það var auðvitað mikil hvatning. Fyrst þótti mér undarlegt að aðrir hefðu áhuga á myndun- um sem ég væri að draga upp því ég hélt að þær væru persónulegar og fjölluðu bara um mínar tilfinningar og reynslu, en þegar öllu er á botninn hvolft eigum við fleira sameigin- legt en ekki, og við deilum öll þessum sömu tilfinningum og göngum í gegnum keimlíka kafla á lífsleiðinni. En það er einmitt það sem listin gerir – hún sameinar okkur í sammann- leikanum. Ég er þakklát fyrir að hafa upp- götvað það svona snemma.“ Sýningin seldist upp „En þú spurðir um sýningarsöguna. Ég sýndi nokkrum sinnum á Íslandi þegar ég var unglingur. Meðal annars í gallerí Tugt sem var ungmennarými hjá Hinu húsinu þegar það var í Pósthússtræti. Fyrsta alvörusýn- ingin mín var í gallerí Portfolio í haust en áður hélt ég reyndar sýningu heima hjá mér í faraldrinum sem ég póstaði á netinu. Ég sagð- ist vera með verk heima hjá mér og að öllum væri velkomið að koma. Sú sýning seldist upp,“ segir Erna og brosir. „Þá komst ég að því að það væri markaður á Íslandi fyrir slíka list en þar áður hafði ég miklu meira verið að selja í gegnum netið. Meðal annars til New York, London og Hong Kong.“ – Hvernig komstu þér á framfæri? „Í gegnum samfélagsmiðla og netið.“ Alin upp á netinu – Sjálf eða fékkstu aðstoð? „Mín kynslóð fæðist á netinu og elst upp á samfélagsmiðlum svo það er náttúrulegt að fara þessa leið. Netheimar eru náttúru- legri en skóglendi, svo dæmi sé tekið, ef þú tilheyrir minni kynslóð. Þegar ég fer til dæmis í göngutúr í garðinum skammt frá þar sem ég bý er allt svo grænt og fallegt en þrátt fyrir það finn ég ekki þessa hreinu náttúrutengingu sem maður á að finna í slíkum aðstæðum, því ég er hreinlega óvön þessu umhverfi. Aftur á móti er maður vanur netinu, sem verður þá manns önnur náttúra. Nú erum við öll sítengd og skilyrt og getum varla tekið netlausan dag án þess að fá fráhvarfseinkenni, en netið er ekki alslæmt þótt það sé almáttugt. Fyrir mig var það vettvangurinn sem ég þurfti svo aðrir gætu fundið mig.“ Í gegnum annan safnara – En kaupandinn í Hong Kong. Hvernig fann hann þig? Það sem heillar mig mikið við málverkið sem miðil er að það er einhvers konar röntgen- mynd af upplifunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.