Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Síða 14
14
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
Síðan 2019 hefur Volodymyr Zelen-
sky leitast við að vera forseti friðar.
Hann hét því að binda enda á stríðið
á Donbas-svæðinu og að lagfæra hin erfiðu
samskipti við Rússland. Í því augnamiði er
hann tilbúinn, eins og hann sagði sjálfur,
að semja við djöfulinn sjálfan. Djöfullinn í
Kreml vildi hins vegar bara semja um eitt
við Zelensky – uppgjöf Úkraínu fyrir Rúss-
landi. En það féllst Zelensky ekki á. Zelen-
sky átti því engra kosta völ. Hann neyddist
til þess að verða stríðsforseti. Verkefnið
var ekki einfalt – að leiða þjóð sína í bar-
áttu gegn rússneskum hernámsmönnum.
Þetta er veruleg eldraun fyrir mann sem
hefur aldrei gegnt herþjónustu og hafði
enga reynslu af stjórnmálum fyrir 2019.
Fyrir stríðið minntu nánast allar opinber-
ar ræður Zelenskys á fortíð hans á leik-
sviðinu. Hlé á máli, svipbrigði, raddblær
og handahreyfingar. Það var leikrænn og
gervilegur blær á þessu öllu. Myndbands-
upptökur af forsetanum voru fagmannlega
gerðar og flutningur og framsetning eftir
reglum skemmtanaiðnaðarins. Það var
tilgerðarlegt og falskt yfirbragð á því. En
24. febrúar 2022, fyrsta dag stríðsins við
Rússa, hvarf þetta allt úr verkfærakassa
Zelenskys og við fengum að sjá alveg nýjan
mann.
Í hergrænum fatnaði og án bindis,
sjónvarpsfarða eða sviðsljósa. Forseta
sem talar af tilfinningu um Úkraínubúa
af öllum stéttum sem hafa látið lífið í
átökunum. Manneskju með raunverulegar
tilfinningar. Leiðtoga úkraínsku þjóðar-
innar sem lætur heiminn vita af því sem
á sér stað í landi þeirra. Í dag stendur
sterkt, sameinað og ósigrandi úkraínskt
samfélag þétt við bak Zelenskys. Enginn í
Úkraínu hefur áður séð samheldni eins og
ríkir í þessum blóðsúthellingum. Hundruð
þúsunda Úkraínubúa hafa gripið til vopna.
Milljónir manna hafa hjálpað þeim sem
standa á fremstu víglínunum og þeim sem
hafa misst heimili sín. Stríðið við Rússa
er orðið að stríði fólksins. Í Úkraínu hefur
þjóðin yfirleitt skipst í tvennt: þau sem
vilja verja sjálfstæði landsins og þau sem
aðhyllast Moskvu. Þau sem tilheyra úkra-
ínsku rétttrúnaðarkirkjunni og þau sem
tilheyra deildum rússnesku rétttrúnaðar-
kirkjunnar. Þau sem tala úkraínsku og þau
sem trúa því að þau séu ofsótt vegna þess
að þau séu rússneskumælandi. Forverar
Volodymyr Zelensky leituðu að einhverri
leið til að sameina þjóðina. En hvorki
Leonid Kravchuk, Leonid Kuchma, Viktor
Yushchenko, Viktor Yanukovych né Petro
Poroshenko tókst að finna þá leið. Það var
á endanum Vladimir Pútín sem fann hana,
þegar hann réðst inn í Úkraínu. Brennandi
hatur Úkraínubúa á Rússunum og leiðtoga
þeirra hefur breytt þjóðinni í óvígan her.
Í Kreml voru menn þess fullvissir að það
tæki ekki nema þrjá eða fjóra daga að
gjörsigra Úkraínu. Það stóðst ekki. Það
veit enginn fyrir víst hvernig og hvenær
þessu stríði lýkur. Rétt eins og það veit
enginn hvernig Úkraína verður eftir stríð-
ið. En landið mun eflaust gegna mikilvægu
hlutverki í Evrópu og heiminum öllum. Við
höfum því miður misst mikið. Fjölmargt
fólk hefur dáið. Borgir og innviðir hafa
verið lögð í rúst. En kraftur úkraínsku
þjóðarinnar, sem sýnir vilja sinn til að vera
frjáls og sjálfstæð, er óþrjótandi. Úkraína
trúir því að Rússar, rétt eins og herskip-
ið Moskva, muni fylgja þeirri leið sem
úkraínski herinn beinir þeim inn á. Það
var það skip sem á fyrstu dögum stríðsins
gerði kröfu um að úkraínsku hermennirnir
á Snákaeyju gæfust upp. Svarið við því
var einfalt: „Rússneska herskip – farðu í
rassgat!“ Sjötti forseti Úkraínu hefur lagt
talsverða vegalengd að baki – frá leikara til
leiðtoga úkraínsku þjóðarinnar. Frá manni
sem þjóðarleiðtogar heimsins litu á með
áhuga og háði til stjórnmálamanns sem er
fagnað með lófataki í vestrænum heimi og
þjóðarleiðtogar eru stoltir af því að kalla
vin sinn.
17. apríl 2022
Kyiv-Lviv
Úr bókinni Zelensky – ævisaga eftir Serhii
Rudenko. Urður Snædal þýddi.
Útgáfan. 2022.
Neyddist til að verða
stríðsforseti
Ljósmynd/Olena Cherninka
Serhii Rudenko er
úkraínskur blaða-
maður og álitsgjafi
í stjórnmálum.
Peðið sem breyttist í kóng
„Karakterinn er síkvikur í bókinni vegna þess að hann er sýndur í þróun – frá háð-
fuglinum til forseta lands í styrjöld,“ segir Serhii Rudenko en ævisaga Volodimírs
Selenskís, forseta Úkraínu, sem hann skráði, er komin út á íslensku.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
V
olodimír Selenskí er í hugum
margra maður ársins 2022 í
heiminum. Eftir að stríð braust
út Úkraínu í lok febrúar varð
hann á augabragði holdgerving-
ur og andlit baráttu þjóðar sinnar gegn inn-
rásarliði Rússa. Núna, níu mánuðum síðar, er
engan bilbug á forsetanum að finna né heldur
þjóðinni sem berst af fullum krafti fyrir lífi
sínu og landi.
Ævisaga Selenskís eftir úkraínska blaða-
manninn og stjórnmálaskýrandann Serhii
Rudenko er nú komin út hjá Útgáfunni í ís-
lenskri þýðingu Urðar Snædal. Þetta er fyrsta
bókin um grínistann sem varð forseti og
leiðtogi í stríði en ábyggilega ekki sú síðasta.
„Um leið og þessum örlagaatburðum eru gerð
skil,“ segir breska tímaritið The Economist,
„er dregið fram hversu óljós mörkin eru milli
skemmtanabransa og stjórnmála og, umfram
allt, hvernig neyðin á stríðstímum mótar
einstaklinga og skerpir á því sem skiptir
máli.“
„Ég byrjaði að vinna að bók um Selenskí
árið 2020,“ segir Serhii Rudenko í samtali við
Morgunblaðið. „Þegar Volodimír varð forseti
langaði mig að draga upp pólitíska mynd af
þessum nýja leiðtoga Úkraínu. Ég vissi að
sjálfsögðu að hann væri leikari og stjórnandi
Kvartal 96 Studio, en mig langaði að glöggva
mig betur á manninum sem orðinn var
þjóðarleiðtogi. Fyrsta útgáfa bókarinnar um
Selenskí kom út í Úkraínu í fyrra, ári áður en
stríðið braust út, en ég lauk við þessa útgáfu í
upphafi stríðsins.“
Hann segir afstöðu sína til Selenskís hafa
breyst meðan á skrifunum stóð. Til að byrja
með hafi hann verið knúinn áfram af forvitni
sem síðan varð að vonbrigðum. Loks varð
til mynd af Selenskí sem forseta Úkraínu.
„Karakterinn er síkvikur í bókinni vegna þess
að hann er sýndur í þróun – frá háðfuglinum
til forseta lands í styrjöld.“
Þrá eftir breytingum
Það sætti miklum tíðindum þegar Selen-
skí, pólitískur utangarðsmaður, var kjörinn
forseti árið 2019. Beðinn að útskýra hvað
hafi ráðið mestu þar um segir Rudenko: „Að
mínu viti réð tvennt mestu þar um; þreyta
í garð hinnar pólitísku elítu og þrá eftir
breytingum. Selenskí var táknmynd nýrrar
kynslóðar stjórnmálamanna. Öll þjóðin
þekkti hann sem leikara, sem hjálpaði hon-
um að afla fylgis í kosningunum. Kjósendur
trúðu honum og hann fékk frábæra kosningu
– 73% atkvæða. Ég myndi samt ekki kalla
hann pólitískan utangarðsmann, heldur
nýliða í stjórnmálum. Allt frá upphafi mátu
stjórnmálafræðingar fylgi hans á bilinu 7-8%
meðal þjóðarinnar.“
Rudensko segir eldri kynslóð stjórnmála-
manna hafa verið fulla efasemda í garð
Selenskís enda vissu menn ekki hvar þeir
höfðu hann. „Hann var nýliði á hinu mikla
taflborði úkraínskra stjórnmála. Peð sem
breyttist í kóng. Embættismannakerfið
byrjaði að vonum um leið að verja sína
hagsmuni og laga sig að nýja teyminu. Mér
er minnisstætt að daginn sem Selenskí var
settur í embætti forseta gerðu fulltrúar
gamla stjórnmálakerfisins grímulaust grín
að honum. Það var til einskis, eins og við
þekkjum.“
Síðan hófst hann handa og sitt sýndist
hverjum. „Svo ég sé alveg hreinskilinn þá
heillaði Selenskí mig ekki fyrstu tvö og hálft
árið í embætti. Ég tek þó fram að ég kaus
hann ekki,“ segir Rudenko. „Einhverjir kjós-
endur biðu eftir kraftaverki frá Volodomír
sem var eðlilega á nálum út af því að menn
litu hann ekki þeim augum sem stjórnmála-
mann sem hann hefði viljað sjálfur. En bæði
Selenskí og Úkraínumenn urðu að fá svigrúm
til að skynja og eftir atvikum hafna hvorir
öðrum.“
Orðinn verðugur leiðtogi
Þrátt fyrir að hann væri ekki heillaður
af framgöngu forsetans fannst Rudenko
eins og að Selenskí myndi einhvern tíma á
kjörtímabilinu sýna fram á að eitthvað væri
í hann spunnið. Eða hvað? „Þegar ég settist
niður haustið 2021 til að velta vöngum yfir
næstu forsetakosningum fór ég í saumana á
þessu hálfa þriðja ári hans í embætti og satt
best að segja hafði ég á þeim tímapunkti mikl-
ar efasemdir um að Selenskí ætti raunhæfa
möguleika á endurkjöri.“
Síðan skall á stríð – sem breytti öllu.
„Selenskí kom mér, eins og fleirum, í opna
skjöldu. Stríðið hefur gert honum kleift að
sýna sig í nýju ljósi sem stjórnmálamann.
Hildarleikurinn breytti pólitískum viðvaningi
í alvöru forseta og æðsta yfirmann úkraínska
hersins. Það sem gerði Selenskí þó öðru
fremur fært að sýna baráttuþrek sitt var sú
staðreynd að úkraínska þjóðin gekk óttalaus á
hólm við Rússana.“
– Hversu stóran þátt á Selenskí í seiglu og
baráttugleði þjóðar þinnar í stríðinu?
„Hann er orðinn verðugur leiðtogi þjóðar
sem berst fyrir frelsi sínu og sjálfstæði. Ég á
ekki von á öðru en að sagnfræðingar fram-
Það sem gerði Selenskí þó
öðru fremur fært að sýna
baráttuþrek sitt var sú staðreynd
að úkraínska þjóðin gekk óttalaus
á hólm við Rússana.