Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 15
1527.11.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR tíðarinnar eigi eftir að fara fögrum orðum um hlutverk hans í stríðinu.“ – Hvernig sérðu stríðið þróast á komandi vikum og mánuðum? „Erfiður vetur bíður okkar. Ljósin eru slökkt, enginn hiti, undir sprengjuárásum. En ég trúi á sigur okkar. Þá trú tuga milljóna Úkraínumanna verður erfitt að berja niður. Ekkert afl, ekkert vopn, getur drepið anda okkar og þrá til að byggja upp frjálst og velmegandi land.“ Veltur á trausti fólksins Velta má fyrir sér hvort framganga Selenskís í embætti á undanförnum mánuð- um komi til með að verða óhefðbundnum stjórnmálamönnum innblástur. Mönnum sem annars væru jafnvel ekki að íhuga að gefa kost á sér til pólitískra starfa. Rudenko hefur svo sem ekki sterka skoðun á því. „Forsetar eru þjóðkjörnir. Þegar fólk, hvort sem það er hér í Úkraínu eða annars staðar í heiminum, segir rangan mann hafa orðið fyrir valinu þá svara ég: Áfrýið til fólksins. Treysti fólkið óhefðbundnum stjórnmálamönnum, þá er það bara þannig.“ Spurður um framtíð Selenskís og úkraínsku þjóðarinnar svarar Ruden- ko: „Eftir sigurinn á Rússum tekur við áratugur enduruppbyggingar í ríkinu. Von mín er sú að Selenskí, og aðrir úkraínskir stjórnmálamenn, hafi visku til að haga sér með réttum hætti eftir sigurinn. Ég á við að verja lýðræðið, vinna bug á spillingu og byggja upp nýja Úkraínu. Bregðist þeir skyldum sínum þá munum við kjósa nýjan forseta. Því, eins og ég segi, þá höfum við barist og erum að berjast fyrir frelsi okkar og sjálfstæði.“ Í beinni á meðan sprengjum rigndi Tal okkar berst að lokum að persónulegum högum Rudenkos. Hann bjó í Kænugarði en þegar stríðið braust út flutti hann ásamt sjónvarpsstöðinni sem hann vinnur fyrir til Lviv í vesturhluta landsins. Þar sem stöðin var til húsa í höfuðborginni er núna sprengjuskýli. „Ég hef búið á hótelum í níu mánuði en eldflaugar Rússa ber einnig niður í Lviv; slökkt er á rafmagni og enginn hiti. Við förum stundum í loftið úr sprengju- skýli. Ég var til dæmis í beinni útsendingu á mánudaginn var þegar Rússar sendu 100 eldflaugar á Úkraínu. Það var eftirminnilegt, verð ég að segja. En ég trúi á sigur okkar og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur blásið þjóð sinni bar- áttuþrek í brjóst. AFP Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta, heimsótti Selenskí í Kænu- garði nýlega og skoðaði aðstæður. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.