Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Side 16
16
Reykjavíkurbréf
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022
25.11.22
L
andsmenn töldu sig lengst af búa við
mjög hagfelld skilyrði, sem tryggðu
að þeir hefðu bærilega stjórn á þeim
landamærum sem ekki væru nátt-
úruleg og auðvelt væri að verja hin.
Þekkt var, að okkar helsta flugfélag
lenti sjaldan í því að flytja „farþega“ í óleyfi inn í
Bandaríkin. Gerðist það var tekið mjög hart á því
vestra. Sennilega er þessu enn svipað varið, þótt
undarlegt sé, þegar ógöngurnar við suðurlandamær-
in blasa við heiminum. Öðru máli gegnir um „flótta-
menn“ sem koma fyrst til Keflavíkur, án vegabréfa
eða skilríkja, sem þeir segjast hafa étið á leið sinni
hingað. Íslendingar hafa reynslu af því í erlendum
flughöfnum, að þar eru skilríki mynduð, þegar þeim
er framvísað, áður en gengið er um borð. Sjálfsagt
mætti gera kröfur um að skilríki væru eftir það í
vörslu áhafna og afhent tollvörðum eða slíkum, þegar
á áfangastað væri komið. Í Bandaríkjunum hefur
stjórn Bidens algjörlega misst alla stjórn á suður-
landamærunum. Ólöglegir og iðulega skilríkjasnauð-
ir innflytjendur flykktust yfir landamærin eftir að
Biden „bauð alla velkomna“. Hann hefur þó reynt að
éta það ofan í sig síðar. En áður en við hneykslumst
meira á þessum ósköpum, ber að athuga, að hlutfalls-
tölur eru orðnar verri hér en í Bandaríkjunum, enda
virðast íslensk yfirvöld hafa misst öll tök á málum
hér.
Þriggja flokka stjórnir
veikari að jafnaði
Það þótti gild „regla“ hér á landi, að lausatök ein-
kenndu þriggja flokka ríkisstjórnir og innri upplausn
varð gjarnan eitt helsta verkefni forsætisráðherrans.
Tími hans fór sífellt meir í að breiða yfir brotalamir.
„Fyrsta hreina vinstristjórnin, 2009-2013, var eina
tveggja flokka stjórn af því tagi. Veruleg samstaða
var innan þeirrar stjórnar en svo fór samheldnin
að tínast burt. Á miðju kjörtímabili hafði stjórnin
sú í raun misst sinn meirihluta, nema að nafninu
til. Seinasta partinn héldu flokkar henni lifandi sem
vissu að þeim væri ekki hugað líf í stjórnmálum eftir
fall vesalingsins sem þarna var. Á meðan sam-
heldnin hélt að mestu enn hækkaði stjórnin skatta á
landsmenn 104 sinnum, og var það skuggi á annars
um margt ágætri stjórn Framsóknar- og Sjálfstæðis-
flokks að hún skyldi ekki setja sér það mark að ganga
á milli bols og höfuðs á skattpíningunni og tryggja
þannig að því myndu kjósendur aldrei gleyma. Eftir
aðeins 4 ára stjórnarsetu hrundu báðir stjórnarflokk-
arnir nánast til grunna. Forsætisráðherra núverandi
stjórnar hefur sýnt að hún er laginn og virkur stjórn-
málamaður og nýtur vinsælda, sem skila sér þó ekki í
fylgi flokks hennar.
Engin skýring hefur verið gefin á því, hvers vegna
hreint uppnám hefur verið um árabil á landamærun-
um. Það vekur þá óþægilegu tilfinningu að samstöðu-
leysið í stjórninni komi í veg fyrir að á því sé tekið.
Það getur því orðið hennar banabiti, að vegna innri
ágreinings sé stórmáli, sem komið er á neyðarpunkt,
ekki sinnt. Þá hljóta menn að velta fyrir sér hvað
réttlætir þá í raun þessa stjórn lengur? Landamæri
Íslands eru löng, og er sama við hvað er miðað. En
þótt þau séu mjög löng, þá verja þau sig að mestu
sjálf. Það eina sem verja þarf með valdi eru tvenn-
ar eða þrennar dyr í Keflavík! Þess vegna eru þær
ógöngur sem við erum skyndilega komin í skrítnar,
svo ekki sé meira sagt. Bæði við sjálf og þau ríki sem
við eigum helst samleið með búum við skýrar reglur
í þessum efnum. Sumar eru kenndar við borgir, eins
og Dyflinni eða Schengen. Reglur sem tengjast fyrra
nafninu eru forsendur þess að málefni „flóttamanna“
gangi upp hér og þó láta margir eins og reglurnar
séu ekki til og óábyrgir aðilar grafa undan því sem
heldur kerfinu í skynsamlegum skorðum, og hefur að
nokkru tekist, þar sem heilindi skortir í ríkisstjórn,
þótt reglurnar séu óbreyttar.
Schengen-reglurnar eru
minkurinn í hænsnabúinu
Schengen hefur á hinn bóginn orðið til verulegra
vandræða og það gengið eftir sem varað var við
þegar þau mál voru til umræðu í þáverandi ríkis-
stjórn. En ráðherrar málaflokksins höfðu sammælst
um það að koma málinu fram og lögðu á það mikla
áherslu, án þess að nefna hvað bjó að baki. Það
kom síðar á daginn, að báðir tveir höfðu þá þegar
tekið trú á hinn stóra sannleik um ESB, sem engin
þjóð í þessum heimshluta gæti þrifist án, og með
Schengen-aðild yrði stigið stórt skref í þá átt. Tals-
menn Bretlands sem hittu íslenska forráðamenn
lýstu furðu sinni á því að Ísland, eyja eins og þeirra,
skyldi bíta á þetta ókræsilega agn. ESB-ríki eins og
Írland hafnaði öllu slíku. Bretlandi hefur nú tekist að
heimta fullveldi sitt á ný og munaði litlu að það mál
yrði eyðilagt, þótt meirihlutavilji þjóðar lægi fyrir.
Lengi fór það að mestu fram hjá Íslendingum út í
hvílíkt fen Svíar höfðu álpast með ógætilegri innflytj-
endastefnu sinni. Þar var gengið langt og farið geyst.
Nú er svo komið að ógöngunum verður ekki lengur
leynt. Skotárásir eru daglegt brauð í þessu áður frið-
sæla landi. Berist sænskri lögreglu beiðni um aðstoð
vegna slíkra frétta geta sænsk yfirvöld ekki brugðist
jafn skjótt við og áður var. Safna verður liði og það
þarf að vígbúast. Hversu hratt gat íslensk lögregla á
vakt brugðist við árásum sem á þriðja tug átti aðild
að? Fréttir af beitingu skotvopna í íbúðahverfum í
Svíþjóð eru nú daglegt brauð. Við erum smám saman
að fá smjörþefinn af hinu sama, þótt íslenskur al-
menningur fái naumar upplýsingar og virðist einhver
banna að þjóðinni sé gefin fullnaðarmynd af því sem
er að gerast. Hver hefur vald til slíkra ákvarðana?
Sá feluleikur endaði illa í Svíþjóð. Þar unnu sænskir
demókratar í sinni þriðju atrennu. Sátu allan tím-
ann undir ógeðfelldum „nasistastimpli“ sem gamlir
kommar til áratuga telja sér heimilt að nota þótt slík
fortíð sé látin í friði. Sænskir demókratar eru nú
stærsti flokkurinn sem var í þeirri stjórnandstöðu
sem gekk til kosninga í september sl. Sama gerðist
fyrir nokkru í Danmörku þar sem Fólkaflokkur var
orðinn stærstur og studdi ríkisstjórn til valda. Flokk-
ur jafnaðarmanna sýndi virðingarverða stjórnmála-
lega getu, lék á Fólkaflokkinn með því að ganga mjög
langt til móts við vinsælustu sjónarmið hans og náði
Stillum góðsemd í hóf.
Hana má misnota
Þetta er sama sveitarfélagið og varð
stærsti verðbólguvaldurinn þegar það
gat ekki skaffað eigin íbúum lóðir
árum saman. Foreldrar flykktust í
Ráðhúsið vegna leikskólavanda og myglu
í hverri byggingunni af annarri og fengu
engin svör nema ómerkilega útúrsnún-
inga. Borgin ætlar að taka á móti 1.500
„flóttamönnum“ á ári en ræður alls ekki
við núverandi frumþarfir!