Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Síða 17
1727.11.2022 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR
sá flokkur því miklu fram. Svo miklu að kjósendur
töldu sig ekki lengur hafa mikla þörf fyrir þann flokk!
Við höfðum hreinan skjöld
En hér keppist hver flokkur við að yfirbjóða aðra í
ruglinu og virðist enginn gera sér neina grein fyrir
því í hvaða fen verið er að álpast. Íslendingar hafa
lengi tekið á móti raunverulegum flóttamönnum. Og
við gerðum það hlutfallslega miðað við aðra. Tækju
Bandaríkjamenn á móti 30.000 flóttamönnum frá
Víetnam tókum við á móti 30. Björn Friðfinnsson
valdi þá. Gunnlaugur Þórðarson, dr. jur., fór og sótti
hingað Ungverja eftir uppreisnina þar. Allt þetta fólk
hefur staðið sig vel. Það fólk átti ekki afturkvæmt
heim lengi vel. Það hefur breyst. Nú virðist tískan
að flytja inn glæpaklíkur. Auðvitað misvondar og
mishættulegar. En á meðan ríkisvaldið hefur ekki
val, eins og áður var, þá kemur þetta fólk hingað með
ólögmætum hætti. Í flóttaruglinu í Bandaríkjunum
eru allir slíkir stöðvaðir og sendir til baka. Það eru
aðeins þeir sem vaða yfir náttúrulegu landamærin
sem eru að setja allt á annan endann. Fólkið sem
brýtur allar reglur er þegar komið langt umfram það
sem Ísland ræður við og enginn gat við búist. Það
spurðist að hér væru margir pottar brotnir í mél
og ekki ein einasta fyrirstaða. Embættismenn eru
sviknir og prettaðir og leikið er á opinbera starfs-
menn mánuðum og jafnvel árum saman. Slíkt getur
ekki gengið. Margir furða sig á hvernig forðum virt
og dáð samtök eins og Rauði krossinn ganga fram og
gera yfirvöldum landsins örðugt með að fylgja fram
lögum lands og þjóðar. Rauði krossinn var stofnaður
í allt öðrum tilgangi. Hvenær kollsteyptust markmið
hans?
Það er algjörlega undantekningarlaust að fólk
sem kemur ólöglega til landsins hefur haft viðkomu
í öðrum löndum, þar sem það býr ekki við nokkra
hættu. Reglurnar segja að slíkir eigi enga kröfu um
að koma hingað. Hvenær misstum við alla stjórn á
þessum málaflokki svo hann er kominn í óleysandi
öngstræti? Við erum með fámennt land sem þarf að
byggjast upp af varúð. Allt í einu tilkynna óvitarnir
í Reykjavík að þeir ætli sér að taka á móti „1.500
flóttamönnum á ári“. Þetta er sama sveitarfélagið og
varð stærsti verðbólguvaldurinn þegar það gat ekki
skaffað eigin íbúum lóðir árum saman. Foreldrar
flykktust í Ráðhúsið vegna leikskólavanda og myglu
í hverri byggingunni af annarri og fengu engin svör
nema ómerkilega útúrsnúninga. Borgin ætlar að taka
á móti 1.500 „flóttamönnum“ á ári en ræður alls ekki
við núverandi frumþarfir! Þetta er sama sveitarfélag-
ið og felur það enn fyrir yfirmönnum sínum, borgur-
unum í Reykjavík, að fjárhagur þess stendur á brauð-
fótum og gjaldþrot blasir við innan tíðar. Það mun sjá
undir sóla Dags Eggertssonar þegar hann flýr daginn
áður en bankinn loksins tekur að banka. Minnihlut-
inn í Reykjavík hefur einstakt lag á að fjalla eingöngu
um óskiljanleg smáatriði. Forystumaður listans tekur
meira að segja þátt í leynifundum við borgarstjórann
um að koma lóðum, sem ekki lengur eru notaðar í
upprunalegum tilgangi, í hendur vafasamra. Slíkum
lóðum ber að skila. En í staðinn er verið að pukrast
með eitt versta brask í sögu borgarinnar. Forystu-
maður Framsóknar veit hvorki í þennan heim né
annan, en lofaði stórkostlegum breytingum! Hverju?
Hvaða breytingum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur falið
af sinni hálfu borgarfulltrúanum sem er vanhæfastur
allra til að gegna þeim trúnaði fyrir félaga sína að fá
að fylgjast með í lokuðum herbergjum hvað Dagur er
að braska. Sveitarfélag gerir ekki þúsunda milljóna
gjafagerninga á bak við luktar dyr. Hvað veit formað-
ur borgarráðs um þetta mál? Sjálfsagt ekkert. Það er
í tísku að skrifa um rannsóknarnefndir. Frægasta slík
var sett í gang vegna bankahruns en missti fótanna.
Hún ákvað og fékk sett í lög að hún skyldi rannsaka
hvort valdir einstaklingar kynnu að hafa brotið gegn
reglum sem settar voru löngu síðar! Það var öm-
urlegt. En það færi vel á að setja vandaða menn utan
borgarstjórnar í að rannsaka það sem þarna fer fram
í þaula. Það er ekki víst að það sé um seinan. En það
gæti verið það. En það þolir ekki skoðun.
Morgunblaðið/Eggert