Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.11.2022, Page 18
18 MATUR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.11.2022 FUNKY BHANGRA Ferðalag og ný upplifun Yesmine Olsson er enginn nýgræðingur þegar kemur að mat, en hún opnaði í Pósthúsinu veitingastaðinn Funky Bhangra, og útskýrir að Bhangra sé tegund af dansi þar sem dansarar eru skrautlega klæddir. „Ég hef verið mikið að vinna með Bollywood-dansa þannig að ég ákvað að nota orðið Bhangra í nafn staðar- ins,“ segir Yesmine og segir matinn vera undir áhrifum frá mörgum löndum. „Þetta er ekki ekta indverskt heldur undir áhrifum frá mínum bakgrunni,“ segir Yesmine, en hún er frá Sri Lanka og alin upp í Svíþjóð. „Þannig að maturinn er í raun blanda frá Sri Lanka, Svíþjóð, Indlandi og Íslandi. Þetta er léttari matur en dæmi- gerður indverskur matur og ég myndi segja að við förum hér í ferðalag. Þetta passar allt skemmtilega saman og er ný upplifun. Ég er mjög bjartsýn og jafnvel þó það séu margar mathallir í borginni, eru þær allar mjög ólíkar.“ FINSEN MATUR OGVÍN Franskt bistró Kokkurinn Eiríkur Róbertsson er mennt- aður í franskri matargerð og hlakkar mikið til að leyfa fólki að smakka hjá sér á Finsen mat og vín. „Þetta er franskt bistró en nafnið Finsen kemur frá fyrsta póstmeistara Íslands.Við höldum okkur í klassískri franskri mat- reiðslu hérna,“ segir Eiríkur og segist bjóða upp á smárétti, steikarsamloku, „ribeye“- steik, humarsúpu og franska lauksúpu. „Það hefur gengið rosalega vel og það er mjög skemmtileg stemning í húsinu. Þessi mathöll er allt öðruvísi en aðrar og við erum í hjarta miðbæjarins.Við höfum selt mikið af steikarsamlokum og svo kemur skemmtilega á óvart að lauksúpan er mjög vinsæl.“ YUZU Öðruvísi hamborgarar Embla Margrét Særósardóttir stóð vaktina á veitingastaðnum Yuzu þegar blaðamann bar að garði. „Við erum með öðruvísi ham- borgara undir asískum áhrifum.Yuzu er asískur sítrusávöxtur og það er mikið af sítrus í matnum okkar og þetta sérstaka bragð. Maturinn er ekki endilega mjög sterkur, en mörg skemmtileg brögð í gangi,“ segir Embla og segir mikið að gera síðan staðurinn var opnaður. „Það verður örugglega brjálað að gera núna fyrir jólin. Ég er mjög bjart- sýn á framhaldið,“ segir hún að lokum. Afsakið enn eina mathöllina! Gamla góða pósthúsið í miðbænum hefur nú fengið nýtt hlutverk. Þar hefur verið opnuð ný mathöll þar sem átta veitingastaðir kepp- ast við að bjóða upp á fjölbreyttan og fallegan mat frá ýmsum heims- hornum. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fallega rauða pósthúsið sem stendur á horni Pósthús- strætis og Austurstrætis hefur afgreitt sinn síðasta pakka því nú iðar þar allt af lífi og ilmar vel af mat. Um síðustu helgi var þar opnuð mathöllin Pósthús Foodhall & bar og hafa gestir streymt þar inn alla vikuna, enda forvitni- legt að sjá og gaman að smakka eitthvað nýtt. Blaðamaður lagði leið sína í miðbæinn og hitt fyrir káta veitingamenn sem voru sammála um að fyrstu dagarnir lofi góðu. Ljóst er að vel hefur lukkast að breyta húsinu því innréttingar eru bæði smart og notalegar í senn og ekki skemmir fyrir fallegu bogadregnu gluggarnir sem setja svip sinn á staðinn. Fullt hús frá opnun Þórður Axel Þórisson, framkvæmdastjóri mathallarinnar, segir að fimm ár séu síðan byrjað var að huga að Pósthúsi Foodhall. „Framkvæmdir hafa nú staðið yfir í tvö ár, alveg á fullu. Við duttum auðvitað inn í Covid-tímabilið og því seinkaði aðeins að opna. Þetta hefur heppnast alveg rosalega vel. Hér eru flottir rekstraraðilar og flest allt nýir staðir hér. Það er æðisleg tilfinning að sjá höllina opna og viðtökurnar hafa verið frábærar. Það hefur verið fullt hús,“ segir Þórður og segist afar bjartsýnn á framhaldið. Í stærsta salnummá sjá innrammaðan texta þar sem stendur:Afsakið enn einamathöllina, en myndin er verk eftir listakonuna Sísí Ingólfsdóttur. „Við erum að gera grín að okkur sjálfummeð þessu verki en ég óttast ekki samkeppni. Við erum á frá- bærum stað í miðbænum og það vilja allir borða án þess endilega að þurfa að setjast inn á veitingastað í marga klukkutíma. Hér geta allir komið, fjölskyldur og vinahópar og allir fengið mat og drykk við hæfi.“ Framkvæmdastjór- inn Þórður Axel er afar ánægður með viðtökurnar á Pósthús Foodhall.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.