Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 2
Við erum að fela blað- ið fyrir gestum sem koma utan frá svo við fáum frið með það. Guðrún Esther Árnadóttir Nýtt dreifingarkerfi Frétta- blaðsins er óðum að taka á sig skýrari mynd. Meðal þess sem áhersla er lögð á er að koma blaðinu í hendur íbúa á dvalarheimilum. Í blokk eldri borgara við Hrafnistu í Hafnarfirði er Fréttablaðið mikilvægt á fleiri en einn hátt. gar@frettabladid.is fjölmiðlar „Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur að fá Fréttablaðið. Það er efniviður í fundi hjá okkur,“ sagði Elín Magnúsdóttir, sem býr í fjölbýlishúsi eldri borgara í Hraun- vangi í Hafnarfirði, er hún hringdi í Fréttablaðið fyrir viku til að spyrjast fyrir um dreifingu blaðsins. Eins og kunnugt er Fréttablaðinu dreift með breyttu fyrirkomulagi á nýju ári. Í stað þess að það sé borið út á heimili fólks fæst það ókeypis á fjölmörgum opinberum stöðum. Því er dreift í 35 þúsund eintökum daglega og er aðgengilegt fyrir 85 prósent íbúa landsins. Sérstök áhersla er lögð á að koma blaðinu til hjúkrunarheimila og sambærilegra staða þar sem margt eldra fólk býr saman. Við Hrafnistu á Hraunvangi í Hafnarfirði eru tvö fjölbýlishús með íbúðir fyrir eldri borgara. „Það er mikið uppnám í fólkinu. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta er erfitt fyrir okkur að fá ekki blaðið,“ sagði Elín þegar hún hringdi fyrir viku og Fréttablaðið hafði ekki borist þann dag. Sagði innihald blaðsins vera efnivið funda hjá íbúunum. En blaðið gegni líka öðru mikilvægu hlutverki. „Það er einn hér á mínum gangi sem dreifir blaðinu á morgnana og setur á húnana á herbergjunum. Ef einhver er ekki búinn að taka blaðið sitt og við vitum að sá var ekki að fara neitt þá vitum við að það er eitt- hvað að. Fréttablaðið er öryggisat- riði,“ sagði Elín. Eins og til stóð var úr þessu bætt og Fréttablaðið er tekið að berast til lesenda á Hrafnistu og þar í kring. „Blaðið kemur út á Hrafnistu og nú eru tveir herramenn sem kepp- ast um að ná í pakkann fyrir okkur. Það skiptir mjög miklu máli fyrir fullorðna fólkið hér að fá blaðið sitt og við erum mjög þakklát,“ segir Elín, sátt við farsæla lausn málsins. Fleiri í ámóta stöðu hafa hringt. Komið hefur verið til móts við marga enda unnið jafnt og þétt að því að styrkja dreifingarkerfið. „Ég mátti til með að hringja og segja takk fyrir að hafa komið með blaðið til okkar,“ segir Guðrún Esther Árnadóttir sem hringt hafði fyrir helgi til að óska eftir Frétta- blaðinu á hjúkrunarheimilið í Hlað- hömrum 2 í Mosfellsbæ. Guðrún Esther segir að einn úr hópnum lesi gjarnan greinar upp- hátt fyrir aðra íbúa, jafnvel þótt þau sé öll með blað í höndunum. „Það eru allir svo glaðir og ég er búin að fá mörg knús af því að ég hringdi. Við erum að fela blaðið fyrir gestum sem koma utan frá svo við fáum frið með það,“ játar Guð- rún Esther og hlær. n Fréttablaðið öryggisatriði fyrir íbúana í Hraunvangi Boða breytingar á Vin Elín Magnúsdóttir fær Fréttablaðið í Hraunvang. Fréttablaðið/Sigtryggur ari - einfaldara getur það ekki verið! Velferðarráð fundar í dag um framtíð Vinjar en tillaga kom frá borgarráði um 50 milljóna króna sparnað. Átök hafa skapast í málinu en notendur glíma við geðrænan vanda. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs, segir að lagt verði til að skipaður verði starfshópur sem ætlað sé að koma með tillögur um framhaldið, ólíklegt sé að starfsemin í húsinu verði óbreytt. Notendur Vinjar mótmæltu í gær, og sjást hér með mótmælaspjöld. Fréttablaðið/anton brink benediktarnar@frettabladid.is dómsmál Lögmaður Angjelin Ster- kaj, sem dæmdur var í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Bequiari, segir það stórt skref að ríkissaksóknari telji hugsanlega hafa skort lagaheimild til að dæma umbjóðanda hans til að sæta þyngri refsingu en sextán ára fangelsi. Í desember síðastliðnum skilaði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari áliti sínu á áfrýjunar- beiðnum fjórmenninganna í Rauða- gerðismálinu, sem óska öll eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar. Í áliti ríkissaksóknara segir að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Sterkaj til þyngri refs- ingar en sextán ára fangelsi. Oddgeir Einarsson, lögmaður Sterkaj, segir það ávallt hafa verið þeirra skoðun að ekki hafi verið heimild til þess að þyngja dóminn. „Við sendum áfrýjunarbeiðni á Hæstarétt þar sem við rökstuddum það. Ríkissaksóknari hefur tekið undir það. Það er stórt skref, en Hæstiréttur á eftir að ákveða hvort hann veitir áfrýjunina.“ n Hugsanlega ekki lagaheimild fyrir þyngri dómi yfir Angjelin Sterkaj Oddgeir Einarsson, lögmaður Angj- elin Sterkaj ragnarjon@frettabladid.is Kjaramál Samninganefnd Eflingar undirbýr nú verkfallsboðun eftir að hafa slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir, for- maður Eflingar, sagði í samtali við Fréttablaðið að of snemmt væri að segja til um innihald hennar. „Hún er á þessum tímapunkti ekki tilbúin eða fullunninn,“ sagði Sólveig Anna sem telur einnig of snemmt að segja til um það hvaða verkfallsaðgerðir verður ráðist í. Þegar verkfallsboðun er tilbúin verður hún kynnt fyrir félagsmönn- um. Verði hún samþykkt má búast við að aðgerðir hefjist tveim vikum síðar. Sólveig Anna segist sannfærð um að félagsmenn Eflingar séu til- búnir í aðgerðirnar. „Svo sannarlega, við erum í mjög góðu og virku samtali við félags- fólk,“ sagði hún. „Ég held að það sé mjög raunverulegur vilji til þess að grípa til þeirra ráða sem fólk hefur til þess að knýja fram góðan kjara- samning fyrir félagsfólk Eflingar.“ n Efling undirbýr verkfallsboðun Efling sleit viðræðum við SA í gær og fundar nú um verkfallsaðgerðir. 2 Fréttir 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.