Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 28
odduraevar@frettabladid.is
Guðný Ósk
Laxdal
sérfræðingur
„Þetta er alveg
svakalegt,“ segir
Guðný Ósk, sér-
fræðingur í
bresku konungs-
fjölskyldunni
sem heldur úti
Instagram-síðunni RoyalIcelander.
„Það eru margir að spyrja sig af
hverju Harry er að þessu og hann
hefur útskýrt það í viðtölunum
sem hann hefur farið í hingað til.
Að hann hefur fengið nóg af því
að, samkvæmt honum, konungs-
fjölskyldan leki alltaf upplýs-
ingum í fjölmiðla þegar hann og
Meghan reyna að sættast. Og
núna undanfarið, síðan jarðarför
Elísabetar var, hafa víst engin
samskipti verið á milli þeirra.
Hann segist vera að spila sama
leik og þau gera nema með þeirri
undantekningu að hann er ekki
að fela sig á bak við fjölmiðla eða
konunglega fréttaritara. Hann er
bara að segja þetta allt sjálfur og
þetta kemur úr hans munni. Það
er ekki hægt að efast um eða pæla
hvort eitthvað sé satt eða ekki,
þar sem hann er að segja allan
sannleikann. Bæði það góða og
slæma, en það er mikið af sögum
í bókinni sem láta Harry ekki líta
vel út.
Hann segir að hann vilji sættast
og fá að eiga samræður við fjöl-
skyldu sína, en hann vill eiga þau
samskipti við fjölskylduna sína,
ekki konungsríkið.
Þetta er ein hlið á málinu og er
upplifun hans á ja, öllu. En það
er vissulega önnur hlið á þessu
öllu saman, hlið sem konungs-
fjölskyldan neitar að tjá sig
um. Það er ekki til dæmi um að
konungsfjölskyldan svari svona
sögum eða bókum, að hún fari að
leiðrétta eitthvað. Það hefur verið
næstum algjör þögn frá konungs-
fjölskyldunni meðan þetta
hefur verið í gangi og margir bera
virðingu fyrir því. Að þau ætli ekki
að fara í þennan leik við Harry.
Harry er að kalla eftir miklum
breytingum sem konungsfjölskyld-
an virðist neita að taka þátt í. Úr
verður fjölskyldudrama sem allur
heimurinn er dreginn inn í.“ n
n Sérfræðingurinn
Albert Eiríksson, þekktasti
royalisti landsins, segist draga
í efa þær fullyrðingar sem
fram koma í nýútkominni
bók Bretaprinsins Harrys.
Hann veltir því fyrir sér hvort
fjölskyldan þurfi að svara
fyrir sig og segist ekki ætla að
lesa bókina.
odduraevar@frettabladid.is
Einn þekktasti royalisti landsins,
Albert Eiríksson, segist draga í efa
þær fullyrðingar sem Harry Breta-
prins setur fram í bók sinni sem
kom út í gær og nefnist Varaskeifan
(e. Spare).
„Það er gott að taka það fram að
ég hef hvorki séð þættina á Net-
f lix né lesið bókina, þannig að
ég hef jafnmiklar upplýsingar og
hver annar. En miðað við það sem
maður heyrir þá finnur maður til
með honum. Hann á erfitt. Það er
eitthvað að plaga hann sem hann
getur illa gengið frá.“
Albert segir Harry virðast tvísaga
í ýmsu þar sem hann hafi meðal
annars dregið til baka fullyrðingar
um kynþáttafordóma í konungs-
fjölskyldunni sem hann setti fram í
viðtali við Opruh Winfrey árið 2021.
„Nú er hann farinn að draga í
land með það. Það virðist vera að
með útgáfu bókarinnar hafi hann
málað sig út í horn. Mun meira en
hann hefur áður gert því hann fær
ekki samúð þjóðarinnar eins og
hann hefur eflaust haldið að hann
fengi,“ segir Albert.
„Þó að hann sé hjartnæmur þegar
hann skrifar um móðurmissinn þá
einhvern veginn er það svo létt-
vægt miðað við alla aðra skothríð
í bókinni sem beinist að fjölskyldu
hans. Við megum ekki gleyma því
að þetta er hans nánasta fjölskylda,
amma hans var drottning og pabbi
hans er kóngur.“
Albert segir að svo virðist vera
sem Katrín Middleton trufli Harry
sérlega mikið. „Það er ekki óvart að
bókin komi út daginn eftir afmælis-
dag hennar, hann vill varpa skugga
á hana.“
Hann segir að ekki megi
gleyma því að Harry sé hingað
til einn til frásagnar um þessa
atburði og nefnir þar meðal
annars árás sem Harry segist
hafa orðið fyrir af hálfu bróð-
ur síns í eldhúsi í höllinni.
„Það eru nú ekki nýjar
fréttir að systkini takist á um
eitthvað eða séu ósátt. En það
má heldur ekki gleyma því að
hann er einn um söguna og ekki
bara þessa sögu, heldur allar hinar
sögurnar líka. Það heyrist ekkert
frá höllinni, hvorki bróðir hans né
pabbi hans hafa tjáð sig.“
Konungsfjölskyldan hefur hingað
til ekki sagt neitt um bókina eða
fullyrðingar Harrys. Albert segir
aðspurður að það sé eftir bókinni.
„En maður veltir fyrir sér á nýrri
öld hvort þau geti þagað endalaust.
Hvort þeim sé stætt á að þaga mikið
lengur, því fólk vill auðvitað fá upp-
lýsingar. En ég held að Harry sé
búinn að draga þetta niður á mjög
lágt plan og það getur orðið til þess
að þau svari ekki.“
Albert segir aðspurður að þetta sé
ekki stærsta krísa sem fjölskyldan
hafi staðið frammi fyrir. „Það var
nú ansi mikil krísa þegar
upp komst um framhjáhald
Karls og Kamillu. En hann
stóð það af sér og Kamilla
stóð það náttúrulega afskap-
lega vel af sér, því hún er eins
og klettur og hefur aldrei
verið eins vinsæl og núna.
Kannski fer það líka í
taugarnar á Harry af því að
hún er bara orðin drottn-
ing.“
Albert segist eiga erfitt með að
trúa því sem Harry segir, að Kamilla
hafi lekið fréttum um þau hjónin í
bresk götublöð.
„Ég dreg orð hans verulega í efa,
hvort sem það er um Kamillu eða
eitthvað annað. Eins þetta með
stríðið í Afganistan, það eru afskap-
lega litlar líkur á því að maður af
þessari ætt sé settur í fremstu víg-
línu og sé settur í það að skjóta
óvini. Hann er bara af of verðmætri
fjölskyldu til þess,“ segir Albert en
Harry fullyrðir að hann hafi drepið
25 Talibana í Afganistan.
Albert segist eiga erfitt með að
sjá sættir í kortunum. „En það sem
mun gerast núna í maí er að Karl
verður krýndur formlega. Hann
getur í raun ekki annað en boðið
syni sínum að vera með. En það er
búið að gefa það út að það verði ekki
hlutverk fyrir hann.“
Albert segist ekki ætla að lesa
bókina. „Ég reyni að forðast þetta
eins og ég get. Maður skilur ekki, af
því að þau hafa gefið það út að þau
vilji vera í friði, af hverju eru þau þá
ekki bara í friði í Bandaríkjunum?
Þetta er svolítið taktlaust, miðað við
það sem þau segja annan daginn og
haga sér öðruvísi næsta dag.“ n
Íslenskir royalistar segja Harry
Bretaprins tvísaga í nýútkominni bók
Albert er einn þekktasti royalisti landsins. Hann segist vorkenna Harry en segir hann tvísaga. FréttabLaðið/anton brink
Það er vissulega önnur
hlið á þessu öllu
saman, hlið sem kon-
ungsfjölskyldan neitar
að tjá sig um.
Miðað við það sem
maður heyrir þá finnur
maður til með honum.
16 Lífið 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttaBlaðiðLífIÐ FréttaBlaðið 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR