Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 24
Hann er fæddur á Brjáns- læk, sem var einnig kallaður Brjámslækur, og þaðan dregur hann líklega nafnið. Ég sé ekki betur en að hann hafi tekið upp á þessu sjálfur í Kaupmanna- höfn. Már Jónsson, sagnfræðingur Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Okkar ástkæri Steingrímur Waltersson lést að morgni 4. janúar á Krabbameinsdeild Landspítalans. Útför verður auglýst síðar. Elín Rósa Finnbogadóttir Kristbjörg Steingrímsdóttir Haraldur Ólafsson Finnbogi Steingrímsson Walter Hjartarson Kristbjörg Steingrímsdóttir Gunnhild Ólafsdóttir og systkini hins látna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Sigríður Jónsdóttir félagsráðgjafi, sem lést á heimili sínu í Sóleyjarima á gamlársdag verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 13. janúar klukkan 13.00. Aðstandendur Elsku yndislega mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Björg Bjarnadóttir Sigtúni 11, Patreksfirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði fimmtudaginn 5. janúar. Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 14. janúar kl. 14.00. Streymt verður frá athöfninni á www.youtube.com/@patreksfjardarkirkja Sigríður Valdís Karlsdóttir Páll Hauksson Ásgeir Andri Karlsson Hrefna Sigurðardóttir Ólafía Kristín Karlsdóttir Rögnvaldur Bjarnason Jónas Dalberg Karlsson Ásrún Kristjánsdóttir Bjarnfríður Elín Karlsdóttir Örn Eiríksson Sóley Guðjóna Karlsdóttir Þorsteinn Björnsson ömmubörn og langömmubörn Á laugardag fer fram málþing um Gunnlaug Guðbrandsson Briem sýslumann, 250 árum frá fæðingu hans. arnartomas@frettabladid.is Næsta föstudag verða liðin 250 ár frá fæðingu Gunnlaugs Guðbrandssonar Briem sýslumanns. Ævi Gunnlaugs er um margt merkileg en hann var meðal annars fyrsti maðurinn til að taka upp ættarnafnið Briem. Í tilefni af þessum tímamótum stendur Félag um átjándu aldar fræði fyrir málþingi í Þjóðarbók- hlöðu á laugardaginn þar sem ævi og störf Gunnlaugs og ættmenna hans verða tekin fyrir í fjórum erindum. Gunnlaugur var fæddur að Brjánslæk í Barðastrandarsýslu þann 13. janúar 1773. Foreldrar hans voru Guðbrandur Sigurðs- son prestur og kona hans Sigríður Jónsdóttir. Guðbrandur lést þegar Gunnlaugur var aðeins sex ára gam- all og var prestssonurinn þá sendur í fóstur í Sauðlauksdal. Fimmtán ára gamall fór Gunnlaugur í nám til Danmerkur og útskrifaðist frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn árið 1795. Þar á eftir hóf hann nám í lögfræði og útskrifaðist tveimur árum síðar. Hann sneri aftur til Íslands sum- arið 1799 og gerðist þar aðstoðarmaður Jóns Jakobssonar, sýslumanns í Eyja- fjarðarsýslu. Gunnlaugur gekk að eiga Valgerði Árnadóttur, en eitt af erindum á málþinginu fjallar einmitt um hana. Árið 1805 var Gunnlaugur skipaður sýslumaður í Eyjafirði og sinnti hann starfinu til æviloka. Honum var lýst sem reglusömum embættismanni, ströngum dómara og góðum lögfræðingi þótt lög- fræðinám hans hafi verið í styttra lagi. Þótt litlum sögum hafi farið af listiðkun Gunnlaugs eftir að hann sneri heim til Íslands sitja eftir hann þó nokkrir gripir sem varðveittir eru í Þjóðminjasafni Íslands og má sjá á vefsýningu safnsins á sarpur.is. Stælar í Kaupmannahöfn En hvernig kom þá ættarnafnið Briem til? „Hann er fæddur á Brjánslæk, sem var einnig kallaður Brjámslækur, og þaðan dregur hann líklega nafnið. Ég sé ekki betur en að hann hafi tekið upp á þessu sjálfur í Kaupmannahöfn,“ svarar Már Jónsson sagnfræðingur. „Hann skrifar Handlaginn ættfaðir Gunnlaugur þótti mikill prinsippmaður, reglusamur en strangur. Ættartré Gunnlaugs dregið upp af honum sjálfum á blað. Mynd/ÞjóðMinjasafn Íslands Spjald úr fíngerðum laufviði útskorið af Gunnlaugi, mögulega sem skjaldarmerki fyrir hann og afkomendur hans. 1569 Theódóra verður keisaraynja af Býsansríki. 1693 Eldgos hefst í Etnu á Sikiley. 1897 Leikfélag Reykjavíkur var stofnað. 1918 Bjarndýr kemur á land í Núpasveit austan Öxar- fjarðar. Fleiri birnir fylgdu eftir sama vetur. 1935 Amelia Earhart flýgur einmenn- ingsflug frá Hawaii til Kali- forníu, fyrst kvenna. 1960 Tjad lýsir yfir sjálfstæði. 1971 Bandaríska söngkonan Mary j. Blige fædd. 1972 Austur-Pakistan verður að Bangladess. 1992 Sjónvarpsþáttur Spaug- stofunnar, 92 á stöðinni, hefur göngu sína á RÚV. 2011 Hundruð látast í flóðum og aurskriðum í Rio de Janeiro. Merkisatburðir stutt æviágrip á latínu þegar hann sækir um starf þar sem hann kallar þetta Pri- amus og vísar þar í gríska goðafræði. Þetta eru eiginlega bara einhverjir stæl- ar í honum, en þarna í Kaupmannahöfn vildu menn hafa ættarnöfn því Danir skildu ekkert þessi íslensku föðurnöfn.“ Jarðamatsnefndin Már flytur erindi á málþinginu þar sem störf Gunnlaugs í jarðamatsnefndinni 1800–1806 verða tekin fyrir. Í kjölfarið á róttækum breytingum af hálfu Dana eftir móðuharðindin var ákveðið að endurskoða fasteignamat á landinu. „Þetta átti að vera róttæk endur- skoðun þar sem Gunnlaugur og þrír aðrir menn voru sendir um allt landið að kalla saman bændur, og sem áttu að gefa út skýrslu þar sem gerð yrði grein fyrir hversu mikill búskapur gæti verið á landinu, dúntekja og svo framvegis,“ útskýrir Már. „Þetta var svo tekið saman í einhverja tölu og niðurstaðan átti að vera hið nýja jarðamat.“ Verk nefndarinnar var stórt í sniðum en alls þurfti að taka út mat á 5.400 jörðum. Gert var ráð fyrir að verkið tæki um sex ár, sem það gerði. „Þarna er auðvitað um gríðarlega hagsmuni að ræða og mikil tortryggni og þvermóðska sem þeir mættu,“ segir Már. „Gunnlaugur og félagar hans í nefndinni sektuðu fjölda bænda sem gáfu ekki réttar upplýsingar eða sýndu einhvers konar múður. Þetta hefur verið heilmikið taugastríð á meðan þetta gekk yfir.“ Jarðamatsnefndin lauk verki sínu og í dag má finna bækur hennar í Þjóð- skjalasafninu, snyrtilega og ítarlega vel frágengnar. „Að Gunnlaugur hafi verið skipaður í þetta verk sýnir að mönnum hafi eitt- hvað þótt í hann spunnið þarna í Kaup- mannahöfn,“ segir Már. n TímamóT FréTTablaðið 11. janúar 2023 mIÐVIKUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.