Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 4
ragnarjon@frettabladid.is Heilbrigðismál „Ég held að þetta sé ekkert einsdæmi, að fólk sé hálf landlaust þegar það kemur að heil- brigðiskerfinu, því miður,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for- maður Öryrkjabandalags Íslands um það hvort finna megi dæmi í þjóðfélaginu sem eru sambærileg máli Sævars Daníels Kolandavelu. Sævar er öryrki á fertugsaldri sem farið hefur þrettán sinnum á bráðamóttöku á einu ári til að leita lækninga við slæmum meiðslum sem hann hlaut á síðasta ári. Hann hefur sótt eftir dánaraðstoð og er heimilislaus. Þuríður segist vissulega ekki hafa þekkingu á máli Daníels en telur aðgengi að heilbrigðiskerfinu mjög takmarkað í dag. „Biðlistar eru mjög langir, sama hvar þú grípur niður og mikil þörf er á breytingum svo fólk fái f ljótari úrlausn mála. Þetta er svona hvort sem það er um börn, ungmenni eða fullorðið fólk að ræða,“ segir Þuríður Harpa sem telur stöðuna orðna mjög alvarlega. „Ef þú biður um tíma hjá lækni þá getur það verið allt að tveggja mánaða bið. Þannig að þetta er orðin nokkuð alvarleg staða myndi ég segja því þetta er okkar fyrsta snerting, að komast að á heilsu- gæslu,“ segir hún. „Ég held engu að síður að fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfis- ins sé að reyna að gera sitt besta. En það er eitthvað sem þarf að breyta þarna, við erum orðin algjört bið- listaland, alveg sama hvar við komum að innan kerfisins,“ segir Þuríður. n Mig dreymdi mjög mikið og ég hélt að fólkið þarna vildi drepa mig. Tony Omos, stefnandi í málinu Þetta er orðin nokkuð alvarleg staða. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabanda- lagsins Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra • Kjark til að tala um eigin líðan og annarra • Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 28. janúar 10.00 -13.00 átta laugardaga í röð 13 til 15 ára 26. janúar 17.00 - 20.30 einu sinni í viku, 9 skipti 16 til 19 ára 25. janúar 18.00 -22.00 einu sinni í viku, 9 skipti 20 til 25 ára 24. janúar 18.00 -22.00 einu sinni í viku, 9 skipti Gleðileg ný samskipti Skráning á dale.is eða 555 7080 Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk *Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_121322 Aðalmeðferð fór fram í bóta- máli Tony Omos gegn íslenska ríkinu í gær. Lögreglurann- sókn gegn honum var felld niður eftir sjö og hálft ár. kristinnhaukur@frettabladid.is dómsmál Tony Omos, sem vistaður var í rúmar tvær vikur í gæsluvarð- haldi og var sakborningur í á átt- unda ár, sagði fyrir dómi í gær að meðferð lögreglunnar hefði haft mikil áhrif á sig. Hann væri hrædd- ur í hvert skipti sem hann keyrði nálægt Litla-Hrauni þar sem hann var vistaður. „Þeir voru með hund og ég var mjög hræddur,“ sagði Tony í vitna- stólnum um handtökuna og hús- leitina á heimili hans í Kef lavík þann 6. september árið 2012. Mál sem átti eftir að draga dilk á eftir sér og að lokum leiða til þess að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráð- herra sagði af sér og aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir hið svokallaða lekamál. Tony, sem er frá Nígeríu, krefst 4 milljóna króna í bætur, með vöxtum rúm tíu ár aftur í tímann, vegna málsins en hann var sakaður um að stunda mansal og trúnaðarupp- lýsingum um hann lekið úr ráðu- neytinu. Lögreglurannsóknin gegn Tony var hins vegar felld niður. „Ég mátti ekki tala við neinn. Mig dreymdi mjög mikið og ég hélt að fólkið þarna vildi drepa mig,“ sagði Tony en hann var í gæsluvarðhaldi og einangrun í fimm daga áður en hann var yfirheyrður. Hann sagðist hugsa mjög mikið um þennan tíma og ræða það við eiginkonu sína, Eve- lyn, sem var ein sjö kvenna frá Níg- eríu sem lögreglan hafði til rann- sóknar. Þau eiga í dag þrjú börn og búa í Keflavík og hann starfar sem leigubílstjóri. Tony sagði málið og fjölmiðlaumfjöllunina hafa haft áhrif á atvinnumöguleika sína. Guðmundur Sigurðsson, rann- sóknarlögreglumaður á Suður- nesjum, lýsti aðdraganda rann- sóknarinnar. Lögreglunni fannst grunsamlegt að sjö nígerískar konur, annað hvort ófrískar eða með börn, kæmu frá sama svæðinu til Íslands á ellefu mánaða tímabili, sumar með tengsl við Tony sem var þá hælisleitandi. Þá hafi félags- þjónustan í Reykjanesbæ látið lög- regluna vita að Tony væri að klæðast dýrum fatnaði og væri með dýra hluti, en innkoman hans væri lítil. Var því ákveðið að fara í húsleit þar sem haldlagðir voru munir, sem sumir hverjir voru ætlað þýfi. Þar á meðal 17 jakkar, 14 gallabuxur og 19 pör af skóm. „Það er ekkert óeðlilegt að lög- reglan sé á varðbergi þegar allar þessar konur flykkjast til landsins,“ sagði Óskar Thorarensen, lögmaður ríkisins, sem jafnframt hafnaði öllum ásökunum um að lögreglan hefði beitt vanvirðandi eða ólög- mætri þvingun, eða gengið of langt í sínum rannsóknum. En lögreglan gerði fjárhagsrannsókn, líkams- rannsókn og erfðafræðirannsókn á Tony og öðrum aðilum málsins. Kom þá í ljós að ein konan væri hálf- systir hans. Sagði Óskar málið umfangsmikið, að Tony hefði verið tvísaga í skýrslu- tökum og bæri því eigin sök. Á end- anum hefði málið verið látið niður falla vegna fyrningar. Kristján Ágúst Flygenring, lög- maður Tony, sagði að sönnunargögn í málinu hefðu verið af verulega skornum skammti og meðalhófs hefði ekki verið gætt. Eftir skýrslu- töku af Tony í desember árið 2013 hefði ekkert gerst frekar í rannsókn málsins og ekkert sem réttlætti að hann væri með réttarstöðu sak- bornings í mörg ár til viðbótar. „Ekki verður annað séð en að reynt hafi verið að tengja hann við ýmis af brot, þar á meðal mansal,“ sagði Kristján og vísaði til leka- málsins. Jafnframt að enginn fótur hefði verið fyrir þessum ásökunum á hendur honum. n Óttast að keyra nálægt Litla-Hrauni Omos krefur íslenska ríkið um 4 milljónir vegna með- ferðar lög- reglunnar og gæsluvarðhalds. Fréttablaðið/ anton brink bth@frettabladid.is Náttúruvá Snjóf lóð sem féllu á Ólafs fjarðar veg í fyrrinótt voru allt að sex metra þykk. Vegagerðin ruddi veginn. Samkvæmt Veðurstofunni er óvenjulegur veikleiki í snjónum á Norðurlandi þessa dagana. Eru ökumenn á vélsleðum sér- staklega varaðir við og beðnir að fara varlega í fjalllendi og á sú aðvörun um alla aðra sem ferðast utan alfaraleiðar fyrir norðan. n Tvö stór snjóflóð á Ólafsfjarðarvegi Nærri Ólafsfirði. Fréttablaðið/JSE kristinnpall@frettabladid.is FasteigNir Húsnæðisverð á Íslandi hækkaði um 246,55 prósent frá árinu 2010 fram á þriðja ársfjórðung síðasta árs. Aðeins í Tyrklandi hefur húsnæðisverð hækkað meira á sama tímabili. Á sama tíma hefur hús- næðisverð lækkað á Spáni, Kýpur og Ítalíu. Þetta kemur fram í nýrri saman- tekt Eurostat, tölfræðiveitu Evrópu- sambandsins, á þróun húsnæðis- verðs síðastliðin ár. Ef nánar er rýnt í þróunina kemur fram að fasteigna- verð hérlendis hafi hækkað á hverju ári frá 2010. n Verðhækkunin sú næstmesta í ESB Aðeins í Tyrklandi hefur húsnæðis- verð hækkað meira en á Íslandi. Þuríður segir Ísland orðið algjört biðlistaland 4 Fréttir 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGURFréttablaðið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.