Fréttablaðið - 11.01.2023, Blaðsíða 20
V8-bensínvélin fær
að halda sér í G63-
útgáfunni.
njall@frettabladid.is
Þegar Mercedes-Benz G-lína kom
á markað árið 2018 hafði bíllinn
lítið breyst í um 40 ár. Nú er von á
andlitslyftingu bílsins á þessu ári og
náðst hafa njósnamyndir af bílnum
í væntanlegu útliti með lítils háttar
dulbúningi.
Bíllinn mun koma í sama búningi
þegar kemur að málmhlutum en
breytingar verða á stuðara sem fær
ný loftinntök. Bíllinn á myndinni
er AMG G63 og er grillið á honum
einnig breytt. Meiri breytinga er að
vænta innandyra en G-línan er nú
eini bíllinn án MBUX-afþreyingar-
kerfisins en til stendur að bæta úr
því núna. Hvort það þýðir algera
endurhönnun á mælaborði bílsins á
þó eftir að koma í ljós. Búast má við
sömu vélum og áður og samkvæmt
myndum AutoExpress er tvöfalt
pústkerfið einnig sjáanlegt sem
þýðir að V8-vélin fær að halda sér.
Rafdrifin útgáfa er væntanleg árið
2024 og mun einfaldlega heita EQG
en tilraunaútgáfa hans var frum-
sýnd á Bílasýningunni í München
árið 2021. n
Styttist í andlitslyftingu G-línu
Litlar breytingar verða á útliti fyrir
utan framenda. MYND/AUTO EXPRESS
njall@frettabladid.is
Mercedes hefur tilkynnt að 10.000
nýjar hleðslustöðvar verði settar
upp áður en áratugurinn er á enda
sem hluti af nýju hleðslustöðva-
kerfi framleiðandans.
Fyrstu 400 stöðvarnar með
2.500 hleðsluportum alls, verða
settar upp í Bandaríkjunum og
er áætlað að uppsetningu þeirra
ljúki fyrir árið 2027. Þá verður
bráðum farið að setja upp stöðvar
í Evrópu og í Kína, en hver stöð
mun hafa á bilinu 4-30 hleðslu-
port.
Þessar hleðslustöðvar verða
öflugar og ráða við allt að 350 kW
hleðslugetu og munu notendur
geta pantað sér tíma í hleðslu.
Engar áætlanir eru um uppsetn-
ingu stöðva hérlendis eins og er. n
Mercedes með net
hleðslustöðva
Byrjað verður á hleðslustöðvum í
Bandaríkjunum en Evrópa og Kína
fylgja í kjölfarið.
njall@frettabladid.is
Þrátt fyrir að Defender-jeppinn
hafi komið á markað fyrir aðeins
tveimur árum síðan er ekki langt í
að rafdrifin útgáfa hans muni líta
dagsins ljós. Áætlað er að Defender
fái andlitslyftingu árið 2025 og þá
komi rafdrifnar útgáfur hans líka í
öllum stærðarútfærslum. Það þýðir
að kaupendur geti fengið fyrstu
bílana afhenta árið 2026.
Að öllum líkindum má gera
ráð fyrir nýjum undirvagni þar
sem horfið verður frá D7-undir-
vagninum og þess í stað komi MLA
Flex-undirvagninn. Sá undirvagn
getur bæði notast við 100% rafdrif
eða brunahreyfla og er nú undir
nýjustu gerðum Range Rover-jepp-
anna. Búast má við rafútgáfum
Range Rover og Range Rover Sport
árið 2024. Land Rover hefur ekki
verið fyrir róttækar breytingar á
útliti að undanförnu og því má
búast við að Defender haldi útliti
sínu að mestu. Samkvæmt þessari
tölvugerðu teikningu frá Avarvarii
má sjá að líklegasta breytingin er
á framenda bílsins eins og við var
að búast.
Auðvitað verða einhverjar breyt-
ingar á innanrými og tæknibúnaði
en þar sem almenn ánægja er með
innanrými núverandi útgáfu er
ekki von á miklum breytingum
þar heldur. Þeir sem hafa áhyggjur
af því hvort Defender verði minni
jeppi geta verið rólegir því að
rafdrif gefur meiri möguleika á
að stýra átaki og bæta þannig tor-
færueiginleika. Einnig má búast
við meiri veghæð vegna slétts
undirvagns. Búast má við að raf-
hlaðan verði um 100 kWst og að
drægi bílsins verði um 500 km. n
Defender kemur
rafdrifinn 2025
Ekki er gert ráð fyrir miklum útlits-
breytingum á Defender þegar hann
kemur á markað. MYND/AVARVARII
522 4600
www.krokur.net
Krókur er fyrirtæki sem að hefur sérhæft sig í flutningum og björgun ökutækja.
Félagið rekur einnig þjónustumiðstöð fyrir tjónaökutæki þar sem veitt er ahliða
þjónusta í meðhöndlun tjónabifreiða og annarra bifreiða samkvæmt óskum
viðskiptavina.
Krókur býður m.a. uppá:
• Starfsmenn sem eru þjálfaðir og reyndir í bíla- og tækjaflutningum
Taktu Krók á leiðarenda
Vesturhraun 5 210 Garðabær
á þinni leið
8 BÍ L A BL A ÐI Ð 11. janúar 2023 MIÐVIKUDAGUR