Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Blaðsíða 6
Merkum áfanga náð
Skammt hefur verið stórra högga í milli í raf-
orkumálum hérlendis að undanförnu. Með tæp-
lega viku millibili voru tvö ný orkuver vígð og
tekin til almenningsnota. Hinn 10. október Laxár-
virkjunin í Suður-Þingeyjarsýslu og þann 16. s. m.
írafoss-virkjunin.
Með þessum nýju virkjunum hefur virkjað
vatnsafl aukizt úr ca. 32.000 kw. í ca. 80.000
kw. Er þetta langstærsta skref sem stigið hefur
verið í einum áfanga í áttina til rafvæðingar Is-
lands.
Hundruð heimila á norður- og suðurlandi hafa
með tilkomu þessara orkuvera, ef svo má til orða
taka, verið leiddar inn í ljósið. Þúsundir fá nú að
njóta þeirra þæginda sem raforkan færir heimil-
unum í borg og sveit. Bóndinn, sem til þessa hefur
mátt búa við myrkur og kulda, getur nú veitt
sér og sínum byrtu og yl. Ný atvinnufyrirtæki
munu rýsa upp, hráefni sem legið hafa lítt og
ekki nýtt, verða nú unnin til gagns og hags íbú-
um landsins. Slíkur er töframáttur raforkunnar.
Það er því að vonum, að allir Islendingar fagni
þessum merka áfanga í sögu raforkumálanna.
En þrátt fyrir það, að með þessum nýju virkj-
unum hafi virkjað afl verið tvöfaldað, fer því þó
mjög fjarri að raforkuþörfinni hafi verið fullnægt.
Talið er að á orkuveitusvæðum Sogs, Laxár,
Gönguskarðsár, Skeiðsfoss, Andakílsár, og Laxár
í A.-Hún., þ. e. stærstu orkuveranna, séu yfir
2 þús. býli sem enn hafa ekki fengið rafmagn.
Iðnaður og iðjurekstur hefur vaxið með hverju
ári og á eflaust eftir að gera það í enn stærri
mæli enn hingað til. Fyrsti vísir stóriðju — Aburð-
arverksmiðjan — tekur væntanlega til starfa um
eða eftir næstu áramót, unnið er að undirbúningi
Sementsverksmiðju. Allt kallar þetta á aukna raf-
orku — nýjar virkjanir — ný og endurbætt
veitukerfi.
Ljóst er því að hin glæsilegu orkuver sem nú
hafa verið tekin í notkun, eru aðeins lítið brot
þess sem koma þarf í þessum efnum. Gert er ráð
fyrir að írafossvirkjunin muni fullnægja orkuþörf
næstu 4 ára. Þess ber þó að minnast að áætlanir
í þessum efnum hafa lítt staðist, orkuþörfin hefir
ávallt farið langt fram úr öllum áætlunum. Ef
ekki á að koma á ný til mikillar vöntunar á raf-
orku, er því ljóst, að ekkert hlé má verða á áfram-
haldandi virkjunum, heldur ber brýna nauðsyn
til að þegar verði hafist handa. Gert er ráð fyrir
að næsta „stórvirkjun“ verði virjun Efra-Sogs
upp á 27.500 kw, og hefur þegar verið unnið að
áætlunum þar að lútandi. Þegar haft er í huga
að undirbúningur Irafoss-virkjunarinnar stóð í 5
ár og virkjunarframkvæmdirnar í 3 ár, sézt glöggt
hver nauðsyn ber til að fram verði haldið án
tafar, þó gengið sé útfrá að núverandi orka full-
nægi þörf næstu 4 ára, sem þó verður, samkv.
fyrri reynslu, að draga í efa.
Það er nú almennt viðurkennt að raforkan sem
almenningseign, sé ein höfuð undirstaða alls menn-
ingarlífs, lífsþægindi sem allir landsmenn þurfi
að hafa jafnan kost á að njóta. Hitt hefur ýmsum
gengið erfiðar að skilja, sem er eigi að síður
staðreynd, að raforkan er jafnframt undirstaða
þcss atvinnuvegar sem einn hefur reynst þess
megnugur að taka við fólksfjölguninni, þ. e. a. s.
iðnaðarins.
Við áframhaldandi virkjanir ber þ'ví jöfnum
höndum að hafa í huga að leysa raforkuþörf dreyf-
býlisins, og skapa skilyrði til vaxandi iðnaðar í
stærri mæli en hér hefur þekkst til þessa.
Hinar nýju virkjanir eru þýðingarmikill áfangi
á þeirri braut, sem öll þjóðin fagnar.
Á sama hátt mun hún gleðjast yfir hverju nýju
skrefi sem stigið verður í átt að lokatakmarkinu
— fullnaðar virkjunar alls vatnsafls landsins —
rafvæðingar íslands.
Vonandi verður þess ekki langt að býða að við
sjáum hylla undir næsta áfanga.
Óhg.
6 TÍMARIT RAFVIRKJA