Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Side 8
Kjarnorka - Raforka
Rafmagn á nú að framleiðast úr kjarnorku.
Þetta var tilkynnt í Bretlandi nýlega og á til-
raunastöðin að standa í Winscales, Sellafield.
Þar með er náð hámarki sex ára tilrauna, sem
farið hafa fram í Harwell og víðar og er tákn þess,
að Bretland hefir tekið forystuna í nýtingu
kjarnorku til friðarstarfa. Slík hagnýting til iðn-
aðarþarfa getur án efa orðið stórt skref í þeirri
viðleitni að finna lausn á eldsneytisþörf heimsins,
en jafnframt undirstrikar hún kvíða þann, um
framtíðarlausn orkumála, sem verður nú mjög
vart í löndum eins og Bretlandi, en Bretland á
sem kunnugt er engar olíunámur, mjög takmark-
aðar vatnsorku og kolanámur, sem ekki munu
endast nema í ca. 300 ár, en brennsluefnaþörfin
stöðugt vaxandi.
Það er nú vitað, að við kjarnasprengingar er
lögð áherzla á að leysa sem mesta orku á sem
skemmstum tíma og fá þannig sem mestan eyði-
leggingarkraft frá hinum ógurlega hita og þrýst-
ingi, sem þannig myndast. Við hagnýta lausn
kjarnorkunnar, t. d. til raforku framleiðslu, verð-
ur hinsvegar að vera hægt að hafa stjórn á orku-
um-mynduninni, eða breytingu efnis í orku.
Kjamorku stöðvar.
Stöðvarnar sem byggðar hafa verið til þess að
tryggja þessa hömdu lausn orkunnar eru mikill
sigur tækninnar. Þær eru afar nákvæmar að bygg-
ingu og margskonar varúðar-ráðstafanir hefir
orðið að gera til þess að hindra að menn geti
misst stjórn á hinni flóknu vinslu og eins til þess
að vernda starfsfólkið gegn hinni hættulegu geisla-
verkun, sem óhjákvæmilega hlýtur að vera sam-
fara lausn kjarnorkunnar.
Stöðvar þær sem til eru, voru ekki smíðaðar
með raforku framleiðslu fyrir augum, heldur til
framleiðslu efna, sem notuð eru við kjarnaspreng-
ingar og við rannsóknir í kjarneðlisfræði. Geysi-
leg vinna hefir verið lögð í að finna upp vélar
sem nýtt gætu allan þann hita sem myndast við
sprengingar, því áður en þetta mætti takast, var
nauðsynlegt að finna efni, sem þyldu hinn háa
hita og áköfu geyslaverkun án þess að breytast.
Fáir málmar reyndust nothæfir, en þeir sem
stóðust raunina eru mjög sjaldgæfir og erfitt að
vinna þá og smíða úr þeim.
Orkuver það, sem reist verður við Winscales,
verður sennilega af þeirri gerð, þar sem hiti frá
kjarnorkustöð verður notaður til þess að knýja
venjulega rafstöð, en með sérstökum öryggisút-
búnaði, vegna geislaverkanna.
Hitayfirfærsla.
Nokkrar nýjar aðferðir til þess að ná fljótri hita-
vinslu úr kjarnorku eldsneyti (uraníum) hafa
verið birtar, en sú athyglisverðasta er sú, að nota
bráðna málma. Málm sodium og blanda úr sodí-
um og potasíum eru notuð í lokuðum hringrásum,
til þess að hindra sýringu (oxidation).
Þess má geta hér, að bráðnum málmum er hægt
að dæla um lokað kerfi með rafseguldælum sem
hafa enga hreifanlega hluti.
Ofannefnd aðferð virðist taka öðrum aðferðum
sem reyndar hafa verið langt fram, vegna hinn-
ar geysilegu hitaorku sem hægt er að framleiða
úr mjög litlu efnismagni. Samkvæmt útreikning-
um mun vera hægt að fá sömu orku úr einu tonni
af úranýjum og úr 2'/2 milljóna tonna af kolum.
Hinsvegar er ekki talið að þetta muni lækka
rafmagnsverðið að neinu ráði.
Kjarnorku eldsneyti er ennþá mjög dýrt og
ennþá of sjaldgæft til þess að hugsað sé um það
eingöngu til raforkuvinnslu, en til þess að gera
vinnsluna fjárhagslega örugga, verður hið nýja
orkuver þannig útbúið, að jafnframt því sem úr-
aníum er notað, myndast annað efni, Plutoníum
sem er jafnverðmætt, en það er notað við kjarna-
sprengingar. Einnig eru vísindamenn og jarðfræð-
ingar önnum kafnir við að finna ný efni sem inni-
8 TÍMARIT RAFVIRKJA