Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Page 11
NÝR ÞÁTTUR ÍSLENZKS IÐNAÐAR:
VerksmiSja, er framleiðir rafhreyfla,
tekur til starfa
Fyrir nokkru hvisaðist að hafin væri undirbún-
ingur að stofnun verksmiðju hér í bæ, er fram-
leiðir rafhreyfla. Vakti fregn þessi mikla athygli,
þar sem hér er um nýjan iðnað að ræða. Að
vísu mynnumst vér þess, að hafa séð á Iðnsýning-
unni 1952 rafhreyfla, sem framleiddir voru á Ak-
ureyri, en ekki minnumst vér þess að hafa séð
framleiðslu þess fyrirtækis á markaði hér. Getum
vér oss til, að þar hafi eingöngu verið um til-
raunaframleiðslu að ræða. Athygli sú er frétt þessi
vakti varð þó stórum meiri þegar upplýst var að
a. m. k. tvær slíkar verksmiðjur myndu í uppsigl-
ingu. Við eftirgennslan komst Tímaritið á snoðir
um að Samband ísl. samvinnufélaga stæði að
stofnun annarar verksmiðjunnar og myndi hún
um það bil að hefja starfrækslu.
I þessu tilefni snérum vér oss til hr. Stein-
gríms Hermannssonar, rafmagnsverkfræðings, en
hann hefur að hálfu S. í. S. annast undirbúning
að þessari starfsemi, og veitti hann oss góðfús-
lega eftirfarandi upplýsingar:
Verksmiðjan:
Verksmiðjan verður til húsa í byggingu Jötuns
h.f. við Hringbraut, og fær þar til umráða rösk-
lega 200 m2 húsnæði, sem er þannig fyrir komið
að það má mjög auðveldlega stækka eftir því sem
starfsemin eykst og þörf krefur.
Verksmiðjuhúsnæðið er á einni hæð og skiptist
niður í steypudeild, renni og véladeild, og vind-
inga og samsetningardeild. í hverri deild er fyrir
komið þeim vélum og tækjum, er hvert starf út-
heimtir, voru nokkrar þeirra til hér í eigu S. I. S.,
en aðrar eru keyptar erlendis í sambandi við
verksmiðjustofnunina.
Að framleiðslunni munu fyrst í stað starfa 3
Þjóðverjar, einn málmsteypumaður, einn renni-
smiður og einn vindingamaður, sem sérmenntaðir
eru til þessara starfa, auk íslendinga, sem þeim
er ætlað að þjálfa.
í tengslum við verksmiðjuna mun svo Rafmagns-
deild S. I. S. starfrækja viðgerðarverkstæði sem
mun annast viðgerðir á allskonar rafmagnstækj-
um, en þar munu eingöngu starfa íslenzkir raf-
vélavirkjar.
Framleiðslan.
Fyrst í stað mun verksmiðjan binda framleiðslu
sína við „kortslutnings“ hreyfla upp í 15 Hö. En
síðar er áformað að framleiða einnig aðrar gerðir,
svo og generatora fyrir sveitirnar.
Hreyflarnir verða gerðir eftir þýzkum fyrir-
myndum, og mót fengin frá þýzka firmanu Elektro-
motoren Briiss & Co í Berlín, Briiss er reyndar
einn hinna þriggja Þjóðverja sem S. I. S. hefur nú
fengið í þjónustu sína við hina nýju verksmiðju.
En hinir tveir voru áður samstarfsmenn hans í
Berlín.
Um framleiðslu hreyflanna er annars það að
segja, að húsin verða steypt hér úr alaminíum,
og mun verulegur hluti þess fást hér innan lands.
Öxlar verða einnig skornir og renndir hér, en
kjarnajárnið verður flutt inn tilskorið, svo og að
sjálfsögðu vír og einangrun.
Framleiðslugeta. — Gjaldeyrissparnaður.
Gert er ráð fyrir að verksmiðjan muni fyrst í
stað, með þeim mannafla sem rætt var um að
framan, geta framleitt 400—500 hreyfla á ári, mið-
að við algengustu gerðir. Verðlag mun verða full-
komlega samkeppnisfært við lægsta verð á inn-
fluttum hreyflum nú.
Lauslegar áætlanir sem gerðar hafa verið sýna,
að gjaldeyrissparnaður af því að framleiða hreyfl-
ana hér, miðað við ef flytja þá inn fullgerða, verð-
ur allt að 50%.
Verksmiðjan mun taka 1 árs ábyrgð á þeim
hreyflum er hún framleiðir.
Rafnmagnsdeild S. I. S. mun sjá um sölu og
dreyfingu framleiðslunnar og að sjálfsögðu selja
TÍMARIT RAFVIRKJA 1 1