Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Síða 12

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Síða 12
Bjargmundur Sveinsson sjöfugur Fara árin öll í hvarf, ei ég má þau kryfja, en eftir sjötugt æfistarf, er upp svo margt að rifja. Þessi vísa datt mér í hug, þegar ég frétti fyrir nokkru að Bjargmundur Sveinsson hefði átt sjö- tugsafmæli í ágúst síðast liðnum. í tilefni þessa af- mælis og með Tímaritið í huga, brá ég mér heim til Bjargmundar eina kvöld- stund. Bjargmundi virðist ekki mikið um það gefið að tala um sjálfan sig eða sín störf, þó fékk ég að vita, að hann er fæddur 29. ágúst 1883 að Efri Ey í Meðallandi, en ólst upp að Rofabæ hjá Ingimundi hreppstjóra og konu hans. Bræður hans voru átta og eru fjórir þeirra enn á lífi, en þeirra kunnastur mun vera Jóhannes listmálari Kjarval. Systur voru fjórar og lifa tvær enn þá. Bjargmundur fluttist til Reykjavíkur árið 1907 og var fyrst við skósmíðar, m. a. hjá Arna Arna- syni og lærði þá iðn til fulls. Síðan við ýms störf, m. a. gull-leit í Vatnsmýrinni, en „aksíufélag“ hafði verið stofnað með það fyrir augum að vinna þar gull úr greipum mýrarinnar. Þar fékk Bjarg- mundur orð fyrir að vera góður „bormaður“ og var því seinna ráðinn til Vatnsveitunnar og vann þar um hríð. bæði á verksmiðjuverði og í smásölu eftir venju- legum reglum þar um. Framleiðsla að hefjast. Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd á undirbúning, er gert ráð fyrir að fyrsta framleiðsl- an komi á markað í byrjun næsta árs. Óhg. Þó gat varla hjá því farið á þeim árum, að dug- andi maður og framsækinn eins og Bjargmundur, lenti á sjónum. Enda mun hann hafa kannað flest stig sjómennskunnar: mótorbáta, skútur, togara, salt, ís og síldveiðar. Hann kynntist togaralífinu áður en vökulögin komu, síldarárum og síldar- leysisárum. Einu sinni vestur á Hala er svo ákveðið að senda Eiríki Ormssyni skeyti og biðja hann að útvega sér vinnu í landi. „Ekki datt mér þá raf- virkjun í hug“, segir Bjargmundur, en endirinn varð þó sá, að ég réðist til Ormsbræðra og byrj- aði á því að leggja nýja raflögn í b.v. Klementínu. Það var árið 1925. „Eg er líka að vissu leyti steinaldarmaður“ held- ur Bjargmundur áfram, „því að oft var unnið að því dögum saman, að höggva raufar í steinveggi fyrir rafmagnspípum. Seinna kom svo einhver listamaður með þá hugmynd að setja trélista í mótin, og enn síðar var farið að setja pípurnar sjálfar í steypumótin. Þetta er aðeins sem á dæmi um þá breytingu, sem orðið hefir á vinnubrögð- um síðustu tuttugu árin“. Bjargmundur mun vera einn elzti félagi sveina- félagsins og var sá fertugasti sem gekk í það félag. I stofu Bjargmundar má meðal annara góðra mynda sjá eina, sem er táknræn fyrir einn þáttinn í lífi hans. Myndin sýnir mann sem rær einn á opnum báti, en umhverfis er himinn og haf. Þau ár sem ég vann með Bjargmundi, varð ég aldrei var við, að hann slægi slöku við. Mér er einnig kunnugt um þann „gamaldags“ hugsunarhátt hans, að honum finnst hann aldrei geta unnið hús- bónda sínum sem skyldi. En samt hefir hann í raun og veru aldrei yfirgefið sjóinn. Hann hefir alla tíð átt sér lítinn bát og notað frístundirnar til að bregða sér vestur á Svið eða upp í Hval- fjörð. Þegar ég í fáfræði minni spyr Bjargmund hvað það sé sem dregur hann út á sjóinn, svarar hann blátt áfram: „Eg held að það sé sjálfsbjargarviðleitnin. Eg hafði lengi þungt heimili og Ægir hefir oft verið gjöfull, þó ekki væru allar ferðir til fjár. Ekki má heldur gleyma því, að fátt mun fegra á landi hér en landsýn utan af flóa, einkum árla morguns og á kyrrum sumarkvöldum. Og allt af finnst mér ég koma betri maður að landi, heldur en þegar ég lagði af stað. R. S. 12 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.