Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Page 16

Tímarit rafvirkja - 01.12.1953, Page 16
Klæðum landið I tilefni af 25 ára afmæli félagsins var það ákveðið á félagsfundi að fá land í Heiðmörk til gróðursetningar. Kvöldið sem átti að fara, leit heldur illa út því það var úrhellis rigning, en þá voru mættir 8 strákar, heldur vígalegir og til í allt. Fararstjórinn, Bjargmundur Sveinsson, sagði að veðrið mundi lagast. Þegar uppeftir kom var komið bezta veður. Ekki þótti nú mönnunum sem sáu um gróðursetninguna hópurinn stór, en þó fengum við kassa með 1500 plöntum og var nú haldið út í landið sem okkur var ætlað og tekið til óspilltra málanna, hver plantan af annarri komst á sinn stað, þetta voru duglegir og samtaka piltar. Svo mikill var flýtirinn að Bjargmundur hafði rétt tíma til að láta einn og einn brandarana fjúka, enda urðu skógarverðirnir hissa þegar við komum með aðeins 200 plöntur til baka. 1300 plöntur gróðursettar á 2% tíma af 8 mönnum. Þetta var met í gróðursetningu. Félagar, við þurfum að halda þessu meti. Þegar á að fara í Heiðmörk þurfa allir að mæta, landið okkar þarf að verða fallegast og þegar stundir líða byggjum við okkur skála þarna í skógarrjóðrinu og njótum ávaxtana af hinu skemmtilega gróðursetningar- starfi. Aðalsteinn Tryggvason. Are you ready? Á stríðsárunum gengu margir rafvirkjar vel fram í því, að leggja raflagnir í hermannaskála og lögðu með því sitt lóð á metaskál Bandamanna og flýttu fyrir sigri þeirra. Eitt sinn var rafvirki nokkur að ljúka við raf- lögn í einn skálann eða skálahverfið og var þar mikið um dýrðir, því að enskir, sem sumir hverjir voru titlaðir Sir á friðartímum og voru vanir þægindum, kunnu illa íslenzku skammdegis- myrkri og kertaljósum, vildu nú gjarna fagna komu rafljósanna og hafði verið losað um tappa í 380 Volta í Smáíbúðahverfið? Tíðindamaður blaðsins átti nýlega tal við Sig- urð Jakobsson hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur um þetta mál, og fer samtalið hér á eftir. Hvað getið þér sagt mér um 380 volta kerfi í smáíbúðahverf ið ? Það mun rétt, að komið hefur til orða að setja slíkt kerfi. Ef til slíks kemur, hvers þurfa þá rafvirkjamir að gæta, nú þegar lagt er í húsin? Að sjálfsögðu verður hver heimtaug ekki nema 220 volt, einn fasi og núllið og má því tæplega gera ráð fyrir þrífasa tækjum, án þess að auka- kostnaður fylgi við heimtaugar, enda þá um 380 Volta tæki að ræða. Hvað um þá reglu, að núllið eigi að vera í hringinn á öllum fasttengdum lamphöldum og „póllinn“ fari í rofann? Þetta atriði er talsvert umdeilt, og óráðið er hvort þessu verður haldið til streytu, þar sem yfirleitt er ekki fluttur til landsins mislitur vír og því erfitt að tryggja rétta tengingu. Hvað um öryggi? Það mun vera venja í Bandaríkjunum að setja aðeins öryggi í „pólinn“, en tengja núllleiðsluna í klemmubretti. Þetta er tafsamt í viðgerðum, með- an töflur eru gerðar eins og hér, og þar að auki er ákvæði í Reglugerð Rafmagnseftirlits Ríkisins um, að setja eigi var í núllið í greinum, þannig að einungis mun þurfa að breyta þessu í kvíslum, ef einhverjar eru. En jarðtenging á núllinu í húsunum? Ekki er búið að athuga það ennþá, enda ástæðu- laust að gera sér sérstaka fyrirhöfn, þar sem töflu- kassar í húsunum eru jarðbundnir, og þarf þá aðeins að tengja frá töflukassanum í núllið, ef til kemur. ENDIR. Wisky-flösku og officerar og óbreyttir biðu nú með öndina í hálsinum, en rafvirkinn stóð uppi á kassa, tilbúinn að setja vörin í, rétti út hönd sína og hrópaði: „Are you ready?“ Bang! Það kom ógurlegt neistaflug. Vörin brunnu á svipstundu og það varð jafnvel enn þá skuggsýnna í skálanum eftir en áður. 16 TÍMARIT RAFVIRKJA

x

Tímarit rafvirkja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit rafvirkja
https://timarit.is/publication/1766

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.