Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2023, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.01.2023, Qupperneq 6
Á veiðislóð hjá mér hefur bleikjan bara ekki sést í tvö sumur. Þetta er bara hræðilegt. Pjetur Maack, silungsveiðimaður Vaxtarmöguleikarnir eru gríðarlegir. Sigurgeir Bárðar- son, lögfræð- ingur hjá SFS Þetta er bara mjög spennandi. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Á öllum stöðum er bleikjunni að hraka. Finnur Ingimars- son, forstöðu- maður Nátt- úrufræðistofu Kópavogs Bleikjustofnar í Þingvallavatni eru í umtalsvert verra ástandi en á níunda áratugnum. Ástæðan er hlýnun vatnsins vegna loftslagsbreytinga og ekkert virðist til bjargar. gar@frettabladid.is umhverfismál Finnur Ingimars- son, forstöðumaður Náttúrufræði- stofu Kópavogs, segir sláandi mun á ástandi bleikjustofna í Þingvalla- vatni miðað við það sem var um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Finnur gekk á fund Þingvalla- nefndar fyrr í vetur og kynnti þar niðurstöður vöktunar á Þingvalla- vatni. Þar kom fram að hrun væri í viðkomu murtu og vísbendingar um að bleikjan sé að gefa eftir. „Á flestum stöðum er bleikjan að gefa töluvert eftir – miðað við veiði sem fór fram 1984. Þá var veitt á þremur stöðum í vatninu; við Mið- fell, við Lambhaga sem er vestan til og svo norður á Bjarnarmöl sem er undan þjóðgarðinum,“ segir Finnur um stöðuna við Fréttablaðið. „Þegar bornar eru saman veiði- tölur og hlutfall er svolítið sláandi munur á milli þessara tíma þar sem bleikja hefur á flestum sviðum gefið eftir á meðan urriði hefur vaxið töluvert,“ segir Finnur. Að sögn Finns er bleikjan aðlöguð kulda. Hlýnun Þingvallavatns vegna loftslagsbreytinga sé að öllum lík- indum þáttur í hnignun bleikjunnar í Þingvallavatni. „Og það er náttúr- lega erfitt að bregðast við því, kerfið er svo tregt,“ segir hann spurður hvort eitthvað sé til ráða svo snúa megi þróuninni við. Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur frá árinu 2007 vaktað svif- vistina í Þingvallavatni. Murtan í vatninu, sem lifir á svifi, hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum, sérstaklega á síðustu tveimur eða þremur árum að sögn Finns. Fyrir Þingvallanefnd kynnti Finnur áform um aukna vöktun á vatninu og lýsti nefndin áhuga á að koma að því verkefni. „Við viljum efla vöktunina til að fá betri sýn á hvað er að gerast,“ segir hann. Þessi þróun er ekki bundin við Þingvallavatn heldur virðist dæmi- gerð fyrir Ísland og aðra staði á norðurslóðum. Finnur bendir á gögn frá Íslandi og Noregi sem fram koma í nýrri skýrslu sem byggir á rannsókn sem nær yfir tuttugu ára tímabil og tekur til bleikju í Noregi og á Ísland. Einn höfunda hennar er Guðni Guðbergsson hjá Hafrann- sóknastofnun. „Á öllum stöðum er bleikjunni að hraka,“ segir Finnur. n Bleikjan í Þingvallavatni á mjög undir högg að sækja Murtan er að hverfa og bleikjan er að gefa eftir í Þingvallavatni. Loftslagsbreytingar eru líklegur áhrifavaldur. Mynd/Aðsend gar@frettabladid.is umhverfismál „Þingvallavatn er eitt mesta náttúruundur sem við eigum á Íslandi og peningagræðgi er að eyðileggja þetta alveg big time,“ segir Pjetur Maack silungsveiði- maður. „Á veiðislóð hjá mér hefur bleikj- an bara ekki sést í tvö sumur. Þetta er bara hræðilegt,“ segir Pjetur sem á gamlan ættarbústað í landi Mið- fells við austanvert Þingvallavatn og hefur stundað þar silungsveiði á stöng óslitið í hartnær fjóra áratugi. Pjetur segir skýringuna á veikri stöðu bleikjunnar felast í hinu fornkveðna; að peningarnir ráði, „money is king“, eins og hann orðar það. „Við Þingvallavatn núna eru tvö ef ekki þrjú félög sem eru að selja veiði- leyfi í urriða. Það er skylda að sleppa öllum urriða og urriðahrygna sem hrygnir annað hvert ár étur þyngd sína á þremur til fjórum dögum það ár sem hún hrygnir,“ bendir Pjetur á. „Við það að sleppa öllum urriða þarf hann að éta og hann étur allt. Bændur nenna ekki að setja niður net lengur fyrir bleikju því urriðinn ræðst á hana í netinu og rífur allt og tætir því hann er svo svangur,“ útskýrir Pjetur og segir einnig að þar sem urriðinn sé svo svangur taki hann agn veiðimanna í stórum stíl og út spyrjist að veiðivonin sé svo góð. „Þannig að þetta bítur í rassinn á sjálfu sér.“ n Pjetur Maack segir peningagræðgi að drepa bleikjuna í Þingvallavatni Pjetur Maack á góðum veiði- degi í landi Miðfells við Þingvallavatn. Mynd/Aðsend ser@frettabladid.is sKiPulAGsmál Forkólfar Reykja- víkurborgar hafa skipað dómnefnd í opinni alþjóðlegri samkeppni um þróun Keldnalands, sem Reykjavík- urborg og Betri samgöngur standa í sameiningu að, en undirbúningur að uppbyggingu svæðisins hefur staðið yfir frá 2021. Samk væmt tilk y nningu frá borginni eru þau Brent Toderian og Maria Vassilakou á meðal dóm- nefndarmanna, en þau hafi sett sitt mark á Vankúver og Vínarborg, sem séu iðulega tilnefndar í hópi lífvæn- legustu borga í heimi. „Þetta er bara mjög spennandi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og formaður dómnefndarinn- ar, en fengur sé að því að fá þekkta og öfluga sérfræðinga í dómnefnd- ina sem muni auka áhuga á sam- keppninni. „Hugsunin er að byggja nýtt borgarhverfi í samræmi við grænar áherslur framtíðarinnar,“ bætir hann við. Samkeppnin um þróun Keldna- holts er ein sú stærsta sem ráðist hefur verið í hér á landi en með henni er verið að fara nýjar leiðir við að þróa byggð í borginni, eins og segir í tilkynningu borgaryfirvalda. „Í stað þess að kalla eftir hönnun- arlausnum sem sýna ítarlegt heild- arskipulag fyrir allt svæðið, þar sem allt er leitt til lykta, er leitast við að fá fram ramma um megin innviði, svo sem Borgarlínu og græn svæði og raunhæfa áætlun um þróun og uppbyggingu svæðisins og lykil- hönnunarviðmið,“ segir þar. Lögð sé áhersla á að uppbygging svæðisins byggi á skynsamlegri áfangaskiptingu og f jölbreytni byggðarinnar verði tryggð með fjöl- mörgum smærri skipulagsreitum. Markmiðið sé þannig að deiliskipu- leggja og byggja þetta stóra hverfi í mörgum smærri áföngum. Auk Dags, Brents og Mariu eru í dómnefndinni Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri skipulagssviðs, og Davíð Þorláksson, Guðrún Ögmundsdótt- ir og Þorsteinn R. Hermannsson hjá Betri samgöngum. n Keldnaholt byggt í anda Vankúver og Vínar ser@frettabladid.is fisKeldi Sérfræðingar á vegum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, telja að fiskeldi hér á landi, jafnt í sjókvíum og inn til lands, geti tífaldast á næstu árum – og árs- framleiðslan fari úr tæplega fimm- tíu þúsund tonnum í yfir fimm- hundruð þúsund tonn. Samtökin birtu spá sína um þetta efni í gærdag – og af henni má ráða að umskipti séu að verða í fisk- vinnslu hér á landi sem um langa hríð hefur einkum og sér í lagi verið háð veiðum á hafi úti. „En það verður auðvitað að gerast í sátt við samfélagið og náttúruna,“ segir Sigurgeir Bárðarson, lög- fræðingur hjá SFS, „og þar kemur til góða,“ bætir hann við, „að við erum heldur á eftir í þessari upp- byggingu miðað við Norðmenn og Færeyinga og getum því lært af mis- tökum þeirra.“ Hann segir áskoranirnar í þessu efni vera miklar. „Vaxtarmöguleik- arnir eru gríðarlegir,“ segir Sigurgeir og bendir jafnframt á að það eigi ekki bara við um verðmætasköpun- ina, því mannaflsþörfin er mikil og talin jafnt í beinum og afleiddum störfum um allt land. „Þar eru enn einar áskoranirnar komnar,“ segir Sigurgeir. „Og þar þarf menntakerfið að taka við sér svo nægt framboð verði af sérhæfðu fagfólki í uppbyggingunni á næstu árum.“ n Fiskeldið geti tífaldast á næstu árum Þörfin er mikil í beinum og afleiddum störfum. FréttAblAðið/Anton brink 6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023 FiMMtUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.