Fréttablaðið - 19.01.2023, Qupperneq 13
Lykilatriði í búskap hverrar þjóðar
er að tryggja samkeppnishæfni
atvinnulífsins.
Þjónusta ríkisins þarf líka að
standast samanburð við það besta
sem þekkist í grannlöndunum.
Ríkissjóður Íslands stendur
jafnfætis öðrum að því leyti að
heimildir til skattheimtu eru
svipaðar.
Hins vegar geta aðrar kerfislegar
aðstæður skekkt samkeppnis-
stöðu ríkissjóðs og veikt mögu-
leika hans til að sinna þjónustu-
hlutverki sínu þannig að það
standist samjöfnuð við grann-
löndin.
Viðurkenningar
Í greinargerð með fjármálaáætlun
í fyrravor gerði fjármálaráðherra
grein fyrir því hvernig gjaldmið-
illinn veikir samkeppnisstöðu
ríkissjóðs.
Þar benti hann réttilega á að
ríkissjóður getur ekki tekið lán í
sama mæli og grannlöndin vegna
hættu á að það leiði til óæskilegra
vaxtamunarviðskipta. Þau eru
stunduð af erlendum sjóðum, sem
krækja í hæstu vaxtagreiðslur frá
skattborgurum þeirra landa sem
búa við veika gjaldmiðla.
Hitt er pólitísk þversögn að
þessi viðskipti hafa oft hjálpað
Seðlabankanum við að halda uppi
gengi krónunnar á kostnað launa-
fólks.
Í þingbyrjun sagði forsætisráð-
herra síðan í svari við fyrirspurn
frá formanni Viðreisnar að krónan
væri ástæðan fyrir mun hærri
vöxtum og meiri vaxtahækkunum
en í grannlöndunum.
Orsakasamhengi
Eftir því sem hlutfall vaxtaút-
gjalda ríkissjóðs er hærra lækkar
hlutfall útgjalda til annarra þátta,
þar á meðal heilbrigðismála.
Þarna er órjúfanlegt orsakasam-
hengi á milli.
Heildarskuldir ríkissjóðs eru
hlutfallslega aðeins þriðjungur
af skuldahlutfalli skuldugustu
þjóða Evrópu. Samt eru vaxtaút-
gjöld ríkissjóðs hærra hlutfall af
þjóðarútgjöldum en hjá þeim.
Samkeppnisstaða ríkissjóðs er að
sama skapi verri.
Hlutfall vaxtaútgjalda ríkis-
sjóðs er þrefalt hærra en á öðrum
Norðurlöndum. Samkeppnis-
staðan til að sinna sambærilegri
velferðarþjónustu er að sama
skapi lakari.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar
tala opinskátt um veika sam-
keppnisstöðu ríkissjóðs vegna
krónunnar. Þeir vilja hins vegar
ekki taka á þeim kerfislega vanda
sem veldur skekkjunni.
Mengið
Forsætisráðherra sagði á Alþingi
að svona væri þetta vegna stærra
samhengis. Hún hefur hins vegar
látið hjá líða að skýra það frekar
út.
Ljóst er að launafólk er ekki í
því mengi sem forsætisráðherra
kallar stærra samhengi. Það eru
heldur ekki litlu og meðalstóru
fyrirtækin.
Hugsanlega er hún með þau
fyrirtæki í huga, sem hafa fengið
leyfi stjórnvalda til að yfirgefa
krónuhagkerfið. Stóra samhengið
felst þá í því að koma í veg fyrir
að velferðarkerfið, launafólk
og venjuleg fyrirtæki hafi jafna
möguleika.
Þessi mismunun minnti Tómas
Möller rekstrarráðgjafa nýlega á
gjaldeyrisverslanirnar í austur-
þýska alþýðulýðveldinu forðum.
Þar fengu útvaldir að kaupa vest-
rænar vörur með erlendum gjald-
eyri. Vegna stærra samhengis, sem
látið var óútskýrt, mátti alþýðan
aðeins horfa inn um búðarglugg-
ana.
Heilbrigðismálin
Heilbrigðismálin eru það við-
fangsefni sem heitast brennur á
ríkisstjórninni. Það var til bóta
þegar ríkisstjórnarflokkarnir
ákváðu að skipta um heilbrigðis-
ráðherra. Svigrúm hans til að ná
varanlegum árangri er þó áfram
takmarkað meðan slagsíða er á
samkeppnisstöðu ríkissjóðs.
Ráðherraskiptin teygðu á þolin-
mæði þjóðarinnar. En við blasir
að heilbrigðismálin verði aftur
helsta kosningamálið þegar ríkis-
stjórnin leggur átta ára starf í dóm
kjósenda.
Ýmislegt þarf að laga með betra
skipulagi. En sambærilegt heil-
brigðiskerfi og önnur Norðurlönd
búa við kallar á svipað útgjalda-
hlutfall.
Samkeppnisstaðan
Meðan forsætisráðherra stendur
vörð um sitt stóra samhengi er
val um þrjár leiðir varðandi fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins:
Ein er að hjakka áfram í svipuðu
fari. Önnur er almenn hækkun
skatta. Sú þriðja er að auka lán-
tökur og f lytja vandann yfir á
næstu ríkisstjórn.
Reynslusaga núverandi stjórnar-
samstarfs bendir til að reynt verði
að berja í verstu brestina með
lántökum.
Næsta ríkisstjórn þarf því að
gera hvort tveggja að leysa skulda-
vanda ríkissjóðs og fjármögnun
heilbrigðiskerfisins.
Skattahækkun eða
kerfisbreyting
Almennar skattahækkanir geta
tímabundið aukið samkeppnis-
hæfni ríkissjóðs en þær veikja
samkeppnishæfni atvinnulífsins
og minnka ráðstöfunartekjur
launafólks. Slík lausn yrði skamm-
góður vermir.
Líkurnar á því að sú leið verði
farin eftir kosningar eru þó tals-
verðar. Helsta ástæðan er sú að
forysta atvinnulífsins kæfir mark-
visst alla umræðu um kerfisbreyt-
ingar til að bæta samkeppnis-
stöðuna, og forysta launþega leiðir
hana hjá sér að mestu.
Þessa pólitísku klípu þarf að
ræða fram að næstu kosningum. n
Samhengi hluta
Þorsteinn
Pálsson
Af kögunArhóli
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
ÚTSALA
á sýningarvörum í verslun
Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar,
sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60%
afsláttur
Ciro 3 litir
Áður 39.900
NÚ 29.900
Alison
snúnings
Áður 33.900
NÚ 27.000Sierra
nokkrir litir
Áður 25.700
NÚ 19.200
Kato svart
Áður 29.900
NÚ 19.400
Adele
Áður 39.900
NÚ 23.900
Obling 3ja sæta
Áður 129.000 NÚ 103.000
Brookliyn borðstofuborð
220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik
Áður 199.000 NÚ 149.000
Notthingham sófaborð
Áður 116.000 NÚ 58.000
Hill hvíldarstóll með tauáklæði
Áður 176.000 NÚ 123.000
Staturn 3ja sæta
Áður 159.000 NÚ 119.000
25%
25%
25%
25%
40%
50%
35%
30%
20%
20%
Fréttablaðið skoðun 1319. janúar 2023
FIMMTuDAGuR