Fréttablaðið - 19.01.2023, Page 14

Fréttablaðið - 19.01.2023, Page 14
Ofurgróði útgerðarinn- ar hefur ruðningsáhrif þegar hún teygir arma sína um allt viðskipta- lífið með fjárfestingum utan greinarinnar. Með bættum vegasam- göngum mun þeim fjölga sem vilja búa á öðrum staðnum og vinna á hinum. Get ímynd- að mér að með fleira fólk á hærri launum þyrfti síður að kalla út fólk á auka- vaktir eða kalla fólk í vinnu úr sumar- leyfum. Enn á ný er Landspítalinn á milli tannanna á fólki. Nú sárbænir starfsfólk spítalans um aukið fjár- magn til þess að geta sinnt lögbund- inni þjónustu stofnunarinnar. Bæði fjármálaráðherra og heil- brigðisráðherra segja annaðhvort sé spítalinn full fjármagnaður eða að verið sé að vinna í aukinni fjár- mögnun. Til viðbótar segir Willum Þór, ráðherra heilbrigðismála, að mannekla sé rót vandans. Hvers vegna er þá ekki starfsfólki spítalans greidd mannsæmandi laun til þess að laða að nýtt starfs- fólk eða þá hitt að fá gamla góða starfsfólkið til baka sem hefur ein- faldlega gefist upp á álaginu og, já, starfsmannaaðstöðunni? Getið þið ímyndað ykkur hvað spítalinn þarf að greiða mörg hundruð milljónir á ári í auka- vinnu til starfsfólksins? Ég er ekki með þær tölur á takteinum. Get ímyndað mér að með f leira fólk á hærri launum þyrfti síður að kalla út fólk á aukavaktir eða kalla fólk í vinnu úr sumarleyfum o.s.frv. Þetta er eins og að pissa í skóinn sinn. Nú er starfsfólk spítalans búið að fá nóg. Fólkið í landinu er líka búið að fá nóg. Sjúklingar og aðstand- endur liggjandi á göngum spítalans, skoðanir og viðtöl við lækna eru fyrir opnum tjöldum dag eftir dag. Spítalinn alltaf rúmlega fullnýttur og vel það. Legupláss sjúklinga langt undir því sem telst ásættanlegt á hinum Norðurlöndunum. Því miður er þessi umræða ekki ný af nálinni. Í gegnum tíðina hefur umræða um aðbúnað starfsfólks og mikið vinnuálag verið á vörum fólks þar sem stjórnvöld hafa í gegnum tíðina verið krafin um bætt starfs- skilyrði fyrir starfsfólkið. Ég tel, góðir Íslendingar, að í ljósi sögunar verði engum markvissum breytingum náð nema með því að stofna til sérstaks framboðs undir merkjum X-L sem hefði það eina markmið að hlúa að Landspítalan- um og tryggja þar öryggi sjúklinga, minna álag fyrir starfsfólkið og síðast en ekki síst: hraða uppbygg- ingu nýs Landspítala öllum og öllu til heilla. Einn fyrir alla og allir fyrir einn. n Ríkisstjórnin kallar á nýtt Landspítalaframboð Bergvin Oddsson stjórnmála­ fræðingur Deilur um sjávarútveg hafa staðið yfir árum saman og reglulega verða þær háværar. Stóra deilumálið er um hversu lítill hluti arðsins af fiskveiðiauðlindinni rennur í ríkis- sjóð. Enda er það fráleit staða að markaðsverð á kvótanum renni úr vasa útgerðarmannanna í vasa barna þeirra og auður safnist á fárra hendur. En ríkissjóður fái svo fáar krónur fyrir auðlindina að þær standi ekki einu sinni undir þjón- ustu við greinina. Það er réttlætismál að fólkið í landinu fái fullt verð fyrir veiði- leyfin. Að sanngjarnt gjald fyrir auðlindina renni til samfélagsins alls. Besta leiðin til þess er að bjóða út aflaheimildirnar. Flestum finnst það óásættanlegt að nýliðun innan greinarinnar sé nánast ómöguleg nema með kvóta- leigu á okurverði af þeim sömu sem sjálfir greiða slikk fyrir úthlutaðan kvóta. Finna þarf leiðir sem vinna gegn því að kvóti safnist á fárra hendur og tryggja jafnræði á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlind- inni færir útgerðarrisum mikil völd. Áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórn- kerfinu og á stjórnmálamenn geta unnið gegn almannahag. Ofurgróði útgerðarinnar hefur ruðningsáhrif þegar hún teygir arma sína um allt viðskiptalífið með fjárfestingum utan greinarinnar. Fiskistofa sem á að hafa eftirlit með nýtingu og meðferð auðlind- arinnar hefur verið fjársvelt árum saman. Því skortir skilvirkt eftirlit með auðlindinni. Úr því verður að bæta. Leitað lausna Matvælaráðherra skipaði starfs- hópa í fyrra til að finna ásættan- legar lausnir á deilumálunum. Hóparnir hafa skilað bráðabirgða- niðurstöðum. Margar tillögurnar eru ágætar einkum þær sem snúa að málefnum hafsins og orkuskiptum. Tillögurnar eru 60 og skiptast í 38 tillögur sem hóparnir telja að megi útfæra og 22 sem eru til umræðu. Öll deilumálin sem reifuð eru hér að ofan eru enn óleyst og áfram til umræðu. Sumar tillögurnar stang- ast á, t.d. er ekki þörf á útfærslu á veiðigjaldi eða á nýliðun innan greinarinnar ef niðurstaðan verður útboð á aflaheimildum. Matvælaráðherrann segist vilja ná sem mestri sátt um sjávarút- veginn. Miklir hagsmunir eru í húfi og því útilokað að allir verði sáttir ef tekið verður af festu á deilumál- unum. Mestu skiptir að sátt náist við þjóðina, eiganda auðlindarinnar. n Þjóðarsátt Oddný G. Harðardóttir þingmaður Sam­ fylkingarinnar Höfuðborgarsvæðið og Suður- nes eru tvö stærstu þéttbýlissvæði landsins. Þar búa samalagt um 270 þúsund manns og fjölmargir ferðast á milli á degi hverjum. Lang- stærsti alþjóðaflugvöllur landsins er á Suðurnesjum en langflest gisti- rými landsins í Reykjavík. Góðar samgöngur á milli þessara tveggja svæða skipta því miklu máli fyrir landið allt. Reykjanesbraut er nú orðin tvö- föld að stærstum hluta. Til stendur að setja síðasta kaf lann, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, í útboð nú á nýju ári. Þar með verður lokið við þessa farsælu umferðar- öryggisaðgerð sem hefur verið í vinnslu frá aldamótum. Tvöföld Reykjanesbraut útilokar ekki aðra kosti í samgöngum milli svæðanna. Þvert á móti er hún for- senda þeirra. Á meðan svona augljós fjárfesting, sem svona mikið ákall er um, liggur er ókláruð er í raun lítið rými til að eiga umræðu um aðrar samgönguúrbætur á svæðinu. En getum við bráðum gert það. Og þurfum að gera. Hugsum næstu skref Árið 2019 var árleg dagsumferð (ÁDU) á brautinni um 16 þúsund bílar á sólarhring. Það eru nokkurn veginn mörkin þar sem skynsam- legt er að skipta yfir í 2+2 veg. Tvö- föld Reykjanesbraut er því passleg og ætti að duga vel næstu árin. Við vitum þó að líklegt er að umferðin eigi eftir að halda áfram að aukast. Íbúum á Suðurnesjum mun f jölga. Íbúum á höfuðborgar- svæðinu mun fjölga. Með bættum vegasamgöngum mun þeim fjölga sem vilja búa á öðrum staðnum og vinna á hinum. Flugfarþegum mun halda áfram að fjölga. Vaxi umferðin um 4–5% á ári verður hin tvöfalda Reykjanesbraut líka komin að þolmörkum eftir 15–20 ár. Við þurfum að ræða hvað við viljum gera þá. Ef við byrjum ekki að spá þessu fyrir en eftir 20 ár þá munum við örugglega gera það sem við kunn- um best: Að fjölga akreinum og breyta 2+2 vegi verður í 3+3 veg. En það eru aðrir valkostir. Við gætum til dæmis bætt við sérakreinum fyrir strætó og rútur. Nú, eða við gætum skoðað sporbundnar sam- göngur, eins og stundum hefur verið kallað eftir. Sú lausn er án efa dýrust en líka sú sem líklegust er til að hafa mest jákvæð áhrif á ferða- venjur. Ekki lengur smáflugvöllur Hugmyndir um lest milli Reykja- víkur og Keflavíkurflugvallar voru fyrst skoðaðar af einhverri alvöru um seinustu aldamót. Á þeim árum komu um 300 þúsund ferðamenn til Íslands á hverju ári. Seinustu ár hefur talan hæst farið yfir 2 millj- ónir. Ferðamannafjöldinn hefur sem sagt sjöfaldast á tveimur áratugum! Segjum nú að hann bara fimm- faldist á næstu tveimur áratugum. Þá þurfum við samt fimmfalt fleiri rútur og fimmfalt fleiri bílaleigubíla sem munu keyra til Reykjavíkur og leggja þar, nema að við hugsum upp einhverjar aðrar lausnir. Keflavíkurflugvöllur er nefnilega ekki lengur einhver krúttlegur smá- flugvöllur. Hann er kominn á lista yfir þá 60–70 flugvelli Evrópu sem taka á móti flestum farþegum. Eftir nokkur ár verður hann álíka stór og Gardemoen-flugvöllur var á fyrstu árum eftir opnun um síðustu alda- mót. Sá f lugvöllur var tengdur við miðbæinn með lest frá upphafi. Skoðum alla kosti Lestum fylgja auðvitað ókostir, þær eru dýrar, taka pláss, fara bara fyrirframákveðna leið og almennt þá skortir okkur sérfræðiþekkingu vegna þeirra hér á landi. En mín skoðun er að við eigum að halda áfram að skoða þetta. Þetta er verk- efni sem gæti hentað ágætlega sem einkaframkvæmd (eða blönduð framkvæmd) en fjölmargir aðilar í öðrum löndum hafa reynslu af upp- byggingu lestarkerfa. Að lokum vil ég nefna eitt. Frá því að Reykjanesbrautin var tvöfölduð hefur verið vont að hjóla milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Það er glatað. Það þarf að klára hjólastíg þarna meðfram. Þetta er fullkomin dagsferð sem hraustar fjölskyldur og vinahópar gætu farið á fallegum sumardegi. Og tekið svo lestina heim. Eða alla vega látið sig dreyma um það. n Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes Pawel Bartoszek varaborgarfull­ trúi Viðreisnar og formaður svæðis­ skipulagsnefndar SSH 14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 19. jAnúAR 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.