Fréttablaðið - 19.01.2023, Page 29
Hið nýstárlega
langvinsælast á
rauða dreglinum
Verðlaunahátíðir vestanhafs
eru hafnar af fullum krafti.
Kvikmyndastjörnurnar hafa
nú komið saman í glæsilegum
fötum hvaðanæva úr heimin-
um og tók Fréttablaðið saman
það sem mesta athygli hefur
vakið á rauða dreglinum á
hátíðum líkt og Golden Globes
og Critics Choice Awards.
odduraevar@frettabladid.is
Rapparinn og
plötusnúðurinn
Anderson Paak hélt
uppi stuðinu í eftir-
partíinu á Golden Globes.
Hann var glæsilegur í
framúrstefnulegum
rauðbrúnum jakka-
fötum.
Wednesday-
stjarnan Jenna
Ortega klæddist
bleikbrúnum Gucci-kjól
og segist hafa viljað
klæðast einhverju öðru
en dökku að þessu
sinni.
Julia
Garner
klæddist bleikum
kjól frá Gucci með
fallegum steinum. Leik-
konan sló í gegn sem
svikahrappurinn Anna
Delvey í Netflix-
seríunni Inventing
Anna.
Top
Gun-leik-
konan Monica
Barbaro klæddist
glæsilegum og klass-
ískum flæðandi
tjullkjól frá Dolce
& Gabbana.
Dakota
Johnson mætti
í fallegum kjól
frá Gucci þar sem
bakið vakti mestu
athyglina.
Ayo
Edibiri, stjarn-
an úr The Bear, vakti
verðskuldaða athygli
á Critics Choice Awards
fyrir glæsilegan kjól úr
hönnun Thom Browne þar
sem jakkaföt og kjóll
mætast á skemmti-
legan hátt.
Lily James
vakti athygli í
gegnsæjum kjól úr
hönnun Oscar de
la Renta á Critics
Choice Awards.
Anya Taylor-
Joy mætti í gegn-
sæjum kjól frá Dior
Haute Couture á Critics
Choice Awards, með 25
karata demant um háls-
inn og á hælum frá
Jimmy Choo.
Emma D’Arcy og
Millie Alcock vöktu
bæði mikla athygli fyrir
fataval sitt á Golden Glo-
bes. Millie klæddist glæsi-
legum kjól frá Givenchy á
meðan D’Arcy klæddist
stórum smóking frá
Acne Studios.
Fréttablaðið lífið 2519. janúar 2023
fiMMTUDAGUR