Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 5
5Borgfirðingabók 2009
FINNUR TORFI HJÖRLEIFSSON
Fornar dyggðir – ný gildi
Kreppa: hrun fjármálakerfis, lánsfjárþurrð, atvinnuleysi, gjaldþrot,
skipbrot óheftrar markaðshyggju. Enn sjá menn hvorki til botns né
til enda, vita einungis að þrengist í búi flestra. Og þá tala menn með
vonarhreim um Nýja Ísland.
Hvers konar land skyldi það nú vera? Myndin af því er trúlega
óskýr enn í hugum flestra. En kreppan hafði það alltjent í för með sér
að menn fóru að ræða og skrifa um gildi, gömul og ný. Upp hefur
lokist fyrir einhverju fólki, kannski mörgum, að lífið á ekki eingöngu
að snúast um fjárafla, hagnað og gróða. Um veturnætur (18. okt. 2008)
birtist á forsíðu Fréttablaðsins tilvísun í efni inni í blaðinu, þar sem
m. a. stóðu þessi orð: ,,Við enduruppbyggingu landsins þurfa Íslend-
ingar að tileinka sér ný gildi eins og ráðdeild, hógværð og lítillæti.”
Mér brá svo við eitt orð í þessari tilvísun, orðið ný, að ég rauk í gömlu
Biblíuna mína og leitaði í Lúkasi, og fann í 14. kafla 11. versi: ,,Því
að sérhver er upphefur sjálfan sig . . .” o. s. frv. Og samtímis minntist
ég dæmis Síðu-Halls í því dýrðarverki Brennu-Njálssögu, 145. kafla:
,,Nú mun ek sýna þat at ek em lítilmenni” o.s.frv. Ég læt lesendum
eftir að fletta upp í bókunum, ef þeir kunna ekki framhaldið.
Það hljómar vel í mínum huga að ný gildi, breytt hugarfar þjóðar,
megi grundvallast á fornum dyggðum. Ekki dettur mér í hug að
efnisleg gæði skipti ekki máli í velferð þjóðar, en framar öllu þykir
mér þó skipta máli að íslensk menning, menningararfurinn í sífelldri