Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 8
8 Borgfirðingabók 2009
Fjölskyldan sem kemur við sögu:
Afi: Snorri Þorsteinsson (1853-1932), frá Húsafelli, bóndi á Lax-
fossi 1887-1931.
Amma: Guðrún Sigurðardóttir (1858-1954), frá Efstabæ í Skorra-
dal, kona hans, talin fyrir búi á Laxfossi mörg ár eftir lát hans.
Börn þeirra:
Ingibjörg (1887-1981), húsfreyja í Reykjavík, móðir mín.
Kristín (1888-1981), ógift, til heimilis á Laxfossi meðan bærinn
var í byggð, stundum nefnd hér Stína.
Áslaug (1890-1964), húsfreyja í Efranesi í Stafholtstungum.
Þorsteinn (1892-1978), bóndi á Hvassafelli í Norðurárdal.
Elísabet (1894-1986),ógift, til heimilis á Laxfossi meðan bærinn
var í byggð, stundum nefnd hér Ella.
Sigurður (tvíburabróðir Elísabetar, d.1978), bóndi á Gilsbakka í
Hvítársíðu.
Jón (1896-1989), bóndi á Laxfossi, síðastur ábúenda þar.
Magnús ( 1898-1996), bóndi í Árbæ í Álftaneshreppi.
Afi – Snorri Þorsteinsson (13/10 1853 –22/11 1932)
Vorið 1925, þegar ég var á fimmta
árinu, var ég sendur í fóstur að
Laxfossi til Snorra og Guðrúnar,
foreldra móður minnar, og systkina
hennar sem þá voru enn á Laxfossi
en þau voru Elísabet, Kristín, Jón,
Magnús og Þorsteinn.
Ég fór upp eftir í fylgd vinkonu
móður minnar, Guðrúnar Teitsdóttur
frá Haugum (ömmu Guðmundar
Ingólfssonar jazzpíanista). Við fór-
um upp í Borgarnes með flóabátn-
um Suðurlandinu sem nú er að
ryðga niður norður á Djúpuvík,var
þar víst síðast vistarvera starfsfólks
við síldarverksmiðjuna. Ég hef enn í
vitunum eimþræsuna um borð í Suðurlandinu, mér hefur líklega ver-
ið óglatt og trúlega með heimþrá. Foreldra mína sá ég ekki aftur fyrr