Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 11
11Borgfirðingabók 2009
kistulagt. Líklegast hefur Gottskálk Björnsson smiður í Borgarnesi
smíðað líkkistuna, en þó rámar mig í að Kristján bóndi Gestsson á
Hreðavatni, sem var góður smiður, hafi komið þarna eitthvað við
sögu. Húskveðja var heima eins og þá var siður og komu þá einhverjir
náfrændur hans sem ég sá hvorki fyrr né síðar. Man ég eftir Bæjar-
Jóni Björnssyni kaupmanni í Borgarnesi. Jarðsett var að sjálfsögðu
í Stafholti og var ég látinn mæta þar. Man ég lítið eftir þeirri athöfn.
Þorsteinn Björnsson úr Bæ, bróðursonur hans, orti hlýleg erfiljóð, ekki
ósnotur, og Vigfús Guðmundsson veitingamaður í Hreðavatnsskála
skrifaði minningarorð í Tímann.
Snorri hafði á yngri árum verið rösklega meðalmaður á hæð eftir
því sem þá gerðist, fremur grannvaxinn og liðlegur – ég man enn eftir
því hvað hann hafði langar hendur. Hann var ljós yfirlitum og með
ljósgrá augu. Hann var á efri árum með efrivarar- og vangaskegg en
rakaði hökuna. Svona skegg var kennt við Kristján konung níunda
sem var einmitt konungur Íslands þegar Snorri var ungur. Þó held ég
varla að þau hjón hann og Guðrún hafi verið neinir konungssinnar,
nema síður væri.
Amma - Guðrún Sigurðardóttir (5/4 1858 - 17/3 1954)
Þau Guðrún og bóndi hennar,
Snorri Þorsteinsson frá Húsafelli
voru fyrstu búskaparárin á Varma-
læk í tvíbýli við Herdísi, systur
Guðrúnar, og mann hennar, Jakob
Jónsson, en fluttust 1887 að Lax-
fossi og bjuggu þar alla tíð síðan,
leiguliðar Jóns Péturssonar háyfir-
dómara og afkomenda hans, lengst
Friðriks Jónssonar, cand. theol. og
kaupmanns, og konu hans, Mörtu
Bjarnþórsdóttur. Eftir fráfall Snorra
var Guðrún talin fyrir búi fram
undir nírætt en var áfram á Laxfossi
til dauðadags í skjóli barna sinna,
Elísabetar, Jóns (og Hólmfríðar
Sigurðardóttur, konu hans) og Krist-
ínar.