Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 17
17Borgfirðingabók 2009
Þar voru geymd matvæli, svo sem slátur og annað súrmeti í tunnum,
kornvara, í gamalli byrðu og kartöflur í stíu. Þar voru blindflugur
með rauðar lappir, sem krökkum var meinilla við.
Þarna stóð skilvindan og þarna var gert skyr. Í kjallaranum voru
líka geymd ýmis áhöld. Útbygging, Skúrinn, er við norðausturgafl
hússins. Þar voru bakdyrnar þar sem menn hengdu vosklæði. Þaðan
lágu tröppur niður í kjallarann og tvö þrep upp í eldhúsið. Suðurhluti
skúrsins var afþiljuð eldiviðargeymsla, Taðskúrinn.
Eldhúsið var nokkuð rúmgott. Þar var eldavél og borð þar sem
matast var.
Þangað var boðið kunnugum gestum. Á eldhúsinu voru tveir
norðvesturgluggar.
Af bæjarhlaði var gengið upp trétröppur (seinna steyptar) að
framdyrum (suðurdyrum) sem sjaldan var gengið um og inn í mjóan
gang. Á honum voru þrennar dyr (auk útidyranna), þær fyrstu beint
úr enda inn í eldhúsið, aðrar til austurs inn í lítið herbergi sem var
notað sem geymsla og þær þriðju til vesturs inn í stofuna, sem aldrei
var notuð til daglegrar íveru en fyrst og fremst sem gestastofa. Inn af
stofunni var lítið herbergi, gestaherbergið.
Úr eldhúsinu var gengið um brattan stiga upp á efri hæðina, og var
hleri yfir stigaopinu. Komið var upp í lítinn gang með innbyggðum
klæðaskáp þar sem einkum voru geymd sjaldhafnarföt karlmanna. Úr
ganginum voru dyr inn í tvö hornherbergi, vesturherbergið, sem var
sérherbergi Kristínar Snorradóttur, og austurherbergi sem var fyrst
vistarvera bræðranna Þorsteins eða Magnúsar Snorrasona, seinna
svefnherbergi vinnuhjúa og síðast hjónaherbergi. Þriðju gangdyrnar
vissu inn í baðstofuna.Á henni var kvistgluggi til suðausturs og annar
(gaflgluggi) til suðvesturs. Úr baðstofunni sást því vel til mannaferða
um þjóðveginn og heimreiðina að bænum.
Í baðstofunni voru þrjú rúm undir súð. Það voru rúm húsbændanna,
Snorra og Guðrúnar, og Elísabetar Snorradóttur. Eftir að Snorri féll
frá voru vanalega einhverjir krakkar í þriðja baðstofurúminu. Úr
austurenda baðstofunnar voru dyr inn í lítið hornherbergi. Þar svaf
Jón Snorrason og ég eftir að ég stálpaðist. Í baðstofunni sátu konur við
spuna og tóvinnu, en karlar við hrosshársvinnu eða netagerð. Stundum
var lesið upphátt á vetrarkvöldum (einkum útlendir reyfarar), en aldrei
húslestrar. Eftir að útvarpstæki kom á heimilið var það í baðstofunni.
Hún var aðalvistarvera heimilisfólksins í frístundum, einkum á