Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 18
18 Borgfirðingabók 2009
veturna. Þar var kolaofn sem var eina upphitunin á efri hæðinni, en á
neðri hæðinni var eldavélin í eldhúsinu eina hitunartækið. Í kuldatíð
á veturna var því oft kalt í öðrum herbergjum en baðstofunni og
eldhúsinu og hélaðir gluggar. Húsið var upphaflega einangrað með
grámosa (úr Grábrókarhrauni) milli þilja sem hélt í sér einhverju lofti
fyrstu árin en féll svo saman og einangraði ekki neitt, en þegar svo
var komið var upphitun hússins komin í betra horf.
Heimilisfólk og dagleg störf
Systkinin fimm ( Elísabet, Jón, Kristín, Magnús og Þorsteinn), sem áttu
heima á Laxfossi þegar ég kom þangað höfðu öll nema Elísabet verið
eitthvað að heiman. Þorsteinn hafði verið við nám í ungmennaskóla
séra Ólafs Ólafssonar í Hjarðarholti í Dölum. Hann hafði líka verið
Þessi mynd er tekin að sumri 1927 eða 1928.
Á myndinni er heimilisfólkið sem þá var, frá vinstri: Elísabet, Þorsteinn, Guðrún
Sigurðardóttir, Jón, Kristín, Halldór J. Jónsson(framan við hana), Kristín Odds-
dóttir kaupakona, getið í kafla um heyskapinn, Ása Hrefna Jónsdóttir, Magnús.
Ása Hrefna er systir Halldórs og var langdvölum á Laxfossi, einkum þó á sumr-
um. Fólkið stendur við tröppur þar sem var inngangur fyrir gesti. Heimafólk og
kunnugir gengu um bakdyr og þaðan inn í eldhúsið.