Borgfirðingabók - 01.12.2009, Blaðsíða 20
20 Borgfirðingabók 2009
Ella vann lengstan vinnudag allra
á heimilinu. Sláturgerð í slátur-
tíðinni var þó jafnvel meir á hendi
Kristínar. Í sláturtíðinni hafði ég
það skylduverk að halda í ristla
þegar rist var og keppi þegar verið
var að fela upp sem kallað var, þ. e.
að fylla í þá. Stundum var ég látinn
hræra í blóðinu með hríslu þegar
slátrað var heima, t. d. kálfum, til
að blóðið hlypi ekki í lifrar.
Kvennaverkin voru afar marg-
þætt: Mjaltir morgna og kvölds, öll
mjólkurvinnslan (þó voru krakkar
stundum látnir skilja mjólkina),
allir þvottar, ullarvinnan öll, allt
vinnuferlið við að breyta ull í
fat, saumaskapur á ígangsflíkum,
viðgerð á fatnaði og skóm. Þessi verk voru öll fjölbreytileg og tímafrek.
Krakka mátti helst nýta til að tæja ull. Systurnar höfðu þó lært að
prjóna mjög ungar og voru mjög færar í því. Oft voru þeyttir allt að
þrír rokkar í einu í baðstofunni. Eftir að ullarverksmiðjan Framtíðin
var stofnuð í Reykjavík var oft send þangað ull til að kemba í lopa,
og létti það tóvinnuna. Þær mæðgur, Guðrún, Elísabet og Kristín
voru síprjónandi þegar tóm gafst til frá öðrum verkum, sokkaplögg,
íleppa, vettlinga, nærfatnað o. fl. Eftir að Íslenskur heimilisiðnaður
tók til starfa fyrir sunnan sendu systurnar stundum prjónles til sölu
þar, einkum rósavettlinga og sjóvettlinga.
Ljósfærin sem notuð voru við inniverkin á veturna þættu ekki
burðug nú á dögum. Í baðstofunni þar sem heimilisfólkið sat við
vinnuna var einn hengilampi, að mig minnir tólf línu lampi. Reyndar
er þessi lampi enn í minni eigu og er harla fornfálegur. Olíulamparnir
voru aðgreindir eftir stærð brennarans. Minni gerðirnar voru átta og
tíu línu lampar. Þeir voru notaðir í eldhúsinu og minni herbergjum ef
þar var kveikt. Ef þurfti að skreppa í geymslu eða búr eftir að dimmt
var orðið var stundum notast við píputíru sem var heimagert ljósfæri,
glas eða málmkrús fyrir steinolíu með kveik í málmpípu.
Allt vatn til matseldar og þvotta var sótt í brunna í túninu. Þessir
Kristín Snorradóttir.