Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 21
21Borgfirðingabók 2009
brunnar voru ekki djúpir en vatnið
gott. Gamli brunnurinn (í Brunn-
stykki) þornaði upp þegar skurður
var grafinn til að ræsa fram nálæga
mýri. Þá var grafið vatnsból nær
bænum tæplega eins gott (notað
sem mjólkurkælir eftir að vatni var
veitt í bæinn ofan úr Hálsi). Þegar
krakkar höfðu aldur og burði til voru
þau látin sækja vatn. Það var borið
í fötum og vatnsgrind notuð til að
létta burðinn. Það sem hrelldi mig
og aðra krakka við þetta verk voru
brunnklukkurnar (brúnklukkurnar)
í vatnsbólinu. Þetta eru stórar svar-
brúnar bjöllur sem hafast við í
vatnsbólum og tjörnum. Alls konar
hjátrú tengdist þeim, svo sem að
þær flygju ofan í fólk og dræpu það.
Stundum var settur lifandi silungur
í brunna til að útrýma þeim. Það var einu sinni reynt á Laxfossi, en
ekki varð hann langlífur.
Ekki má gleyma skógerðinni, því að allir gengu hversdags á heima-
gerðum skinnskóm þangað til gúmmískórnir fóru að flytjast um 1930,
kvenfólkið þó öllu lengur. Þurfti mismunandi gerðir af skóm eftir því
hvort átti að ganga á þeim innan- eða utanhúss, voru ýmist úr þunnu
lambsskinni (þynnkuskór) eða þykku skinni af stórgripum (leður- eða
hamleðurskór). Þynnkuskórnir voru venjulega þvengjalausir, krakkar
voru þó oft með hælþvengi, en þykku gerðirnar voru með efnismeiri
þvengjum, með ristarbandi. Skæðaskinnið var þannig verkað að fyrst
var það rakað með flugbeittum gæruhníf, síðan var það rotvarið með
blásteinsupplausn. Blásteinn var koparsúlfat, afskaplega litfagrir
kristallar í lögun eins og kandís en því miður eitraðir ef einhver hefði
freistast til að smakka. Upplausninni var hellt yfir skinnið, sem síðan
var brotið saman og látið liggja þannig um tíma. Loks var það spýtt
sem kallað var, strengt á þil með því að reka pinna eða trétitti gegnum
skæklana. Þar hékk það þangað til það var þornað og tilbúið til
notkunar. Skinn sem átti að nota í skóbryddingar, þvengi eða skjóður
Elísabet Snorradóttir.