Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 23
2Borgfirðingabók 2009
Gestsstöðum í Sanddal allt vaðmál
fyrir Laxfossheimilið. Vaðmál var
þá notað í ytri hversdagsflíkur,
nærföt karlmanna, rekkjuvoðir og
rúmábreiður sem gamla fólkið kall-
aði alltaf brekán. Sérstakt verklag
var við að þæfa vaðmál, sem var
erfitt karlmannsverk. Ég skráði eftir
Jóni Snorrasyni nákvæma lýsingu
sem afhent var Þjóðháttadeild Þjóð-
minjasafnsins og er varðveitt þar.
Útiverk karlmanna á vetrum
og þar með aðalvetrarverk þeirra
voru gegningarnar, þ.e. hirðing og
fóðrun búfjárins, sauðfjár og naut-
gripa. Steinolíuluktir höfðu menn
til að lýsa sér í gripahúsunum á
veturna. Fénu var haldið töluvert til
beitar, því að allur var varinn góður
í sambandi við vetrarfóðrið, en aldrei varð heylaust heima, jafnvel
nokkrar fyrningar. Forðagæslumenn komu á haustin til að fylgjast
með því hvort heyfengur bænda væri nægur fyrir það fé sem hafði
verið sett á að hausti.
Ekki veit ég lengur hversu margt féð var á þessum árum (töluvert
á þriðja hundrað?) né hvernig fjáreignin skiptist milli húsbændanna
og systkinanna, en allir áttu kindur, meira að segja átti ég eina á.
Systkinin öll áttu skráð fjármörk, en ég man ekki hvort mörk systr-
anna voru nokkurn tíma notuð.
Bræðurnir voru áhugasamir fjárræktarmenn og lögðu kapp á
að bæta stofninn með því að fá væna og vel ættaða kynbótahrúta
til undaneldis. Man ég vel eftir þremur þeirra: Gottorp var frá sam-
nefndum bæ í Húnavatnssýslu, Kollur var frá Fjarðarhorni í Stranda-
sýslu, af svonefndu Kleifakyni, Kubbur mun hafa verið sonur
Gottorps, heimaalinn. Þessir þrír unnu til verðlauna á hrútasýningum.
Öllum ánum voru gefin nöfn og þekkti Jón Snorrason allar með
nafni, jafnvel á löngu færi. Aftur á móti þekkti ég varla nokkra
kind, en þó þekkti ég alltaf mína eigin.Um fengitímann var haldin
ærbók um gangmál og tilhleypingu ánna. Sauðfjárkynbæturnar
Jón Snorrason.