Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 33
Borgfirðingabók 2009
og jafnaldra minna var að vera það sem kallað var kúskur, sem
fólst í því að vera með tvo hesta og kerrur, og var möl ekið á þeim í
malarvegi þeirra tíma. Við gengum með hlið fyrri hestsins þegar möl
var í vögnunum, en sátum eða stóðum uppi í fyrri vagninum á leið í
malargryfjuna þegar vagnarnir voru tómir. Við sváfum í tjöldum og
höfðum matarskúr þar sem eldað var og borðað. Svo var annar minni
skúr sem hýsti áhöld, skóflur og haka.
Sumarið 1939 var flutt út í vegavinnuna um mánaðamót maí-júní
eða þegar kominn var gróður fyrir hesta. Fyrst var flutt að Ölduhrygg
fyrir vestan Borg. Þar var verið líklega þrjár vikur. Þaðan var flutt
vestur í Urriðaárborgir. Síðast fluttumst við í Stafholtstungur að Þverá,
að brúnni milli Bakkakots og Lunda. Var þetta mikið ferðalag þar
sem við kúskarnir fórum með kerruhestana og kerrurnar. Var farinn
lestagangur og áð öðru hverju. Farið var af stað snemma morguns
og ekki komið fyrr en seint um kvöld á áfangastað. Matarskúrinn
var skrúfaður sundur í einingar og fluttur á vörubílnum M-9, Ford
árgerð 194, sem Geir G. Bachmann ók. Sömuleiðis voru kojur og
tjöld flutt á vörubílnum. Voru í þeim flutningum fullorðnir menn
sem venjulega unnu í gryfju við að moka möl í kerrurnar. Man ég
eftir Einari Ólafssyni (kallaður kokkur, hafði verið bryti á Skildi og
Suðurlandi í ferðum milli Reykjavíkur og Borgarness). Þá var þarna
Runólfur Eyjólfsson, þá bóndi á Beigalda. Líklega var þarna Jón
Sigurbjörnsson, seinna leikari og söngvari.
Haustið 1941 vorum við í vegavinnu við veginn um Ferjukotssíki
(Krókatjörn) í september og október og fram í nóvember. Sá vegur
var alla tíð að síga, og þurfti að hlaða hann upp. Við tókum grjót
úr klettum þarna við Síkið og ókum í hestvögnum og settum utan á
veginn. Síðar mun hafa verið ekið hraungrjóti úr Grábrókarhrauni
utan á veginn á þessum stað. Þegar við vorum þarna var komið gadd-
frost. Vorum við með svokallaðar olíuvélar til upphitunar; voru þær
kyntar með steinolíu.
Dýrðarstundir
Þess má geta hér að þessi þrjú sumur sem ég var í vegavinnunni
fór ég um tíma á Hvítárvallaengjar með foreldrum mínum og voru
það dýrðarstundir. Þarna stunduðu þau heyskap frá 1933 til 1944.
Þá var búið að rækta stór tún í Hamarslandi upp með þjóðvegi ofan