Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 34
4 Borgfirðingabók 2009
Grímúlfskeldu, sem líklega hefur verið hafist handa við1938. Þar átti
faðir minn tvo hektara. Árið 1938, að mig minnir, var stofnað rækt-
unarfélag. Það var að uppistöðu skipað verkamönnum, og mættu þeir
upp eftir, oft gangandi, til að grafa skurði, sem þá voru handstungnir
með skóflu. Einn var í skurðinum og gróf, en annar stóð með kvísl
á skurðbakkanaum og kastaði frá. Nú er nokkuð af þessum túnum
komið undir golfvöll, hrossabeit og iðnaðarhverfi. Svona breytast
lifnaðar- og búskaparhættir manna og þjóða.
Á Eldborginni á síld
Vorið 1942 vann ég í tvo mánuði í Mjólkursamlaginu og hafði, að
mig minnir, 400 krónur í laun á mánuði, án tillits til vinnutíma. Um
mánaðamótin júní-júlí fór ég að vinna hjá Grími hf., þar sem ég var
búinn að ráða mig sem háseta á Eldborgina sem verið var að búa
út á síldveiðar fyrir Norðurlandi. Farið var af stað fljótlega upp úr
mánaðamótum norður. Var farið að kvöldi dags frá Borgarnesi, og gat
ég sofnað þegar komið var út úr Borgarfirði. Þegar komið var töluvert
norður fyrir Öndverðarnes vaknaði ég með ónot í maga. Út á dekk
komst ég, bullandi sjóveikur, og var það allt til þess að beygt var inn á
Aflaskipið Eldborg. Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar.