Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 35
5Borgfirðingabók 2009
Dýrafjörð. Þangað var farið til að fá viðgerð í Vélsmiðju Guðmundar,
sem í þá daga var ein hin fullkomnasta sinnar tegundar á landinu.
Gert var við aðalvél skipsins, sem var fjögurra strokka Bolinder, sett
í gang með mótorlömpum á glóðarhaus. Minnir mig að smíðaður hafi
verið strokkur í vélina. Stansað var fjóra daga á Þingeyri. Þarna var
haldið ball, og þar komu ungu stúlkurnar úr þorpinu og kannski líka
úr sveitinni. Þetta voru bráðfallegar stúlkur, en við yngri mennirnir
vorum feimnir og uppburðarlitlir. Ég man að maður úr Reykjavík á
besta aldri sat þarna við borð með tveim laglegum konum og veitti
þeim sítrón, sem þá var tískudrykkur.
Svartur sjór og landburður af síld
Það er skemmst frá því að segja að veiðarnar voru hrein upplifun.
Þegar norður var komið mátti segja að sjór væri svartur af síld. Við
hófum strax veiðar. Við vorum svo heppnir að Eldborgin var kom-
in með vélar í nótabátana þannig að ekki þurfti að róa þeim með
árum eins og tíðkast hafði frá fyrstu tíð og fram undir þetta, og enn
voru mörg skip með nótabáta sem róið var af hásetum. Var það
hreinasi þrældómur. Voru þetta enskar Lister bensínvélar. Þetta var
á stríðstímum, en ég held að það hafi aldrei hvarflað að mér að hætta
gæti verið á ferðum.
Veiðunum fylgdu miklar vökur. Mig minnir að lengsta törn sem
við fengum við að fylla skipið án þess að geta lagt okkur hafi verið
36 klukkutímar, á Grímseyjarsundi. Þó var alltaf reynt að nýta hverja
stund sem hlé var á að torfa sæist til að kasta sér. Var þá gjarnan
festur kríublundur við hinar ótrúlegustu aðstæður, liggjandi á dekki,
jafnvel sitjandi. Við lönduðum á Hjalteyri. Þangað barst geysimikið
af síld þetta sumar. Hún fór þar öll í bræðslu. Þegar komið var fram
í ágúst var landburðurinn svo mikill að setja varð löndunarbann. Var
ákveðið að skipin skyldu bíða löndunar í þrjá sólarhringa.
Í kringum þetta bann spannst nokkur saga.
Skemmtiferð að Mývatni
Í löndunarstoppi fórum við inn á Akureyri. Þar var farið að undirbúa
ævintýraför að Mývatni, þangað sem fæstir skipverjar höfðu áður
komið. Var tekinn á leigu 18 manna rútubíll, Studebaker árgerð 195,