Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 37
7Borgfirðingabók 2009
mjög lítið. Heildarafli okkar þetta sumar varð á milli tuttugu og sex
og tuttugu og sjö þúsund mál síldar. Við urðum í fyrsta sæti flotans
sumarið 1944. Sumarið 1942 urðum við í öðru sæti með nálægt því
sama afla. Línuveiðarinn Ólafur Bjarnason af Akranesi var kominn á
undan okkur á miðin og búinn að fá tæp 2000 mál þegar við komum
norður. Sá munur hélst alla vertíðina. Skipstjóri á Ólafi Bjarnasyni
var Jón Sigurðsson úr Görðum sem kallaður var. Tekjur urðu mjög
góðar eftir þessar vertíðir báðar, hásetahlutur á tíunda þúsund krónur,
sem líklega hefur numið þrennum árslaunum verkamanns. Sumarið
1943 fiskaði Eldborg mest allra skipa, fékk rúm þrjátíu þúsund mál.
Var það mesti síldarafli sem fiskiskip hafði fengið á sumarsíldveiðum
til þessa tíma.
Aukaafli
Þegar verið var á miðunum og ekkert var um að vera var stundum
látið reka, og gátum við þá rennt út færi og kom fyrir að nokkuð fisk-
aðist. Var fiskurinn saltaður í stíu í stjórnborðsgangi, og hafði hver
sitt mark sem gjarna var skorið í sporð, og stundum var ákveðinn
uggi skorinn af. Þegar heim kom var fiskurinn sorteraður úr stíunni
og hver fékk sinn hlut.
Þegar lokið var vertíðinni var farið á Siglufjörð og þar var tekið
síldarmjöl í skipið, og við fengum að taka nokkra poka. Ég man að
ég tók eina 10 poka, og fékk faðir minn eins og hann vildi af þeim.
Hitt seldi ég verkamönnum í Borgarnesi sem voru með búpening.
Þetta var í eitt hundrað kílóa strigapokum, og voru þeir heldur óþjálir
í meðförum.
Nokkrar pöddur úr dökkum flekk
Sumarið 194 vann ég sem utanbúðarmaður í Verslunarfélaginu
Borg og fór þá í júlí á Hvítárvallaengjar með foreldrum mínum. Mun
það hafa verið síðasta sumarið sem ég var á engjunum með þeim.
Veturinn 194 til ´44 fór ég í Reykholtsskóla, og var það virkilega
góð og lærdómsrík vera. Á ég þaðan mjög góðar minningar.
Sumarið 1944 fór ég aftur á síld á Eldborg eins og áður er greint
frá. Tekjur urðu rúmlega sem hið fyrra skipti. Minningar frá þessum
tveim sumrum blandast nokkuð saman í huga mínum.