Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 39
9Borgfirðingabók 2009
á Þingvöll. Þetta var nýr rútubíll, Ford 1944, sem Andrés Magnússon
í Ásgarði átti og ók. Það rigndi aldeilis ósköp á Þingvöllum, og
voru flestir fremur illa haldnir af vosbúð. Helgi Hjörvar var þulur í
útvarpi frá Þingvöllum. Þá mátti ekki segja frá veðri í útvarpi vegna
heimsstyrjaldarinnar, en Helgi komst framhjá því og sagði: ,,Það
grætur tárum himins yfir Vellina“. 18. júní var mikil útihátíð í Reykja-
vík við Stjórnarráðið. Vorum við þar, og um kvöldið fórum við í
Borgarnes með Sigríði.
Laxfoss strandaði aftur 1952, 18. janúar, við Kjalarnestanga. Bú-
andi fólk á Kjalarnesi bjargaði farþegum og áhöfn í land. Farþegar
voru 14 og 9 manna áhöfn. Þarna var mjög erfitt yfirferðar, kafsnjór
og það svo mikill að fá varð snjóbíl frá Reykjavík til að sækja fólkið.
Í þetta skipti þótti ekki fært að gera skipið upp. Voru þá ýmis skip
í ferðum, en bráðlega var farið að vinna að smíði nýs skips, sem
varð elsta Akraborg og kom til ferða í marsmánuði 1956, en þá var
ég orðinn bóndi á Oddsstöðum í Lundarreykjadal og kom ekki að
móttökuathöfn hennar.
Síðasta ferð Akraborgar í Borgarnes var 26. apríl 1966. Þá höfðu
vegir lagast svo mikið að ekki þótti borga sig að halda uppi föstum
ferðum í Borgarnes, en þá höfðu staðið ferðir í hálfan áttunda ára-
tug. Eftir að Borgarnesferðum lauk héldu bílferjurnar undir nafninu
Akraborg uppi ferðum milli Akraness og Reykjavíkur þar til Hval-
fjarðargöngin komu í gagnið.
Hjá vegagerðinni
Sumarið 1945 réð ég mig á veghefil sem Guðjón Bachmann, sá
heiðursmaður, hafði umsjón með ásamt áhaldahúsi Vegagerðarinnar,
sem var í skúrum á lóðinni handan vegarins, eða þar sem Vega-
gerðarhúsið er nú. Þarna var ég um sumarið og fór líklega einar fimm
ferðir í Stykkishólm og álíka margar út að Búðaósi eða Hraunhafnar-
ósi. Alls staðar var gist á sveitabæjum, nema í Stykkishólmi var gist
á hótelinu, sem Jón Sigurgeirsson frá Hömluholtum rak þá. Ég hygg
hann hafi einnig rekið veitingahúsið að Vegamótum. Það hús flutti
hann raunar frá Skógarnesi; hafði það verið verslunarhús þar.
Ég vann hjá Vegagerðinni veturinn 1945 og 46. Var þar unnið í
áhaldahúsinu sem var handan vegarins frá íbúðarhúsi þeirra Guðrúnar
og Guðjóns Bachmanns, í þrem sambyggðum skúrum þar sem nýtt