Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 40

Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 40
40 Borgfirðingabók 2009 hús Vegagerðar reis seinna. Þá var einnig unnið við vegabætur eftir flóð og úrkomur og einnig snjómokstur. Þá var þó nokkur snjór. Ekki var farið að nota veghefla eða bíla með tönn framan á, heldur voru sendir menn með skóflur til að moka snjónum. Við komumst upp í Holtavörðuheiði til að moka fyrir norðanrútuna. Einnig vorum við einir sex sendir í mjólkurferð með Kristjáni Gestssyni í Norðurár- dal. Hún tók á annan sólarhring. Fengum við feiknmikla vestan snjó- komu og báðumst gistingar klukkan fjögur um nótt á Beigalda og Brennistöðum í Borgarhreppi. Sat bíllinn þá kolfastur í stórum skafli neðst í Brennistaðabarði. Þegar við komum að honum upp úr klukkan átta morguninn eftir var skafið frá honum svo við þurftum ekki að beita skóflunum. Meirapróf Í janúar 1946 fór ég til Reykjavíkur á meiraprófsnámskeið, sem Magnús Jónasson bjargaði mér inn á. Það tók einar sex vikur. Hélt ég til hjá föðurbróður mínum, Kristjáni Friðfinnssyni, og hans ágætu konu, Jakobínu Gunnlaugsdóttur, sem þá voru nýflutt til Reykjavíkur frá Vopnafirði og bjuggu á Bergþórugötu 11a. Þessu frændfólki mínu kynntist ég vel sumarið áður þegar ég dvaldi í þrjár vikur hjá þeim á Vopnafirði. Á námskeiðinu voru aðallega þrír kennarar. Einn þeirra var Jón Ólafsson, forstjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins. Hann talaði mikið um umferð og reglur henni tengdar auk þess að kenna okkur um hina ýmsu takka í mælaborðinu. Það kölluðum við gjarna takkafræði. Einu man ég sérstaklega eftir sem Jón sagði við okkur. Það var þetta: ,,Til þess að vera góður ökumaður þarf þrjú atriði, það er að aka varlega, aka alltaf varlega og aka ávallt varlega.“ Ég hygg að mikið hafi verið til í þessari kenningu Jóns og ef þetta væri almennt stundað í umferðinni myndi verða minna um slys. Annar kennari þarna var Nikulás Steingrímsson sem kenndi okkur á vélar, einkum bensín- vélar. Dísilvélar voru þá ekki komnar í bíla. Gerði hann þetta mjög skilmerkilega. Þriðji kennarinn þarna var Guðmundur Pétursson, sem kenndi okkur hjálp í viðlögum og var ágætur, á svipuðu reki og við flestir, hann var starfsmaður Slysavarnarfélags Íslands. Auk þessara kom þarna einu sinni Valgarður Stefánsson, sem þá var fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208

x

Borgfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Borgfirðingabók
https://timarit.is/publication/1750

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.