Borgfirðingabók - 01.12.2009, Síða 40
40 Borgfirðingabók 2009
hús Vegagerðar reis seinna. Þá var einnig unnið við vegabætur eftir
flóð og úrkomur og einnig snjómokstur. Þá var þó nokkur snjór. Ekki
var farið að nota veghefla eða bíla með tönn framan á, heldur voru
sendir menn með skóflur til að moka snjónum. Við komumst upp í
Holtavörðuheiði til að moka fyrir norðanrútuna. Einnig vorum við
einir sex sendir í mjólkurferð með Kristjáni Gestssyni í Norðurár-
dal. Hún tók á annan sólarhring. Fengum við feiknmikla vestan snjó-
komu og báðumst gistingar klukkan fjögur um nótt á Beigalda og
Brennistöðum í Borgarhreppi. Sat bíllinn þá kolfastur í stórum skafli
neðst í Brennistaðabarði. Þegar við komum að honum upp úr klukkan
átta morguninn eftir var skafið frá honum svo við þurftum ekki að
beita skóflunum.
Meirapróf
Í janúar 1946 fór ég til Reykjavíkur á meiraprófsnámskeið, sem
Magnús Jónasson bjargaði mér inn á. Það tók einar sex vikur. Hélt
ég til hjá föðurbróður mínum, Kristjáni Friðfinnssyni, og hans ágætu
konu, Jakobínu Gunnlaugsdóttur, sem þá voru nýflutt til Reykjavíkur
frá Vopnafirði og bjuggu á Bergþórugötu 11a. Þessu frændfólki mínu
kynntist ég vel sumarið áður þegar ég dvaldi í þrjár vikur hjá þeim á
Vopnafirði.
Á námskeiðinu voru aðallega þrír kennarar. Einn þeirra var Jón
Ólafsson, forstjóri Bifreiðaeftirlits ríkisins. Hann talaði mikið um
umferð og reglur henni tengdar auk þess að kenna okkur um hina
ýmsu takka í mælaborðinu. Það kölluðum við gjarna takkafræði.
Einu man ég sérstaklega eftir sem Jón sagði við okkur. Það var þetta:
,,Til þess að vera góður ökumaður þarf þrjú atriði, það er að aka
varlega, aka alltaf varlega og aka ávallt varlega.“ Ég hygg að mikið
hafi verið til í þessari kenningu Jóns og ef þetta væri almennt stundað
í umferðinni myndi verða minna um slys. Annar kennari þarna var
Nikulás Steingrímsson sem kenndi okkur á vélar, einkum bensín-
vélar. Dísilvélar voru þá ekki komnar í bíla. Gerði hann þetta mjög
skilmerkilega. Þriðji kennarinn þarna var Guðmundur Pétursson, sem
kenndi okkur hjálp í viðlögum og var ágætur, á svipuðu reki og við
flestir, hann var starfsmaður Slysavarnarfélags Íslands. Auk þessara
kom þarna einu sinni Valgarður Stefánsson, sem þá var fulltrúi
lögreglustjórans í Reykjavík.