Borgfirðingabók - 01.12.2009, Side 62
62 Borgfirðingabók 2009
Það vó þungt við endurbygginguna að húsinu hafði aldrei verið
breytt. Öll herbergi og milliveggir á sínum stað, hvergi neitt rif. Við
viðgerðina var víða leitað fanga.
Allir viðir, svo sem gólfborð, veggpanill og annað slíkt sem til
þurfti til viðgerða, var sótt í hús, helst jafngömul, sem til stóð að rífa,
og var gamla sláturhúsið við Brákarsund sem byggt var 1912, mjög
,,gjöfult”. Þangað var sóttur veggpanill, gólfborð og jafnvel gluggar.
Við endurbygginguna var notið ráðgjafar Húsafriðunarnefndar
ríkisins, og er nú það hús sem byggt var sem íbúðarhús að Galtarholti
2 að útliti og gerð nánast eins og þegar Óli norski lauk smíði þess árið
1895. Húsið var flutt á nýjan stað, stendur nú vestur við Langá, stutt
frá svonefndum Lambalæk og ber nú nafn hans.
Heimildir:
100 ár í Borgarnesi eftir Jón Helgason.
Af norskum rótum. Ritnefnd: Hjörleifur Stefánsson, Kjell H.
Halvorsen og Magnús Skúlason.
Íslensk byggingararfleifð eftir Hörð Ágústsson.
Íbúðarhúsið að Langárfossi,byggt árið 1884 af Pétri Péturssyni ,,snikkara“ og
bónda þar. Árið 1902 komst það í eigu bresks aðalmanns, Mr. Oran Campell,
sem stundaði laxveiðar í Langá. Var í eigu Breta allt fram til ársins 1944 og
ber frá þeim tíma nafnið Ensku húsin. Allt frá árinu 1902 til ársins 1997 var
húsið notað sem veiðihús við Langá, og frá þeim tíma hefur verið rekið þar
gistiheimili undir nafni Ensku húsanna.
Myndin var tekin árið 1902 af Mr. Lamdell og er fengin frá Þjóðminjasafni
Íslands.