Borgfirðingabók - 01.12.2009, Page 63
6Borgfirðingabók 2009
Fljótstunguréttardagur 1929
Nú verða rifjuð upp örfá atvik frá þessum degi sem geymst hafa í
minni frá því ég var níu ára gamalt barn, en réttardaginn bar að þessu
sinni upp á 2. september.
Þess má geta að Fljótstungurétt er hlaðin úr hraungrýti í miðri
hraunbreiðu Hallmundarhrauns og því var ekki langt að sækja efni
til hleðslunnar. Réttinni var valinn staður um það bil hálfan til einn
kílómetra frá Fljótstungubænum.
Þennan dag var veður eins og það getur orðið ónotalegast, slag-
veður, kraparigning og hvassviðri. Um hádegisbilið var móðir mín,
Kristín Pálsdóttir húsfreyja í Fljótstungu, sótt til þess að taka á móti
barni Jófríðar Guðmundsdóttur og Jóns Pálssonar á Þorvaldsstöðum,
vegna þess að ekki náðist í ljósmóður í tæka tíð. Barnið var Guðmundur
Jónsson, síðar bóndi á Bjarnastöðum.
Það var regla á þessum árum og lengi síðan að flestir ef ekki allir
réttarmenn komu heim að Fljótstungu og þáðu kaffi og meðlæti, og
man ég eftir ríflegum bakstri móður minnar fyrir réttirnar.
Þar sem mamma var kölluð til ljósmóðurstarfa þennan dag tók
amma mín, Guðrún Pétursdóttir, sem þá var orðin mjög sjóndöpur,
við kaffiframleiðslunni í Fljótstungu. Við Þorbjörg, elstu systurnar, þá
átta og níu ára gamlar, bárum kaffið upp úr eldhúsinu, sem var í kjall-
aranum undir baðstofunni, til gestanna sem sátu í stofunni við hlið
baðstofunnar. Þrjár steintröppur voru upp úr kjallaranum og voru þær
GUÐRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
FRÁ FLJÓTSTUNGU